Fálkinn


Fálkinn - 06.02.1963, Síða 33

Fálkinn - 06.02.1963, Síða 33
NÝTÍZKU ELDHOSSETT FALLEG' VÖNDUÐ ÖDÝR. SENDUM UM ALLT LAND HNOTAN HÚSGAGNAVERZLUN Þórsgötu I — Sími 20820. UNDIRFÖT ÚR NYLON OG PRJONASILKI HUSGOGN CERES, REYKJAVIK Hrútsmerkið (21. marz—20. apríl). Konur, sem fæddar eru undir þessu merki, mega vænta gleðilegra tíðinda í byrjun vikunnar. Ef til vill er um launahækkun að ræða og útJit fyrir að þér sjáið yður fært að ferðast eitthvað, næst þegar þér fáið orlof. Húsmæður geta vænzt meiri fría en áður. Nautsmerkið (21. apríl—20. maí). Þeir, sem fæddir eru undir þessu merki, eru að eðli nokkuð örlátir. í þessari viku geta þeir búizt við, aðverða fyrir óvæntum hagnaði á einhverju sviði. Reynið að forðast allar deilur á heimili yðar og verið sáttfús við nákomna ættingja. Tvíburamerlcið (21. maí—21. júní). Bréfaskriftir eru undir hagstæðum afstöðum þessa viku og í vinnunni bíða yðar skemmtilegir dagar. Ungt og ólofað fólk mun lenda í mjög rómantísku ástarævintýri á laugardaginn, ef það lætur ekki skapið fara með sig í gönur. Q Q Krabbamerkið (22. júní—22. júlí). Þér þurfið að rífa yður upp úr þessu sleni, sem þér hafið verið í upp á síðkastið. Hvernig væri til dæmis að tala við fólk um erfiðleika yðar. Það verð- ur enginn minni maður af því að leita ráða hjá öðrum. Útlit er fyrir að heilsan fari batnandi. Ljónsmerkið (23. júlí—23. áffúst). Látið ekki vini yðar hafa of mikil áhrif á gerðir yðar. Reynið að vera sjálfstæðir í skoðunum og at- höfnum. Annars er tíminn óhentugur til þess að ráðast í stórframkvæmdir, einkum ferðalög til ann- arra landa. Gætið að fjármálunum og hugsið svolítið fram í tímann. Jómfrúarmerkið (2U. áffúst—23. september). Það eru einkum vandamál, sem steðja að á heimil- inu, sem eru einkennandi fyrir þessa viku. Þó bendir það meira en yður hafði nokkru sinni órað fyrir. En bér ættuð að hafa í huga að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, verið því varkár. Voparskálamerkið (24. september—23. októbcr). 1 þessari viku munuð þér eiga mjög annríkt og það meira en yður hafið nokkru sinni órað fyrir. En í vikulok getið þér stært yður af glæsilegum árangri. Samt er áríðandi að fylgja þessum sigri vel eftir og láta ekkert tækifæri ónotað til að ná sett.u marki. Sporðdrekamerkið (24. októbei—22. nóvember). Þér hafið nýlega fengið vandasamt verk að vinna og þér eruð í megnustu vandræðum með að leysa það vel af hendi. Þess vegna ættuð þér að leita hjálpar hjá þeim mönnum, sem reynslu hafa í þessum efnum. Þá ætt.uð þér að geta leyst verkefnið með prýði. Bof/amannsmerkið (23. nóvember—21. desember). Það fólk, sem er rétt yfir tvítugt, mun að öllum líkindum lenda í mörgum og skemmtilegum ævintýr- um í þessari viku, ef til vill ástarævintýrum. En þér skuluð ekki vona, að þessi ástarævintýri geti leitt til hjónabands. Til þess eru lítil líkindi. Steinffeitarmerkið (22. desember—20. janúar). Það verður yðar hlutskipti þessa viku að ráðleggja og leiðbeina öðrum. Þar er bezt að vera hreinskilinn og draga ekkert undan. Ungir menn, sem eru að barma sér yfir misheppnuðum ástarævjntýrum, ætt.u skilyrðislaust að hætta öllu voli. Það er þeim fyrir beztu. Vatnsberamerkið (21. janúar—19. febrúar). Horfurnar eru vægast sagt uggvænlegar á vinnu- stað. Það ríður á því að þér starfið af kappi og sýnið eins mikinn dugnað og yður er framast mögulegt. Þá er engin ástæða til að óttast. Ekki skuluð þér vera með ráðagjörðir un\, hvað gera skuli um helgina. Fiskamerkið (20. febrúar—20. marz). Þér ættuð að umgangast yðar nánustu með mikilli varkárni í þessari viku. Gætið þess vel að reiðast ekki yfir smámununum. Undir vikulokin þurfið þér að taka mikilsverða ákvörðun og æt.tuð þér ekki að óttast að koma þar til dyranna eins og þér eruð klæddur. FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.