Fálkinn


Fálkinn - 06.02.1963, Side 34

Fálkinn - 06.02.1963, Side 34
PANDA □□ SAFNARINN MIKLI Eggert safnari veifaði sigri hrósandi skammbyssun- um, sem hann hafði tekið af lögregluforingjanum. „Komið þið strákar,“ sagði hann. „Hérna má heil miklu safna.“ En hinir áköfu safnarar þurftu svo sannarlega á engri hvatningu að halda. Þeir þyrpt- ust að lögreglumönnunum, sem voru alveg orðnir ruglaðir á þessum ósköpum. Öllu, sem þeir náðu í, söfnuðu þeir, stjörnum, kylfum og jafnvel búningum lögreglumannanna. Brátt voru verðir laganna nær því allsnaktir. Eins og venjulega þá borguðu safn- ararnir fyrir sérhverjan hlut sem þeir tóku. En þar sem lögreglumennirnir höfðu enga vasa til þess að láta peningana í, þyrluðust seðlarnir allt í kringum þá og Goggi góðgjarni lét það tækifæri ekki renna sér úr greipum. „Þetta getur orsakað vandamál," sagði Panda og andvarpaði. Lögreglumennirnir störðu undrandi á safnarana, þar sem þeir hófu mikil vöruskipti á þeim munum, sem þeir höfðu safnað af lögreglumönnunum. Og sérhver safnari reyndi að eignast heilan lögreglubúning. En þegar skiptin voru rétt að byrja, birtist safnvörður- inn í dyrunum. „Lögreglan kom til þess að handtaka safnarana," sagði Panda við safnvörðinn, „en nú hafa safnararnir safnað hreinlega lögreglumönnum.“ „Bara að herra Stálhjarta væri hér,“ urraði safnvörðurinn, „hann veit, hvernig á að meðhöndla svona þorpara." „Þorpara?“ sagði rödd að baki hans. „Hvernig dirf- istu, Smith að kalla mig og klúbbfélaga mína slíku nafni?“ „Herra Stálhjarta," hrópaði safnvörðurinn undrandi, „ég vissi ekki að þér væruð þorp ... ég meina safnari.“ „Hlustaðu Smith,“ hrópaði herra Stálhjarta að safn- verðinum, „hversu oft á ég að segja þér, að safnari úr hinum fræga safnaraklúbb stelur aldrei, hann safnar. En meðal annarra orða, hvers vegna ertu ekki að gæta safns míns?“ „Það er ég að gera,“ hrópaði safnvörðurinn. „Þetta er safn yðar.“ „Þvæla,“ sagði herra Stálhjarta. „Þetta er safn Gogga safnara." „Það er það ekki,“ greip Panda inn í. „Goggi lét falska framhlið fyrir framan safn yðar. Komið út, þá skal ég sýna yður það.“ Herra Stálhjarta starði undrandi á leifar hinnar fölsku framhliðar. „Nú, nú,“ þrumaði hann, “ég vissi ekki, að ég ætti svona fallegt og myndarlegt safn.“ 34 FÁLKIfstN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.