Fálkinn


Fálkinn - 06.04.1964, Page 4

Fálkinn - 06.04.1964, Page 4
Þetta er hin sautján ára Sue Lyon sem á sínum tíma lék aðalhlutverk í kvik- myndinni Lolitu á móti James Mason þá fimmtán ára gömul. Sue hefur nýlega gifst og sá hamingju- sami heitir Hamton Fencher og er einnig kvikmyndaleikari og er 25 ára gamall. Um þesar mundir er verið að hefja vinnu við töku nýrrar kvikmyndar þar sem Elvis Presley og Ann- Margret fara með aðalhlutverkin. Þessi mynd á að heita Viva Las Vegas og hún verður tekin að mestu leyti í þessari borg næturklúbba og spilavíta. Bæði Elvis og Ann hafa sagt að þessi mynd muni verða stórkostleg. Nýjustu fréttir af Birgitte Bardot hinni tuttugu og níu ára gömlu þokkagyðju (og þó er þetta ekkert sérlega nýtt) er að hún leikur nú í njósnamynd á móti Anthony Perkins. Um einkalíf B. B. er það að segja að kunnings- skapur hennar við braziliska playboyinn Bob Zaguri virðist vera orðinn mjög náinn. Ekki viljum við spá um framtíð þessa fyrirtækis en trúlega verður það ekki langvinnt. ÝMISLEGT UM LEIKARA Kvikmyndastjörnur eru oft vinsælt umræðuefni og sú stjarna sem ekki er umrædd á einn eða annan hátt má sann- arlega fara að gæta sín. Frægð hennar mundi fara minnkandi unz svo væri komið að enginn mundi lengur muna eftir henni og þá eru dagar hennar sem stjörnu taldir og hún verður að snúa sér að öðrum störfum. En sögurnar, sem ganga af kvikmyndastjörnunum eru mis- jafnar og margar þeirra eru kannski ekki alveg sannleikan- um samkvæmar. Það er talað um slúðurblöð og slúður síður og þar getur að lesa hinar furðulegustu sögur af þessu fræga fólki. Og það er fjöldi manna, sem hefur lifibrauð sitt af því að útdeila þessum sögum. Stundum gefa stjörn- urnar út yfirlýsingar þess efnis að þessi eða hin saga sé ekki sönn og enginn fótur sé fyrir henni en slúðursíðumenn eru ekki ginnkeyptir fyrir slíku, láta það sem vind um eyrun þjóta og finna bara upp nýja sögu í staðinn. Við skulum nú til gamans athuga nokkrar af þeim sögum, Curt Jiirgen. Striptease í Hong Kong. j| sem gengið hafa nýlega um nokkrar þekktar stjörnur. Þá er það fyrst sagan af henni Corrine Calvet. Hún var fyrir skömmu í Ástralíu. Á veitingahúsi í Sydney varð hún fyrir óhappi að ekki verði meira sagt. Hún var að dansa vangadans við einhvern ónefndan herramann. Á þess- um veitingastað háttar svo til að dansgólfið er aðeins upp- hækkað og ekki tókst betur til en svo að skötuhjúin féllu í dansinum fram af upphækkun- inni og út á gólfið milli borð- anna. Ekki sakaði þau en þetta atvik var mikið rætt í borg- inni fyrst á eftir. Þá er það sagan af henni Melinu Mercuri sem við minn- umst úr myndunum Aldrei á sunnudögum og Phadra. Fyrir nokkru síðan var henni neitað um aðgang að einu veitinga- húsi í London vegna þess að hún þótti of léttklædd. Sögðu forráðamenn staðarins að klæðnaður ieikkonunnar hefði betur sómt henni á einhverri baðströndinni heldur en í salar- kynnum veitingahússins. Hinn þýzki Curt Júrgen er sagður hafa gaman af því að hneyksla fólk með framkomu sinni. Hvort sem þetta er satt eða ekki þá tókst honum vel Framh. á bls. 38. Corrine Calvet. Féll á dansgólfið í Sydney. 4 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.