Fálkinn


Fálkinn - 06.04.1964, Side 29

Fálkinn - 06.04.1964, Side 29
samnefndri skáldsögu ungrar skáldkonu. (Þessi mynd verður væntanlega sýnd í Austurbæjarbíó). Þessi mynd vakti ekki síður athygli og deilur en sú fyrri. Mönnum þótti þetta með ólíkindum og sögðu að ástandið væri ekki þannig í raun og veru. Á s.l. sumri gerði Vilgot Sjöman kvikmyndina 491, sem byggð er á samnefndri skáldsögu eftir Lars Görling. Segir sagan og myndin frá vandræða- unglingum Stokkhólmsborgar. Segja má að þessi mynd hafi valdið sprengingu í Svíþjóð og nú hafa sýningar á henni verið bannaðar þar í landi. Að vísu var kvikmyndaeftirlitið ekki á einu máli um þessa ákvörðun. Formælendur myndarinnar innan þess sögðu að eftirlitið gæti ekki ætlazt til að kvik- myndir væru búnar til um ástandið eins og það óskaði eftir að það væri heldur yrði að sýna ástand- ið eins og það væri í raun og veru. Nú hafa fram- leiðendur myndarinnar ákveðið að senda hana á kvikmýndahátíðarnar í Berlín og Canes. Eins og menn muna. var jólamynd Tónabiós West Side Story. Efni þeirrar myndar þekkja allir: átök tveggja unglingahópa í New York. Fljótlega eftir útkomu þessa blaðs mun Tónabíó væntanlega hefja sýningar á bandarísku myndinni The Young Savages. Efni þeirrar myndar er að mörgu leyti áþekk og West Side Story. Eins og West Side Story er hér um að ræða átök miili tveggja flokka: „Horsemen" en meðlimir hans eru nær eingöngu ættaðir frá Puerto Rieo, og „Thunderbirds" en meðlimir hans eru af ítölskum ættum. Myndin byrjar á því að við sjáum þrjá unga meðlimi „Thunderbirds" ganga hratt um sóðaleg hverfi stórborgarinnar. Leið þeirra liggur að húsi einu í Puerto Rico hverfi og á tröppum þess stend- ur fimmtán ára drengur blindur sem getur enga björg sér veitt þegar þremenningarnir stinga hann með hnífum sínum og myrða hann. Það er þessum glæp, sem við fáum að kynnast í myndinni og þeim unglingum, sem að honum standa: hugsunar- hætti þeirra og skoðunum. Söguþráðurinn verður ekki rakinn nánar hér en hann er spennandi og viðburðaríkur og margt merkilegt kemur fram á sjónarsviðið. Síðustu at- riði myndarinnar, sem gerast í réttinum eru mjög áhrifamikil. Myndin er byggð á samnefndri sögu eftir Evan Hunter. Hann er ungur að árum og hefur skrifað nokkrar skáldsögur, sem ailar hafa vakið mikla eftirtekt. Fyrsta bók hans var „Blackboard Jungel“ Framh. á bls. 36. KVIKMYNDA ÞÁTTUR SYNIR SIJÖRNVBÍÓ FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.