Fálkinn


Fálkinn - 06.04.1964, Page 35

Fálkinn - 06.04.1964, Page 35
STEIKT HJÚRTU Steikt hjörtu. 3—4 hjörtu Salt, pipar Innan í: 8-10 útbleyttar sveskjur 1 epli í bitum ÍVz msk. smjörlíki 3 dl vatn % dl rjómi í sósu: 1 msk. hveiti 1 dl rjómi 1 msk. sólberjasaft. Hjörtun opnuð vel, þvegin úr köldu rennandi vatni. Þerruð vel, salti og pipar stráð innan í. Fyllingin sett í. Saumað fyrir hjörtun eða hnýtt utan um þau með soðnum bómullarþræði. Smjör- líkið brúnað í potti, hjörtun steikt, við ekki of bráðan hita, á öllum hliðum. Sjóðandi vatni eða kjötsoði hellt yfir hjörtun einnig rjómanum. Hjörtun látin sjóða undir hlemm, þar til þau eru meyr. Fer eftir stærð þeirra. Snúið hjörtunum oft, bætið við meira soði ef þarf. Hjörtun tekin upp úr, böndin leyst og hjörtun skorin í sneiðar, sem raðað er fallega á fat. Skreytt með tómötum og agúrkum, ef til er. Sósa búin til úr soðinu, þykkt með dálitlu hveiti og rjóma. gott er að bragðbæta hana með sólberjasaft eða hlaupi. HRÍS GRJÚNA RÚND 2% dl hrísgrjón 1 1 mjólk Vi tsk. salt 1 tsk. vanilla 2 msk. sykur 1 msk. smjör 50 g möndlur 4 dl þeyttur rjómi 4 bl. matarlím 2—3 bananar Appelsína Vínber, súkkulaði. Hrísgrjónin soðin með mjólkinni nál. 20 mínútur, á að vera sem þykkur mjólkurgrautur. Salti, vanillu, sykri og smjöri hrært saman við. Grauturinn látinn kólna, þá er söxuðum möndl- unum hrært saman við. Matarlímið lagt í bleyti og brætt, hrært saman við ásamt stífþeyttum rjómanum. Hellt í bleytt og sykurstráð hringmót. Hvolft á fat, skreytt með þeyttum rjóma, ávöxtum og súkkulaðiplötum. FALK.ÍNN 35

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.