Fálkinn


Fálkinn - 06.07.1964, Blaðsíða 12

Fálkinn - 06.07.1964, Blaðsíða 12
VERKSTJORN OG VINNliÞOL EFTIR ÓLAF GUNEMARSSON SÁLFRÆÐIIMG Á giðustu áratugum hafa hvers konar vinnurannsóknir farið mjög í vöxt víða um heim og á niðurstöðum slikra rannsókna byggist gerbreytt afstaða vinnuveitenda til verkamanna. Harðýðgi liðins tima hvað verkstjórn snertir er víða horfin eða að hverfa, en mannúðiég sjónarmið látin sitja í fyrirrúmi. Einhverjir vildu ef til vill spyrja hvort þetta sé sökum þess, að nútímamaðurinn sé svo mikið betri en forfeður hans. Þeirri spurningu verður því miður að svara neitandi. Hins vegar veit nútimamaðurinn betur hvað við á í þessu efni og hagar sér samkvæmt því. Hann hefur tekið vinnu- vísindin í þjónustu sína. Ekki er ólíklegt að hin breytta afstaða, sem orðið hefur á afstöðu vinnuveitenda til vinnuþega muni þegar stundir líða eiga sinn þátt í að auka gagnkvæma góð- vild milli manna almennt, og skapi þannig andrúmsloft eamhyggðar og trúnaðar í þjóðfélögunum í stað tortryggni og vantrausts sem er enn of algengt. Sennilega muna eldri menn á íslandi það einna fyrst til fræðilegra vinnurannsókna, að ritað mun hafa verið á fslenzku um rannsóknir Bandaríkjamannsins Taylors, er sýndi fram á að í flestum starfsg eipum mætti auka framleiðsluna með því að fækka handtökum. Rannsóknir hans beindust með öðrum orðum að gernýtingu vinnuaflsins og voru þannig vinnuveitendum mjög í hag ef miðað var við tímakaup verkamanna. Þótt athuganir Taylors á betri nýtingu vinnuaflsins haldi _ enn gildi sínu eru kenningar hans samt úreltar sökum þess, að þær voru byggðar á röngum forsendum. Taylor gerði sömu villuna og gerð hafði verið öldum saman að gera ráð fyrir því að laga skyldi manninn eftir vinnunni en ekki vinnuna eftir manninum. Með öðrum orðum. Vinnan var gerð að hinu iítt breytanlega aðalatriði, sem maðurinn átti síðan að aðlagast og þá heizt sem allra bezt og á sem stytztum tima. Nú hafa vinnurannsóknir sannað að þessi leið er airöng. Vinnan er til mannsins vegna en ekki maðurinn vegna Linurit þetta, sem byggt er á vinnuþoisrannsókn- um í Sviþjóð, sýnir gerla, hve vinnnþrek skógar- höggsmanns dvínar, þegar líður að kvöldi og hann hefur unnið hæfilegan vinnudag. PfesfaHon vinnunnar. Þess vegna þarf að laga vinnuna eftir manninum. Þarna er meðal annars um að ræða eitt grundvallaratriði allrar starfsfræðslu. sem miðar eindregið að því að hjálpa manninum til að velja sér ævistarf, sem honum hentar bezt, vitandi, að það er einn af hyrningarsteinum undir lífshamingju hans hvernig það val tekst. Hvert það þjóðfélag, sem getur veitt sem flestum þegnum sínum starf við hæfi er hvað þetta snertir á öruggri hamingjuleið. En vinsamleg afstaða. vinnuveitenda til vinnuþega er ekki ein út af fyrir sig til þess að skapa æskilegt andrúmsloft á vinnustað og nýta vinnuaflið sem bezt báðum aðilum til hagsbóta. Mannseðlið er svo margslungið og svo mörg og flókin sál- fræðileg og félagsleg lögmál, sem grípa inn í samskipti manna almennt, að litil líkindi eru til, að ekki myndist bláþræðir í þeim mikla allsherjarvef, sem kallast atvinnulíf. Eitt er víst að eigi uppistaða og ívaf að vera svo hnökralaust og traúst að skila megi fyrsta flokks dúki verður fræðileg þekking í ríkara mæli að leysa handahófsgerðir af hólmi. Mikil og óheillavænleg átök á vinnumarkaði sýna raunar svo ekki verður um villzt að mikið skortir á að samskipti vinnuveitenda og vinnuþega séu eins farsæl og skyldi. Meira en aldarfjórðungur er nú liðinn síðan hinar klassisku rannsóknir voru gerðar á vegum fyrirtækisins Western Electric í Bandaríkjunum. Rannsóknir þessar voru svo víð- tækar að þær eru einar út af fyrir sig efni í fleiri en eina grein jafnlangar þessari, mun ég því ekki ræða einstök atriði þeirra. Rannsóknir þessar sönnuðu fullkomlega að vinsamleg og ákveðin verkstjórn, sem tók fullt tillit til sálrænna og líkamlegra þarfa starfsfólksins gafst mun betur en formföst heildarstjórn, sem ekki gerði sér neina rellu út af því hvað starfsfólkinu kynni að finnast og hverjar óskir þess mættu vera. Við þessa rannsókn kom hið mikla gildi hvildanna greinilega í ljós og hver meginmunur er á leyfðum hvildum og hvíldum, sem starfsfólk stelst til að taka. Hversu mikið raunverulegt vinnuþol manna er, var um þessar mundir fæstum Ijóst, en rannsóknir sýndu, að ef farið var yfir hæfileg mörk þess, sem bjóða má vinnuþoli manna, minnka afköstin, jafnvel þótt góður vílji sé til að gera sitt bezta. Sitt af hverju kom fram um eðli sefjunar bæði gagnkvæmrar sefjunar, og vgldasefjunar og múgsefjunar, en ekki er hér rúm til að gera því mikla og flókna máli sem við stöndum and- spænis dag hvern nánari skil. Eðli hópmyndana og þýðing þeirra fyrir vinnustaðinn birtist ljóslega í mismunandi afstöðu stórra og smárra hópa, cg ekki síður muninum á samvirkum hópi og hópum sem aðeins mynduðust vegna þess, að þeir urðu að vinna í sama vinnusal. ‘h'ðari tíma bandarískar rannsóknir hafa í einu og öllu stað- fesi niðurstöður þær, sem fengust í Western Electric. Á alþjóðaráðstefnu sálfræðinga, sem haldin var London fyrir 12 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.