Fálkinn


Fálkinn - 06.07.1964, Blaðsíða 13

Fálkinn - 06.07.1964, Blaðsíða 13
/ nokkrum árum gerðu bandarískir sálfræðingar grein fyrir rannsókn, sem nýlega hafði verið gerð þar í landi. Niðurstöður þeirrar rannsóknar sýndu, að launapoki verkamanna var aðeins að vissu marki aðalatriðið fyrir þá. Þegar ákveðnum launum var náð fóru önnur atriði að verða þeim eins mikils virði. Kom þar einna fyrst til viðmót verkstjóra gagnvart verkamanni, trúnaður sá, sem honum var sýndur en ekki sízt öryggi hans á vinnustað. Ef unnt var að koma þvi við, að verkamaðurinn yrði hluthafi í fyrirtæki þvi, sem hann vann hjá, þannig að hagur fyrirtækisins yrði einnig hagur hans var það til mikilla hagsbóta bæði fyrir vinnuveitendur og vinnuþega. Ég myndi ætla, að íslenzkir bændur, sem enn muna þá öld þegar bæði var um að ræða vinnumenn og kaupamenn um sláttinn muni eftir því, að yfirleitt þóttu vinnumennirnir, sem áttu fé á fóðrum hjá húsbónda sínum áhugasamari við heyskapinn en kaupamenn, sem enga skepnu áttu. Vafalaust munu allir, sem fengið hafa ónot ein eða óbilgjarna gagnrýni auk launa fyrir störf sem þeir höfðu gert sér far um að leysa vel af hendi, skilja að verkstjóri, sem iðkar að staðaldri slika framkomu við þá, sem eitthvað eiga undir hann að sækja, muni ekki hafa lent á réttri hillu í lífinu. Honum hefur verið sýndur meiri trúnaður en vit hans og skapgerð geta undir risið. Hins vegar getur framkoma slíkra gallagripa í verkstjórastétt (orðið verkstjóri notað í mjög viðtækri merkingu) ekki aðeins skaðað það fyrir- tæki eða stofnun, sem þeir vinna hjá, heldur skapað leiðindi og jafnvel óhamingju meða fjölda manna, sem ekkert hafa til saka unnið. Tveir júgóslavneskir prófessorar, sem ekkert vissu um rannsóknir Bandaríkjamannanna, skýrðu _ á áðurnefndri ráðstefnu í London frá athugun, sem þeir höfðu gert meðal verkamanna í Zagreb. Þeir töldu að enginn maður gerði fullt gagn á vinnustað nema starfið yrði honum svo samgróið, að það yrði eins og hluti af honum sjálfum. Þeir töldu líka öryggi á vinnustað mjög mikils virði og sömuleiðis vinsamlegt samband h'’’sbónda og starfsmanna. Leyfðar hvíldir og hressingar juku framleiðsluna, hins vegar höfðu hvíldir, sem verkamenn tóku sér en verkstjórar höfðu ekki leyft ekki sömu áhrif jafnvel þótt þær væru lengri en leyfðu hvíldirnar. Vitanlega stafar þetta af því að maður, sem innst inni telur sig vera að svíkjast um ef hann blæs mæðinni. getur ekki notið hvíldarinnar á sama hátt og hinn, sem veit að hann hefur rétt til að láta liða úr sér andartak. \thuganir Júgóslavanna á eftirvinnu sýndu, að yfirleitt borgaði eftirvinna sig ekki fyrir fram- leiðandann. Vinnuþrek flestra manna er ekki meira en það, að þeim er nóg að vinna átta stundir á sólarhring, og í mikilli erfiðisvinnu endist vinnuþrekið ekki enu sinni svo lengi eins og línurit yfir afköst við skógarhögg í Svíþjóð, sem fylgir þessari grein, sýnir. Sunnudagavinna borgar sig ekki heidur nema alveg sérstaklega standi á, jafnvel þótt menn séu fúsir til að vinna og dragi ekki af sér vísvitandi. Undir vissum kringumstæðum geta menn vitanlega afkastað allmiklu í eftirvinnu en þau afköst hefna sín fyrr eða síðar. Líkami mannsins þarfnast reglubundinnar hvíldar, og þótt mikið megi gera í skorpunni má ekki gleyma þvi, að hvítdin verður að vera óaðskiljanlegur förunautur mikilla afkasta. I fyrri heimsstyrjöldinni reið Bretum lífið á að auka hergagnaframleiðsluna. Verkamenn voru fúsir til að gera sitt bezta til þess að svo mætti verða. Vinnuvikan var þá lengd upp í 70—90 vinnustundir og jafnvel allt að hundraði. Framleiðsluaukningin, sem allii vonuðust eftir gerði þó ekki vart við sig. Verkamönnunum hafði hreinlega verið ofboðið hvað lengd vinnutíma snerti. Árið 1915 var „The Health of Muniton Workers Committee“ stofnað til þess að athuga hverju þetta sætti, og nefndin komst að þeirri niðurstöðu, að hámarks- afköst í flestum starfsgreinum fengjust með því að vinna ekki að jafnaði lengur en 8 stundir á dag. Þegar síðasta heimsstyrjöld braust út tóku Bretar ekki tillit til fyrrí rannsókna og lengdu vinnutímann í 12 stundir á dag með góðu samþykki verkamannanna, sem eins og fyrr vildu vinna ættjörð sinni allt hvað þeir máttu á hættustund. Framleiðslan jókst tvo fyrstu mánuðina en minnkaði síðan. Vinnuþreki verkamannanna hafði verið ofboðið. Jafnvel þjóð í bráðri hættu, eins og Bretar voru þá, varð að beygja sig fyrir þeirri staðreynd, að mannlegu þolgæði eru mikil takmörk sett, jafnvel þótt vilji sé á að gera sitt bezta í hvívetna. Vitanlega ber að hafa í huga að vinnuþrek manna er mjög mismun- andi og ekki dugir að ætla að bjóða öllum hið sama í því efni. Aidur, kraftar, áhugi, markmið vinnunnar og ótal margt fleira gerir afköst manna gerólík og er ekki við neinn að sakast að svo er, þar er um algild lögmál að ræða. Á Finnlandi voru eigi alls fyrir löngu gerðar vinnurannsóknir sem miðuðu að því að kanna afstöðu verkamanna til tæknibreytinga og kanna hvaða áhrif fordómar hefðu á verkamenn. Sálfræðingurinn, sem gerði rannsóknina „Verkamaðurinn og tækni- breytingarnar", heitir V. Laakkonen. f tveimur fyrirtækjum stóðu fyrir dyrum tæknibreytingar og var könnuð afstaða 351 karls og 105 kvenna til breytinganna. Niðurstöður urðu þær að 51 prósent töldu sig örugga gagnvart breytingunum, 35 prósent óörugga og 14 prósent gátu ekki tekið afstöðu. Þeir, sem töldu sig örugga, voru yfirleitt á einn eða annan hátt tengdir yfirmönnum fyrirtækisins t. d. á þann hátt að foreldrar þeirra Framh. á bls. 40. Mynd Þessi sýnir, hvernig verkamaður hugsar sér dag þriggja flokks- bræðra sinna. Innsti hringurinn táknar stjórnmálaflokkinn og snerti- fletir ytri hringjanna þann tíma, sem hver stéttin helgar flokksstarfinu í augum A. Hver hinna hringjanna táknar meðaltalssólarhring í lífi A, B, C og D. Þeir hlutar hringjanna, sem ekki eru merktir tákna 8 stunda vinnudag, svefntíma og matartíma. = Verlcamaður - Bóndi - Skrifstofustjóri = Ráðherra Eftirvinna Skemmtanir Fjölmiðlun Eftirvinna Skemmtanir Fjölmiðlun Skemmtanir og samkvæmi Fjölmiðlun Afþreyingarleikir Ferðalög utan lands og innan Skemmtanir Fjölmiðlun Hvers konar samkvæmi FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.