Fálkinn


Fálkinn - 06.07.1964, Blaðsíða 40

Fálkinn - 06.07.1964, Blaðsíða 40
Hún gekk á undan þeim inn í eldhúsið. Biblían lá enn þá á borðinu. Jakkinn hékk enn þá á stólbakinu. Sá eldri sá hann fyrst. — Nú, svo hann hefur sem sagt verið hérna! Náunginn sem kom í áætlunarbílnum. Hún horfði á manninn leita í vösum jakkans. Hún sá hann leysa frá vaxdúkspokanum. Hún sá unga lögregluþjóninn taka litlu pilludósina upp. Hann hristi hana og sagði: — Tóm. Og lét hana svo aftur niður. Eidri maðurinn sagði: — Ég hef handtökuskipan. — Ég sé ekki til að lesa. í þetta skipti heyrði hún til hans. •— Ég sé ekki heldur lengur til að skrifa. Hún ýtti biblíunni til hans. — Það verður að gera það með bleki. Almennilega. Það er ekkert blek hérna. — Á ég að fara upp? spurði lögregluþjónninn. Hann hafði tekið sér stöðu í dyrunum, þar sem hann sá út í ganginn, en hann virtist hálf óákveðinn. Sara lét sem hann væri ekki til. — Fyrst vil ég segja frá því, sagði hún. Lögregluþjónninn hóstaði. Sá eldri sagði snöggt: — Frú, það hefur einhver verið hér, sem ... Hún hlustaði ekki á hann. Hún hafði spennt greipar um brjóstin. Með hljómlausri röddu sagði hún: — Ég var eigingjörn og léttúðug í æsku minni. Joe var getinn í synd og ég ól hann í synd. Foreidrar mínir ráku mig út á götuna. Lögregluþjónninn roðnaði. Hann leitaði augnaráðs eldra mannsins og benti á enni sér. En Sara hélt áfram. — Sá sem sparar vöndinn ... En Joe var allt sem ég átti. í London vann ég fyrir okkur báðum. Kannski hef ég dekrað of mikið við hann. Kannski var það rangt af mér að elska hann eins mikið og ég gerði. Og svo, kvöld eitt, þegar það var þoka, komu þeir og tóku hann með. Þá var ekkert eftir handa mér. Foreldrar mín;r voru dánir og hús þeirra autt. Þess vegna fór ég hingað. Ég leigði húsið fyrir peningana, sem Joe sendi mér. Alltaf í hverjum mánuði, komu peningarnir. Ég vildi að hann ætti eitthvert heimili, þegar ... Þegar hann yrði frjáls. — Já, en frú . . . sagði sá eldri. Joe Pullen var ... Hann stanzaði, ræskti sig. — Það er annar maður, sem við erum að leita að. Maður, sem sonur yðar þekkti eitt sinn. Hann heitir Sid —Sidney Baker. Hans er leitað vegna morðs á gömlum manni í Stepney, og ... 40 FÁLKINN — Skrifið! Sara ýtti biblí- unni aftur til hans. — Á titil- blaðið. Alveg eins og hin. Ég fann bókina hérna, þegar ég — þegar ég kom heim. Skrifið það greinilega, svo allir, sem koma hingað, geti lesið það. — Hún er vitlaus, sagði lög- regluþjónninn. Við fáum ekkert orð með viti út úr henni, fyrr .. — Allt í lagi. Fylgstu með stiganum. Hann tók upp sjálf- blekung og beygði sig yfir borðið. Sara sagði skýrri röddu: — Skrifaðu nafnið fyrir neðan mitt. Joseph Pullen. Fæddur tuttugasta og sjöunda ágúst, 1926. Dáinn tuttugasta og fjórða apríl 1964. Stóri maðurinn leit snöggt upp og svipur hans varð allt í einu harður. Lögregluþjónninn sagði: — En það var í gær! Hún ... Sara sagði hljómlaust: — Hann er uppi núna. Hann Joe minn. í loftherberginu. — Kyrrir hérna, lögreglu- þjónn! Stóri maðurinn hljóp í örfáum skrefum gegnum dyrn- ar, fram í ganginn. Lögreglu- þjónninn sneri sér við. Sara veifaði hendi sinni yfir blekið á síðunni, svo það þorn- aði. Hún heyrði ekki þungu skref- in niður stigann aftur. En rödd- in vakti hana. — Það er örugglega Sid. Hann er . .. — Ég gerði það, sem ég varð að gera. Sara lokaði biblíunni og þrýsti henni að sjali sínu. — Fyrst sagði hann mér það ekki. En í kvöld viðurkenndi hann það fyrir mér. Sagði það hérna í þessu herbergi. Ég hef drepið mann. Joe sagði það. Og laun syndarinnar eru — dauð- inn. Enginn hreyfði sig. — Ég vissi, hvað ég yrði að gera. Flöktandi augu Söru litu á mennina til skiptis. En hún gat ekkert ráðið af svip þeirra. Hún sá bara tvær óljósar verur. — Svefnpillurnar ... þær voru hérna í öskjunni. Ég setti þær út í rommið. Hann er öruggur nú, hann Joe minn. Hann er á öruggum stað, þar sem hann getur ekkert illt gert af sér framar. — Lögregluþjónn, náðu í vagninn, sagði eldri maðurinn, — segðu þeim að hringja á sjúkrabílinn. Ekki vegna þess að það hafi neina þýðingu. Og svo verðurðu víst líka að ná í kvenlögregluþjón til þess að ... — Joe er á öruggum stað núna, sagði Sara og lagði biblí- una varlega niður í skúffuna aftur. Lögregluþjónninn sagði í dyr- unum: — Joe Pullen var hengd- ur fyrir morð fyrir tíu árum síðan. Ég man að faðir minn sagði mér ... Hann stanzaði og roðnaði. Bar hendina upp að húfunni og fór. Hinn maðurinn sagði rólega. — Frú Pullen, það var Sidney Barker sem kom hingað í gær- kvöldi. En hún heyrði ekki til hans. Hún opnaði bakdyrnar og sagði: — Þokunni hefur létt. Mér hefur alltaf verið illa við þoku. Nú fer ég út og gef kjúkl- ingunum mínum. Verkstjórn Framh. af bls. 13. bræður, systur eða makar höfðu unnið þar. Þetta fólk hafið yfir- leitt jákváða afstöðu til leiðandi manna fyrirtækjanna. Sam- band þeirra við verkstjóra var betra en hinna, sem ekki töldu sig örugga. Hinir óöruggu voru óánægð- ir með allt kerfið á vinnu- staðnum, þeir höfðu gert tillög- ur til úrbóta engu síður en þeir öruggu. Þeir óöruggu vildu heldur vinna í hóp en hinir ör- uggu, sem ekki höfðu neitt á móti því að vinna einir. Allir voru meðlimir í verka- lýðsfélögum, en þeir óöruggu öllu virkari þar. Hinir óöruggu töldu, að þeir hefðu stundum verið látnir gjalda póitískra skoðana. Mat stjórnar fyrirtækjanna á vinnuhæfni hinna öruggu og ó- öruggu var þetta. Þeir lélegustu í tveimur lélegustu vinnuhóp- unum eru jöfnum höndum ör- uggir og óöruggir. í 3. vinnu- flokki neðan frá eru hinir óöruggu áberandi betri starfs- menn en þeir öruggu, en í bezta starfshópnum ber mest á þeim öruggu. Annar finnskur fræðimaður, Paavo Koli, tók sér fyrir hend- ur að rannsaka fordóma og at- vinnulífið. Koli kannaði afstöðu 397 verkamanna og skipti þeim síðan í 3 flokka eftir afstöðu þeirra til stjórna fyrirtækjanna en þau voru alls 16. Þessir 397 menn voru valdir úr 1905 manna hópi, þannig að sem sönnust mynd af heildarafstöð- unni kæmi fram. Verkamenn, sem voru haldn- ir neikvæðum fordómum gagn- vart yfirmönnum voru 45 pró- sent. Verkamenn með jákvæða for- dóma voru 11 prósent. Verkamenn án fordóma 41 prósent. Fordómar karla komu fram í sterkari orðum en fordómar kvenna. Afstöðu verkamanna til stjórnenda skiptir Koli í þrennt. 1) Andrúmsloft, sem ein- kennist af ótta. 2) Andrúmsloft, sem ein- kennist af ánægju. 3) Andrúmsloft, sem ein- kennist af jafnaðargeði og óttaleysi. Andrúmsloft, sem einkennd- ist af ótta var ríkjandi í 3 fyr- irtækjum. Verkamenn voru hræddir við ð missa vinnuna. Þeir álitu yfirmennina stranga, harða, illvíga og illa lynta. Þeir Framhald á bls. 42. Einangrunargler Framleitt einungis úi urvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. j KOKKIOJ/IIM H.F. Skúlagötu 57. — Sími 23200. IBLAIIIII DAGUR r er víðlesnasta blqið sem gefið er út u^án Reykjavíkur. BLAÐIÐ DAGUR, Akureyri. Askriftasími 116 7. DAGim

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.