Fálkinn


Fálkinn - 24.08.1964, Blaðsíða 8

Fálkinn - 24.08.1964, Blaðsíða 8
Antoine de Saint Exupéry ■ ■ MIÐRI EYÐfMORK I þessu blctði heíst stutt framhaldssaga, eða öllu heldur framhaldsfrásögn, eftir franska rithöfundinn og flugmanninn Antoine de Saint Exupéry. Antoine de Saint Exupéry fœddist árið 1900 og hann varð ekki langlífur, því hann lézt 44 ára. Hann lœrði ungur að fljúga og varð meðal þekktustu flugmanna heimsins á árunum milli heimsstyrjaldanna og tók þátt í ýmsum hœttulegum leiðöngrum á bernskuárum flugsins, og þessi frásögn fjallar einmitt um eina slíka för, er flugvél hans fórst í sandauðnum Norður-Afríku og hann og félagi hans voru nœr dauða en lífi er þeim var loks bjargað. Saint Exupéry varð einnig mjög þekktur af ritstörfum. Hann réði yfir fágœtri stíl- snilld, bœkur hans halda lesendunum hugföngum frá upphafi til enda. Að minnsta kosti ein bóka hans hefur komið út hérlendis, það var Litli prinsinn, sem kom út í smábókaflokki Menningar- sjóðs fyrir nokkru, en lét lítið yfir sér í bókaflóðinu fyrir jólin — of lítið. — Kafli sá, er við birtum hér, er úr bókinni Jörð mannanna, og er þýddur af Erlingi E. Halldórssyni. Hann fjallar, eins og fyrr segir, um flugslys í sandauðunum Norður-Afríku, en því miður eru engar myndir til frá þeim atburði, en við munum birta nokkrar myndir úr lífi þessa frœga flugkappa og rithöfundar með frásögn- inni, sem mun birtast í þremur blöðum. Antoine de Saint Exupéry lét lífið í síðari heimsstyrjöldinni, er hann barðist fyrir frelsi lands síns. Hann týndist í könnun- arflugi yfir Miðjarðarhafinu, 31. júlí 1944. Þegar mig bar að Miðjarðarhafi urðu fyrir mér lág ský. Ég flaug niður í tuttugu metra. Regnhryðjurnar bylja á fram- rúðunni og hafið virtist rjúka. Ég reyndi af öllum mætti að koma auga á eitthvað og forðast árekstur við siglutré. Vélamaðurinn minn, André Prévot, kveikir í sígarettu fyrir mig. — Kaffi .... Hann hverfur aftur í og kemur aftur með hitabrúsann. Ég fæ mér að drekka. Ég gef benzíninu selbita við og við til að halda tvö þúsund og eitt hundrað snúningum. Ég renni aug- um yfir mælaborðið: þegnar mínir eru hlýðnir, hver vísir er á sínum stað. Ég skotra augum niður á hafið sem rýkur úr, eins og stóru laugarkeri, undir rigningunni. Ef ég væri í flug- báti mundi mér þykja miður að það skuli vera svona úfið. En ég er í landflugvél. Ég get ekki setzt á það hvort sem það er úfið eða ekki. Og þetta veitir mér, án þess ég viti hvers vegna, fráleita öryggiskennd. Hafið er partur af heimi, sem er ekki minn Vélarbilun hérna varðar mig engu, ógnar mér ekki einu sinni: ég er ekki útbúinn fyrir hafið. Eftir hálfs annars tíma flug dregur úr rigningunni. Skýin liggja enn mjög lágt, en Ijósið brýzt þegar í gegnum þau eins og breitt bros. Ég dáist að þessari hægfara góðviðriskomu. Ég greini yfir höfði mér gisinn hnoðra af hvítri bómull. Ég beygi til að sneiða hjá skúrinni: það er ekki lengur nauðsyn- legt að fara um hana miðja. Og þarna kemur fyrsta glufan ... Ég vissi af henni án þess að sjá hana, því úti á haffletinum blasir við mér ílangur dregill með litfari vallendis, eins kon- ar lýsandi djúpgræn vin, áþekk byggökrunum í Suður-Mar- okkó, sem yljuðu mér um hjartastað á leiðinni frá Senegal, eftir þrjú þúsund kílómetra af sandi. Hér hvarflar líka að mér að ég sé að fara yfir byggilegt hérað, og það grípur mig kát- ína. Ég sný mér að Prévot: — Það er búið, það gengur vel! — Já, það gengur vel . . . Túnis. Meðan geymarnir eru fylltir skrifa ég upp á pappír- ana. En í sömu andrá og ég yfirgef skrifstofuna heyri ég „Búm!“, einhvern dynk. Eitt þessara dumbu hljóða, án end- uróms. Ég minnist þess í sömu andrá að hafa heyrt svipað hljóð: sprenging í bílskúr. Tveir menn fórust í þessu hása boffsi. Ég held út á veginn sem liggur með fram brautinni: dálítill rykmökkur stígur upp, tveir bílar á hraðri ferð hafa rekizt á, lagzt skyndilega í kyrrstöðu, eins og frystir. Menn hlaupa út að þeim, aðrir hlaupa til okkar: — Hringið . . Lækni . . . Höfuðið . . . Ég fæ sting í hjartað. Þarna, í lygnum bjarma kvöldsins, höfðu skapanornirnar gert vel heppnaða árás. Eyðilögð feg- urð, vitsmunir, eða líf . . Ræningjarnir hafa þannig verið á ferð í eyðimörkinni, og enginn heyrði fjaðurmagnað fótatak þeirra á sandinum. Það hafði orðið lítilsháttar hark í tjald- búðunum við áhlaupið. Síðan féll gullvæg þögnin aftur á. Sama þögnin og áður, sami friðurinn . . . Einhver rétt hjá mér talar um höfuðkúpubrot. Ég vil ekkert vita um þetta blóð- uga örorka enni, ég sný baki við veginum og fer út að flug- vélinni. En ég ber ugg í hjarta. Og.stuttu seinna barst hljóðið atarna aftur til eyrna mér. Þegar ég skrapaði svartan sand- flötinn með tvö hundruð og sjötíu kílómetra hraða á klukku- stund fékk ég aftur að heyra sama hása boffsið: þetta ,,hoh!‘‘ örlaganna, sem biðu okkar á stefnumótstaðnum, Áfram til Benghazi. 8 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.