Fálkinn


Fálkinn - 24.08.1964, Blaðsíða 29

Fálkinn - 24.08.1964, Blaðsíða 29
<£ © CoJ (£J “Ö CáJ © ”0 Walker jf-frfcu Vib aö' taö sé sprung ið á skriftorðsstélnum hans? Er- hann er á ^stál- hjólum,asninn oinnf Auðvitað Stígur minn, þaS var einmitt það sem ég ætlaði að fara að segja, sagði brytinn fleðulegur og hræðslulegur í senn, því að skipstjórinn gat verið harður í horn að taka. Gunnar vissi auðvitað að hann átti bágt með að dylja andúð sína á manninum. En hanp lét á engu bera. — Gott. Þú talar svo við mig, Stígur, þegar þið eruð búnir, svo að ég geti látið þig hafa einhverja peninga. Það var á móti öllum venjum að skip- stjórinn afgreiddi léttadreng- ina um peninga, en hann ætl- aði að gera það í þetta skipti, til þess að tryggja sér að bryt- irin héldi honum ekki lengur en nauðsynlegt væri. Þetta slryldu þeir báðir, Stígur og brytinn, og þeir tóku einnig eftir því að hann lagði sérstaka áherzlu á „þegar ÞIÐ eruð bún- ir“ Stígur var skipstjóranum innilega þakklátur. Hann vissi að Gunnar gat illa gripið alveg fram fyrir hendurnar á yfir- manni, sem var að refsa létta- dreng, en hann gat mildað refs- inguna, og það hafði hann gert svo að um munaði. Nú var það Stígur, sem hristNt af niður- bældum hlátri, og skipstjórinn varð að hraða sér út til þess að skella ekki upp úr. Stígur og brytinn litu hvor á annan, og sá fyrrnefndi sagði með svo miklum háðshreim að hinn var næstum búinn að fá slag af reiði: Ég er yður ákaflega þakk- látur fyrir hjálpsemina, herra bryti. — Haltu kjafti, drengskratti. Skömmu síðar stóðu þeir svo í eldhúsinu, og virtu fyrir sér fjallháa hlaða af diskum, föt- um, könnum, glösum og hnífa- pörum. Þeir voru fremur dauf- ir í dálkinn báðir tveir, en þó var Stíg það mikill huggun af hafa fjandmann sinn með sér. Brytinn var beinlínis að sálg- ast úr vonzku. Hann, sem átti landgönguleyfi, og var búinn að undirbúa nóttina af mikilli nákvæmni, og hagsýni. Honum varð hugsað til dökkhærðu snótarinnar, sem hann hafði hitt fyrr um daginn. Hann hafði látið hana hafa nokkrar vínflöskur, og sagt henni að búa herbergið sitt undir næt- urveizlu fyrir þau tvö. Brytinn var að visu digur mjög, og ekk- ert augnavndi. en hann hafði veifað nokkrum stórum seðl- um, og þá var allt í lagi. Starfsheiti ungfrúarinnar var Skyndikona. En hún var lagleg, og kroppurinn, mmmm, það fór hríslingur um hinn mun fyrirferðarmeiri „kropp“ brytans, og hann ropaði hátt. Svo hátt, að hann hrökk upp úr draumum sínum, og hon- um virtist diskahlaðinn mun stærri en áður. — Hvað ertu gamall strák- ur? Spurði hann Stíg. — 14 ára. — Þá er kominn tími til að þú farir að kynnast lífinu, uml- aði brytinn, — ætlarðu ekki að fá þér kvenmann þegar þú kemur í land? — Ha? Stígur roðnaði. — Oætli það ekki. — Jahá, haha, þar gæti ég kennt þér ýmislegt, haha. — Ég náði í eina í dag, og samdi við hana. — Ég fer að heim- sækja hana þegar ég er búinn með uppþvottinn. — Hún er aldeilis kroppur sú maður, ha- ha — og það lá við að brytinn slefaði af græðgi. Stígur leit á hann með and- úð. Hann vissi ósköp vel, að það var ekki félagslyndi, sem kom brvtanum til þess að tala við hann, heldur var hann að- eins að hita sig upp í að segja klámsögur. Hann gat því eKki stillt sig um að kæla örlítið í honum blóðið. — Já, sagði hann hugsandi, klukkan er um 11, svo að við ættum að vera búnir um 3 leyt- ið. Brytinn hrökk við. — Ha, nei, það gengur ekki tautaði hann. — Hún bíður aldrei svo lengi. Hann stóð ráðavilltur um stund, en tók svo allt í einu viðbragð. — Heyrðu, sagði hann fleðu- lega við Stíg, ætli það sé ekki bara bezt að þú farir í land. Ég skal klára þetta einn. — Það er engin ástæða til þe. j að eyði- leggja landgönguleyfið fyrir okkur báðum? — Já, ég verð ekki svo mik- ið lengur þó að ég sé einn, og það er meiri nýbreytni fyrir þig að koma í land. Brytin var hinn elskulegasti. Hér býr eitthvað undir, og varla gott, hugsaði Stígur. En hann lét ekki á neinu bera, heldur kvaddi brytann með virtum, og þaut út. Skipstjór- inn varð undrandi yfir að sjá hann svona fljótt, en enn þá meira undrandi þegar Stígur Framh á bls. 31. 29 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.