Fálkinn


Fálkinn - 24.08.1964, Blaðsíða 21

Fálkinn - 24.08.1964, Blaðsíða 21
Svo hjálpa systurnar við síðustu ráðstafanirnar: Að hnýta sloppinn og svuntuna á skurðlækninn. Sjúklingurinn hefur verið svæfð- ur og systir Eulalía, príórinnan, gengur frá leiðslu, sem flytur saltvatn í æð. Ef skyndilega verður mikill blóðmissir er hægt að notast við saltvatnið, þar til búið er að ganga frá blóð- gjafartækjunum. Hreinlæti og sótthreinsun eru fyrstu og síðustu boðorðin á hverri skurðstofu. Ekki veit ég, hve lengi Jónas sat við vaskinn og þvoði sér, en hafi hann ekki verið orðinn hreinn, um það er lauk, veit ég ekki hvernig á að fara að saman á spítalanum Jónas og Richard Thors, sem einnig nýtur mjög mikils álits fyrir leikni sína sem skurðlæknir. — Þegar Richard aðstoðar mig við upp- skurði, segir hann við mig, að ég hafi heims- ins bezta aðstoðarlækni, segir Jónas og bros- ir. — Öll samvinna okkar er með ágætum, en hann er í fríi núna og í dag verður Jósef Ólafsson mér til aðstoðar. Hann er ungur hafnfirzkur lyflæknir, prýðilegur samstarfs- maður. Við göngum upp á aðra hæð spítalans, þar Klukkan er hálf átta að morgni. Jónas heldur af stað í vinnuna frá húsi sínu á Kirkjuvegi 4. f Við erum staddir utan við húsið að Kirkjuvegi 4 í Hafnarfirði. Klukkan er tæplega hálf átta að morgni ónefnds sumardags. Við bíðum þess að útidyrnar opnist og húsbóndinn gangi niður tröpp- urnar, eins og hann gerir klukkan hálf átta að morgni hvers virks dags árið um kring, nema þegar hann tekur sér sumar- leyfi. Og við þurfum ekki lengi að bíða .... Klukkan nákvæmlega hálf átta opnuðust útidyrnar og út kom hávaxinn maður, með svart hár, þrekvaxinn, án þess að vera feitur. Hann staðnæmist ögn á efstu tröppunni, gáir til veðurs, gengur síðan niður tröppurnar, út Kirkjuveginn, niður á Strand- götuna, suður hana, síðan upp á Suðurgötuna og gengur hana þar til hann kemur að Sánkti Jósefsspítalanum. Þar gengur hann inn. Starfsdagurinn er hafinn. Það er engan asa að sjá á honum alla jafna, þegar hann geng- ur þessa leið. Hann virðist alveg rólegur, eins og bókavörður, sem er á leiðinni til starfs síns innan um rykfallnar bækur. Þá, sem vita ekki, að þar fer einn kunnasti og leiknasti kvenlæknir landsins, getur tæplega rennt grun í, að innan skamms hefji þessi maður baráttu upp á líf og dauða — misjafnlega tvísýna að vísu — með skurðhnífinn að vopni og síðan taki við erfiður starfs- dagur á lækningastofu og spítala, hvíldarlaust fram yfir venju- legan kvöldverðartíma, Við fylgjumst þennan spöl með Jónasi Bjarnasyni lækni, því við vissum, að þegar starfið sjálft tæki við, yrði ekki mikill tími til spjalls. Þeir dagar munu fáir, sem Jónas þarf ekki að skera upp að morgni og suma dagana tvo fremur en einn. Þeir starfa

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.