Fálkinn


Fálkinn - 24.08.1964, Blaðsíða 35

Fálkinn - 24.08.1964, Blaðsíða 35
RÉTTIR ÚR NÝJUM KARTÖFLUM Nýjar kartöflur eru að flestra dómi hið mesta hnoss- gæti, en hægt er að gera þær enn ljúffengari með ýmsu kryddi og útbúa úr þeim ýmsa lystilega rétti. Sunnudagskartöflur. 1 kg nýjar kartöflur 3 msk. smjör 2 dl rjómi Salt, pipar Dillgreinar eða Þurrkaður dill. v • •* Burstið og skafið jafnar kartöflurnar vel. Setjið smjör- ið í pott og sjóðið kartöflurnar þar í við vægan hita (nál. 12 mínútur). Bætið meira smjöri í, ef kartöflurnar vilja festast við. Settar í heitt kartöflufat. Hitið saman smjör- ið og rjómann, hellt yfir kartöflurnar. Dálitlu af s'alti og pipar stráð yfir. Dill stungið inn á milli (ef til er). Danskt kartöflusalat, heitt. ' 1% 1 soðnar, niðursneiddar kartöflur 4 msk. matarolía 3 dl vatn 1 súputeningur 4 msk. edik 1 tsk. salt Va tsk. pipar 2 tsk. rifinn laukur 3 msk. söxuð steinselja Laukhringir Leggið heitar kartöflusneiðar í skál, jafnið matarolí- unni yfir. Hitið vatnið, setjið súputeninginn, lauk, edik, salt og pipar saman við. Soðið þar til teningurinn er bráðinn. Hellið heitri sósunni yfir. Skreytt með steinselju og laukhringum. Kartöflur með sítrónubragði. 12 stórar, soðnar kartöflur Sósan: 2 msk. smjör 2 msk. dill (þurrkaður) Safi úr sítrónu 2 dl vatn 1 súputeningur 1 eggjarauða Salt, pipar Steinselja. Smjörið brætt í potti, dillf sítrónusafa og vatni bland- að saman við. Súputeningur settur út í, soðið við vægan hita. Kryddað; Eggjarauðan þeytt með dálitlum sítrónu- safa, heitri sósunni hellt saman við (varlega). Kartöfl- unum blandað saman við, látið hitna vel. Kryddað. Sax- aðri steinselju stráð yfir. KMTELETTUR ÍPOTTI 8 kótilettur, magrar 650 g kartöflur 1 gramm pipar 1 laukur 2 dl vatn V2 dl rjómi 75 g smjörlíki Salt, pipar Paprika. Kartöflurnar flysjaðar og skornar í sneiðar. — Berjið kotiletturnar lítillega, veltið þeim upp úr dálitlu af hveiti, sem í er blandað salti og pipar. Brúnið á pönnu augnablik. Pannan soðin út með vatninu. —Skerið græna piparinn í ræmur, athug- ið að hreinsa vel innan úr honum. — Lauk- urinn saxaður gróft. Framhald á bls. 38. FALK.INN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.