Fálkinn


Fálkinn - 28.12.1964, Blaðsíða 13

Fálkinn - 28.12.1964, Blaðsíða 13
worthy svo til rifja eymd fjöl- skyldunnar, að hann fékk kon- unni nokkra peninga, sem hann var með á sér, og bauð henni að kaupa fatnað til að skýla nekt barnanna. Brast vesalings konan þá í grát, þakkaði herra Allworthy rausn hans og hjálp- semi fögrum orðu-m um leið og hún lýsti yfir því, að það væri Tom Jones eingöngu að þakka að börnin og hún væru ekki dáin úr hungri. Kom þá á dag- inn, að Tom hafði ekki aðeins selt folann og biblíuna þeirra vegna heldur og vandaðan fatn- að, er honum hafði verið gef- inn, og ýmislegt annað smá- vegis. Á heimleiðinni beitti Tom Jones allri sinni mælsku, er hann ræddi eymd fjölskyldunn- ar við herra Allworthy og vann loks það á, að herra Allworthy lýsti yfir því, að vissulega hefði sá aumi skálkur, Svarti-Georg, þolað nógu harða refsingu fyr- ir afbrot sitt; kvaðst því mundu taka hann í sátt og sjá svo um, að hann gæti séð fyrir fjöl- skyldu sinni. Blifil ungi var að vísu ekki eins vorkunnsamur og fóst- bróðir hans; aftur á móti var hann gæddur mun ríkari rétt- lætiskennd. Svo vildi til, að hann hafði komizt að raun um, að Svarti- Georg verðskuldaði síður en svo þá náð og miskunnsemi, sem herra Allworthy ákvað að auðsýna honum fyrir fortölur Thomasar. Hann hafði sem sé heyrt að enn hefði hann brotið af sér við fyrrnefndan landeig- anda og drepið fyrir honum héra, og hafði þá í fleirtölu, þó að aldrei væri um nema eina héraskepnu að ræða, er hann sagði herra Allworthy frá þessu svo að Tom heyrði ekki til. Gerði hann það að sjálfsögðu í þeim göfuga tilgangi, að koma í veg fyrir að herra Allworthy gerðist óafvitandi sekur um að verðlauna Svarta-Georg fyrir síendurtekna glæpi hans, og í sama tilgangi fullyrti hann, að landeigandinn væri staðráðinn í að sækja þann auma skálk til sakar, enda þótt Blifil ungi vissi, að landeigandanum kom það ekki til hugar, þar eð hann vissi vel eymd veiðivarðarins fyrrverandi og fjölskyldu hans. Til vonar og vara fékk hann herra Allworthy til að heita sér því, að ekki skyldi hann segja þetta neinum, og var þar með fyrir það girt að óðalsherr- ann kæmist að því sanna í mál- inu. Því hafa margir trúað, að réttlætið hefði alltaf sinn fram- gang, fyrr eða síðar og á ein- hvern hátt, og sannaðist það hér, því að morguninn eftir átti herra Allworthy tal við Tom Jones, kvaðst nú vita nýj- ar sakir á Svarta-Georg, og fyr- irbauð Tom að nefna þann auma og forherta skálk á nafn í sín eyru framar. Kvaðst hann þó mundi sjá til með fjölskyld- unni, að hún þyrfti ekki að líða neyð, en skálkinum sjálf- um vildi hann enga miskunn sýna. Að sjálfsögðu gat Tom ekki rennt neinn grun í hvað valdið hafði þessum skyndilegu sinna- skiptum fóstra síns, því að honum datt sízt í hug, að Blifil ungi hefði þar að unnið. En þar sem hann gerðist nú lang- þreyttur á að biðja skjólstæð- ingi sínum, þeim auma skálki, náðar og miskunnar, ákvað hann að reyna aðrar leiðir í því skyni að sjá borgið honum og fjöiskyldu hans. Svo var mál með vexti, að góð vinátta hafði tekizt með Tom og landeigandanum, herra Western. Western þessi var i- þróttamaður mikill og dáði mjög fimi og karlmennsku. Hafði Tom Jones meðal annars unnið hylli hans með því að stökkva yfir fimmfalda girð- ingu, að því er virtist fyrirhafn- arlítið, og lét herra Western þá svo um mælt, að sér mundi verða það leikur einn að þjálfa piltinn og kenna honum, svo að hann bæri af öllum sakir fræknleika. Eftir það var Tom Jones aufúsugestur á heimili hans. Tók Western landeigandi hann oft með sér á veiðar og útreiðar, og hafði slíkt dálæti á honum, sem væri hann hans eiginn sonur'. Þéssár áðstæður ákvað Tom Jones nú að not- færa sér — til hagsbóta fyrir skjólstæðing sinn, þann auma skálk. í sama tilgangi ávann Tom Jones sér einnig hylli hinnar fríðu dóttur landeigandans, en hún var þá seytján ára og auga steinn föður síns. NÍUNDI KAFLI. Sagt frd Soffíu Westem. Kannski hafið þér, lesandi góður, séð hina frægu högg- mynd, Venus frá Medici? Það forna meistaraverk hefur löng- um verið talið ímynd kvenlegr- ar fegurðar, en þó að þér hafið séð það, getið þér samt sem áð- ur ekki gert yður viðhlítandi grein fyrir fegurð Soffíu West- ern, hinni seytján ára dóttur landeigandans. Þar með er þó ekki gefið í skyn, að svo mjög hafi hún borið af gyðjunni að fegurð, enda væri slíkt fráleitt, heldur hitt, að fegurð ungu stúlkunnar var annars eðlis, ef þannig mætti að orði komasl. Soffía, sem var einkadóttir landeigandans, var ívið hærri en meðalkvenmaður, og ekki einungis íturvaxin heldur og gædd sérstökum yndisþokka. Framhald á bls. 24.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.