Fálkinn


Fálkinn - 28.12.1964, Blaðsíða 38

Fálkinn - 28.12.1964, Blaðsíða 38
l)M HIKSTA ferðirnar, sem fundið hefur verið upp á við honum, skipta hundruðum. Sennilega hafði dr. Charles Mayor lög að mæla, þegar honum fórust þannig orð 1 riti fyrir mörgum árum — að ekki fyrirfinnist jafnmörg vita- gagnslaus ráð við nokkrum sjúkleika. Samkvæmt alfræðiorðabókar- skilgreiningu er hikstinn „krampakennd innöndunar- hreyfing, sem stafar af snögg- um samdrætti þindarinnar og síðan raddbandaraufarinnar, en sjálft hikstahljóðið myndast þegar loftsogið skellur á lok- uðum raddböndunum." Til enn frekari skýringar má bæta því við að erting ein- hvers konar eða bólga, sem truflar starfsemi freniscusar- taugarinnar, er liggur frá mænukólfinum niður bakið, er hin eiginlega orsök hikstans. Taug þessi stjórnar eða afmark- ar starfsemi þindarinnar, en þindin ræður svo fyrir þenzlu og samdrætti lungnanna í sam- ræmi við sínar eigin hreyfing- ar. Boðhrifin, sem viðhalda þessum háttbundnu hreyfing- um, berast frá heilanum um freniscustaugina. Fari allt með felldu, berast boðhrif þessi reglubundið og með jöfnu millibili; það slakar á þindinni þegar maður andar að sér, en stríkkar, þegar and- að er frá sér. Þetta gerist yfir- leitt svo rólega og átakalaust, að maður veitir því ekki at- hygli. En verði þindin fyrir ein- hverri truflun, dregzt hún óðar saman. Og allt, sem veldur ertingu eða truflunum í þeim hluta heilans, þar sem miðstöð andar- dráttarins hefur aðsetur sitt, getur og valdið truflunum á starfsemi þindarinnar. Til önd- unarmiðstöðvarinnar berast boð eða áhrif hvarvetna úr líkamanum, og þá einnig ef þar er einhvers staðar um þjáning- ar eða sjúkleika að ræða. Læknirinn, sem leitað er til vegna stöðugra hikstakasta, verður því að reyna að gera sér grein fyrir hvort orsak- anna muni að leita í sjálfri þindinni eða einhvers staðar á því svæði sem freniscustaugin liggur um, í bakinu, mænu- göngunum, neðst í heilanum (medulla oblongata) — eða kannski á allt öðrum stöðum í. líkamanum, sem standa í taugasambandi við þann hluta heilans. Það er því beinlínis leyni- lögreglustarf að leita uppi or- sakir hikstans, og því sízt að undra þó að jafnvel færustu læknar standi á stundum ráð- þrota gagnvart þeim leiða kvilla. Hikstaköst geta verið af- leiðing inflúenzu, svefnsýki, nýrnaveiki, botnlangabólgu og ýmissa annarra sjúkdóma eða þjáninga. Oft koma slík hiksta- köst eftir uppskurði. Þá er tal- ið að hikstinn geti verið eins konar farsótt og sé smitandi. Stefnumót og hikstaköst. Viss afbrigði hikstans geta átt rætur sínar að rekja til geðshræringa eða annarra sál- rænna orsaka. Slík köst standa yfirleitt stuttan tíma, en þess eru þó dæmi að þau hafi var- að mánuðum saman. Ung stúlka, sem oft átti í sennu við föður sinn, fékk ofsa- legt hikstakast, eftir óvenju- lega harða sennu, þegar faðir inn fyrirbauð henni að „fara á stefnumót við strák“. Þegar kastið rénaði ekki, reyndu for- eldrarnir ýms kunn ráð til að ráða bót á hiksta dótturinnar; voru sum þeirra beinlínis hættuleg en áttu það öll sam- merkt, að þau komu ekki að neinu gagni. Loks varð að flytja stúlkuna í sjúkrahús. Fyrst í stað hugðu læknarnir að um einhverjar likamlegar orsakir væri að ræða, og höguðu lækningatil- raunum sínum samkvæmt því, en árangurslaust. Loks þóttist einn af læknunum viss um, að orsakirnar hlytu að vera ann- ars eðlis. Hann svæfði stúlkuna létturii dásvefni og innrætti henni hlýðni og undirgefni við foreldrana og þá hvarf henni allur hiksti. 3B Til er það, að frásagnir af hikstaköstum hljóti varðveizlu í annálum læknavísindanna — kona nokkur hikstaði samfieytt í 47 sólarhringa; önnur hikst- aði í full þrjú ár, áður en lækn- ing tókzt. Þá er ekki ósjaldgæft að hikstaköst reynist svo afdrifa- rík, að þeirra sé getið í blaða- fréttum. Frank E. Owens. borg- arstjóri í Galena í Illenois, lézt sjötugur að aldri, eftir að hann hafði hikstað án afláts í allt að þrjár vikur. J. McCormick Beeten lézt í Spring sjúkra- húsinu eftir ákafan hiksta í hálfan fimmta sólarhring. Edward O’Conner, lögreglu- þjónn í Butte í Montana, hló dátt að einhverri fyndni starfs- bróður síns, en þeim hlátri lauk í áköfum hiksta, sem stóð samfleytt i sex mánuði, áður en kastið varð lögregluþjónin- um að bana. Alkunnugt er það dæmi, að William C. Wells frá Dayton lézt úr hikstakasti, sem varað hafði næstum því árið. Eitthvert raunhæfasta ráðið, sem ég veit við hiksta, er að vísu skottulækning en á sér þó stoð í vísindunum. Það er í því fólgið að draga pappírs- poka yfir höfuð sér og anda að aftur kolsýringnum, sem mað- ur andar frá sér. Þetta veldur því, að slaknar á vöðvum og taugum þegar blóðinu bætist ekki nægilegt súrefni. Þetta ráð getur þó verið hættulegt nema í umsjá lækna. Súrefnis- skorturinn getur hæglega or- sakað yfirlið. Öruggast er að læknirinn sjái um framkvæmd ráðsins með því að setja þar til gerða grímu á sjúklinginn, þannig að hann geti blandað örlitlu af súrefni í kolsýring- inn. Þá koma nokkur allkynleg skottulæknaráð: Leggið ísmola við eyrun. Hvolfið kaffibolla, horfið stöðugt á botn hans og óskið þess að hikstinn líði hjá. Fáið einhvern til að láta yður hrökkva við. Fáið einhvern til að hoppa á kvið yðar. Drekkið vatn af þeim barmi glassins sem frá yður snýr og snúið yður um leið sem snarlegast í hring. Eða þér drekkið af tveim glösum samfímis. Legg- ið kalda mynt við hnakka- grófina. Strjúkið hörundið með heitu járni. Klípið eyrnasnepil- inn í fimm mínútur og snúið yður án afláts í hring. Og loks er ráð, sem einhvern- tíma'birtist í dagblaði í Boston: Haldið niðri í yður andanum og teljið upp að 100 — ef það gagnar ekki, þá teljið upp að 1000..; FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.