Fálkinn


Fálkinn - 28.12.1964, Blaðsíða 10

Fálkinn - 28.12.1964, Blaðsíða 10
HVAD SKEÐUR ARIÐ 1965 SKÁLDASPÁ Einhver heiur komizt þannig að orSi, a3 skáldin vœru spámenn og sjáendur sinnar tíðar. Kannski er það eklá fjarri sanni; það eru til aðrir spámenn en stjömuspámenn — t. d. þriggjastjömuspámenn, og hvar œtti þeirra að vera fremur að leita en í hópi skáldanna. Og þar eð vér viljum einskis láta ófreistað að gera spá þessa sem áreiðanlegasta, höfum vér leitað til helztu fulltrúa eldri og yngri fulltrúa skáldlista vora og beðið þá að segja álit sitt á þessum ára- mótum og hinu nýja árí. Fyrir valinu urðu miðaldra bóndi að norðan, kunnur hagyrðingur í sinni sveit; atómskáld á Mokkakaffi, sem virtist þó ekld sjáandi, þegar vér sáum hann; skáld á heimsmœli- kvarða og loks kvenskáld á heimamœlikvarða. Fara svör þeirra hér á eftir: Norðanskáldið: Árarokkinn kerling knýr, kasta mæði hlýtur; færir hnokka, hjóli snýr; hnökra af þræði bítur. Atómskáldið: Flugeldar... timinn plokkar glóandi glyrnur andartaksins úr hauskúpu hins liðna grýtir þeim upp í gapmyrkt gímald hins ókomna cg glæringarnar hrjóta undan bryðjandi gerviforlagajöxlunum... Skáldið á heimsmœli- kvarða: Ha, árið . . . ha, sko ... hverju á maður að svara? Að það verði þurrt eða vott ár? Sko. . árin, þau eru jú ýmist að koma eða fara, og allt eru þetta ... ha .. flott ár. Jú, það mætti segja mér .. svona með fyrirvara, að sennilega yrði það gott ár ... Ha ... kannski bara ágætt... jú, — ætli það ekki bara? Kvenskáld á heimamœli- kvarða: Er nýtt ár komið? Ennþá einu sinni? Almáttugur hvernig tíminn líður ... Nýtt ár... sem ungur gumi, glæstur, fríður með glóbjart hár .. í næstu sögu minni hann verður prins í draumi dalameyja, á dansleikjum þær fullar um það slást að fá að aka í jeppa hans úr hlaði... Þér vitið jú, að kræf er konuást. Svo kemur framhaldið í næsta blaði. 10 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.