Fálkinn


Fálkinn - 28.12.1964, Blaðsíða 26

Fálkinn - 28.12.1964, Blaðsíða 26
TRELLEBORG ÞEGAR UM HJÓLBARÐA ER AÐ RÆÐA TRELLEBORG SNJÓHJÓLBARÐAR OG HJÓLBARÐAR ÝMSAR GERIIIR Söluumboð: HRAUNHOLT VIÐ MIKLATORG GUNIMAR ÁSGEIRSSOM H.F. þess auma skálks, sem nóg væri búinn að líða. Soffía jafnaði sig samstundis eftir fátið, sem á hana hafdi komið, brosti og mælti af hinni mestu blíðu: „Er þessi mikil- væga bón, sem þú hefur svo hátíðlegan formála að, þá ekki mikilvægari ea þetta? Hana skal ég gera, og það af heilum huga, því að mér hefur mjög runnið til rifja eymd þessara vesalinga, og það er ekki lengra síðan en í gær, að ég sendi kón- unni eitthvað smávegis.“ Þegar hún tók þessari beiðHi hans svona vel, gerðist harih enn djarfari, og fór þess á léi't við hana, að hún fengi föðúr sinn til að taka þann aurriá skálk í þjónustu sína. Það kvaðst stúlkan skyldu athuga, og mælti svo enn: „En nú langar mig til áð biðja þig að gera bón mína.“ 1 „Það skal mér ljúft, fagrá' yngismær, og gildir einu hver hún er, því að ég mundi fegirirt fórna lífi mínu, ef þörf krefðií1* Hann greip um hönd henrii, bar hana að vörum sér og þrýstl á hana heitum kossum, og vár það í fyrsta skiptið, að karl- mannsvarir snertu hörund hennar. Þaut blóðið við það fram í vanga henni svo ákaft, að þeir urðu rauðir sem skarlat, og breiddist roðinn út upp ajð hársrótum og svo langt ofan hálsinn, sem til sást. Það leið nokkur stund, áðiiT en stúlkan mátti mæla, svo milt- ið varð henni um þetta, en þeg- ar hún loks gat stunið upp orð- unum, var það bæn hennar, að Tom Jones reyndi að sjá svb um, að faðir hennar færi sér ekki eins gapalega á hestbaki og honum hætti við, þar eð hún óttaðist að hann kynni að verða þannig fyrir alvarlegu slysi. Kvaðst hún alltaf vera miðúr sín af ótta, þegar hún vissi hann á veiðum. Tom Jones . . . ur og ígrundunarlaus og raun bar vitni, mundi hann ekki hafa komizt hjá að veita því athygli og draga af því sínar ályktanir — og hefði faðir stúlkunnar ekki stöðugt verið með hugann _llan við hesta sína og veiði- hunda, hefði hann varla kom- izt hjá því heldur. En hvort- tveggja var, að hann átti yfir- leitt ekki tortryggni til og að honum kom ekkert slíkt til hugar, enda veitti hann þeim slík tækifæri til að vera ein- um saman, að engum elskend- um væri það öfundarlaust, og þessi tækifæri notaði Tom Jon- es undirhyggjulaust til að koma fram við hana af þeirri nær- færni og glaðværð, sem hon- um var í blóð borin, og er ekki ósennilegt að það hafi snortið hjarta stúlkunnar dýpra, en þó að hann hefði reynt markvíst að vinna hug hennar og hylli. Þannig stóðu þá málin kvöld nokkurt, þegar þau voru ein saman sem oftar og Tom vakti máls á því við hana, alvarleg- ur á svipinn og næstum hátíð- legur í róm, að hann hefði í hyggju að biðja hana ákaflega mikilvægrar bónar og væri það einlæg von sín, að hún yrði við henni af góðsemi sinni. Enda þótt framkoma eða svipur unga mannsins gæfi það ekki á neinn.hátt til kynna, að hann hygðist leita ásta stúlk- unnar, varð ekki annað séð en að henni kæmi það helzt til hug- ar, hvort það hefur verið kven- legt eðli hennar sem vakti grun þann, eða eitthvað annað, sem ég ætla mér ekki þá dul að skilgreina nánar ... víst er að minnsta kosti um það, að hún fölnaði við og tók að titra og skjálfa og mundi ekki hafa komið upp orði, ef hann hefði beðið svars hennar. En þessi ótti hennar — eða hvað það nú var — stóð ekki lengi, því að hann bar óðara fram bænina — að hún beitti til þess áhrifum sin- um, að faðir hennar bæri ekki fram neina ákæru á hendur Svarta-Georg, þar sem það kæmi harðast niðui á fjölskyldu Tom hét því; kvaðst stöðugt mundu hafa þetta í huga, þeg- ar þeir færu saman á veiðár; þakkaði henni síðan skemmti- lega samverustund og kváddi hana ástúðlega. Þegar Western landeigandi sat að drykkju á síðkvöldum, hvað hann alloftast gerði, var það hans bezta skemmtan að heyra dóttur sína leika 'á harpsikord, og þá einkum ensk þjóðlög, sem hún túlkaði a.f mikilli snilld, bæði í leik og söng. - Þegar svo bar undir, mátti hann ekki neita dóttur sinni um neitt, ef hún bað, svo hrærð- ur var hann. Þetta kvöld var Framhald á næstu síðu., 26 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.