Fálkinn


Fálkinn - 28.12.1964, Blaðsíða 14

Fálkinn - 28.12.1964, Blaðsíða 14
Fálkinn hefur snúið sér til níu þjóðkunnra manna og lagt fyrir þá alla sömu þrautina: að teikna á blað mynd af Jónasi í hvalnum. Enginn þessara manna hefur nokkru sinni verið orðaður við myndlist svo að okkur sé kunnugt og stóðu því allir jafnt að vígi. Enginn þeirra fékk umhugsunarfrest, öllum var gert að rissa upp myndina jafnskjótt og við birtumst með blað og penna. Aðeins einn þeirra skoraðist undan. En hér birtum við árangurinn af þessari skyndimyndlist nímenningana. Eins og sjá má hafa þeir allir brugðizt við hver á sinn hátt enda fékk enginn að sjá myndir hinna, verk þeirra allra eru algerlega sjálfstœð. Þegar þeir höfðu lokið myndum sínum fékk Kurt Zier, skólastjóri, þœr til handar- gagns. Úr myndunum las hann margt um skapgerð og viðhorf höfundanna og athugasemdirnar eru hér birtar með myndunum. Þess skal getið að Zier hafði enga hugmynd um hverjir hefðu teiknað myndirnar þegar hann fékk þœr í hendur. Hann fékk einungis að vita að þœr hefðu verið rissaðar upp í skyndi af þjóðkunnum mönnum, en nöfnum þeirra og stöðu var haldið leyndu. Og nú er það lesenda að dœma hversu nœrri Kurt Zier hefur farið um sálarlíf þessara manna og lífsskoðun. Og jafnframt viljum við þakka þessum níu heiðursmönnum fyrir ágœta samvinnu, eins og áður er getið féllust þeir allir fúslega á að leggjast undir skurðhnífinn hjá Kurt Zier og opinbera leyndardóma sálarinnar. l Jökull Jakobsson. Sagan af Jónasi hljóðar svo í Gamla testamentinu: Og orð Drottins kom til Jónasar Amittaísonar, svo- hljóðandi: Legg af stað og far til Níníve, hinnar miklu borgar, og prédika móti henni, því að vonzka þeirra er uppstigin fyrir auglit mitt. En Jónas lagði af stað í því skyni, að flýja til Tarsis, burt frá augliti Drottins, og fór hann niður til Jaffa; þar hitti hann skip er ætl- aði til Tarsis. Greiddi hann fargjald og steig á skip, í því skyni að fara með þeim til Tarsis, burt frá augliti Drottins. Þá varpaði Drottinn miklum stormi á sjóinn, og gjörði þá svo mikið ofviðri á hafinu, að við sjálft lá, að skipið mundi brotna. Skipverjar urðu hræddir og hét hver á sinn guð. Og þeir köstuðu reiða skipsins í sjóinn, til þess að létta á skipinu. En Jónas hafði gengið ofan í negsta rúm í skipinu, lá þar og svaf vært. Þá gekk stýrimaður til hans og sagði við hann: Hvað kem- ur til, að þú sefur? Statt upp og ákalla guð þinn. Vera má að sá guð minnist vor, svo að vér förumst eigi. Nú sögðu skipverjar hver við annan: Komið, vér skulum kasta hlutum, svo að vér fáum að vitar hverjum það er að kenna, að þessi ógæfa er yfir oss komin. Þeir köstuðu síðan hlutum, og kom upp hlutur Jónasar. Þá sögðu þeir við hann: Seg oss, hver er atvinna þín og hvaðan kemur þú? Hvert er föðurland þitt og hverrar þjóðar ertu? Hann sagði við þá: Ég er Hebrei og dýrka Drottin, Guð himinsins, þann er gjört hefir hafið og þurlendið. Þá urðu mennirnir mjög óttaslegnir og sögðu við hann: Hvað hefir þú gjört.! Mennirnir vissu sem sé, að hann var að flýja burt frá augliti Drottins, því að hann hafði sagt þeim frá því. Því næst sögðu þeir við hann: Hvað eigum við að gjöra við þig, til þess að hafið kyrrist fyrir oss? því að sjórinn æstist æ meir og meir. Þá sagði hann við þá: Takið mig og kastið mér í sjó- inn, mun þá hafið kyrt verða fyrir yður; því að ég veit, að fyrir mína skuld er þessi mikli stormur yfir yður kominn. Þá lögðust skipverjar á árar og reyndu að komast aftur til lands, en gátu það ekki því að sjórinn æstist æ meir og meir. Þá kölluðu þeir til Drottins og sögðu: Æ, Drottinn! lát oss eigi farast þótt vér glötum lifi þessa manns, og lát oss ekki gjalda þess, svo sem vér hefðum fyrirkomið saklausum manni; þvi að þú, Drott- inn, hefir gjört það, sem þér þóknaðist. Þeir tóku nú Jónas og köstuðu honum í sjóinn; varð hafið þá kyrt 14 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.