Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1965, Síða 8

Fálkinn - 11.01.1965, Síða 8
Dagurinn hennar byrjar á hvimleiðu hljóði — það er vekj- araklukkan, sem hringir. Dagurinn hennar byrjar á hljóði. sem flestum mun þykja heldur hvimleitt — vekjaraklukkan hringir. Og það fyrir klukkan sex á dimmum og köldum vetrarmorgni. Freist- andi væri nú að liggja aðeins lengur í bólinu, bara fáeinar mínútur. En það er ekki óhætt. Fáeinar mínútur eiga til að verða að mörgum mínútum, og margar mínútur eru fljót- ar að verða að klukkustund. Hún teygir úr sér og geispar og bröltir svo fram úr rúm- inu hálfsofandi. Það skiptir ekki máli, hvort hún lagðist til hvíldar um níuleytið í gærkvöldi eða var að skemmta sér langt fram á nótt; farþegarnir mega ekki sjá hana öðruvísi en glaðvakandi og fagurlega snyrta með elskulegt bros á vörum. Nei, auðvitað var hún ekki að skemmta sér langt fram á nótt. Hún er skyldurækin stúlka og gerir sér Ijóst, að flugfreyjan verður ávallt að vera vel fyrirkölluð. Hún snyrtir andlit sitt og greiðir sér með hröðum hand- tökum. Flugfreyjur mæta ekki á vinnustað með rúllur i hárinu og ásjónuna ómálaða. Fullkomið hreinlæti og snyrti- mennska er ekki síður mikilvægt en alúðleg framkoma. Einkennisbúningurinn hangir á herðatré burstaður og blettlaus: dökkblá dragt með aðskornum jakka og þröngu Hún snyrtir andlit sitt og greiðir sér með hröðum handtökum. Ferð til Glasgow og Kaup- mannahalnar mei Svölu Guðmundsdóttur flugfreyju hjá Flugfélagi íslands. pilsi. Blússan er drifhvít eins og hanzkarnir. Farangurinn er til- búinn í ferðatöskunni. Flugfreyjur læra fljótt að pakka haganlega niður, taka ekki of mikið með sér, velja létta hluti, óbrothætta. Hún setur litla, dökkbláa bátinn á höfuðið, fer í frakkann, hring- ir á leígubíl. Klukkan sjö þarf hún að vera komin út á flugvöll. Það leikur enn viss ævintýraljómi um líf flugfreyjunnar í augum ungra stúlkna, enda þótt ferðalög til útlanda séu ekki lengur jafnfágætt fyrirbæri og á byrjunarárum íslenzku flug- félaganna. Þá þráðu allar stúlkur að verða flugfreyjur, skoða sig um í heiminum og verzla í helztu stórborgum vestan hafs og austan. Nú þykir mest spennandi að verða módel, svífa um glæsta sali í skrautlegum tízkufatnaði eða sjá fallegar myndir af sér birtast í blöðum og tímaritum. Ofarlega á vinsældalistanum er þó starf flugfreyjunnar ennþá. Það er ekkert letilíf, en ljósmynda- fyrirsætur og tízkusýningadömur dansa heldur ekki á rósum allan sinn feril. Svala Guðmundsdóttir er flugfreyja hjá FLUGFÉLAGI ÍS- LANDS, og einn af dögunum hennar hefur orðið fyrir valinu sem sýnishorn af starfsdegi flugfreyjunnar. Hún er mætt úti á velli klukkan sjö um morgun, lagleg og broshýr stúlka, látlaus í fram- komu og hæversk, góð auglýsing fyrir félagið. Ferðinní er heitið Myttdir: SVEINN SÆMUNDSSON Texti: STEINUNN S. BRIEM

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.