Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1965, Qupperneq 9

Fálkinn - 11.01.1965, Qupperneq 9
til Glasgow og Kaupmannahafnar, veðrið er indælt og litadýrðin undursamleg eins og alltaf þegar ísland er í spariskapinu sínu. En Svala hefur engan tíma til að falla í stafi yfir bláum, græn- um og bleikum skýjum. Hún þarf að ganga úr skugga um, að allt sé til reiðu, og að ekkert hafi gleymzt. Hún hringir á af- greiðsluna til að spyrja, hversu margir farþegar verði með í þetta sinn, síðan í eldhúsið til að vita, hvort matarbirgðirnar séu nægilegar, þá sækir hún bunka af dagblöðum, og loks fer hún út í vélina hálftíma til þrem kortérum áður en lagt er af stað. Þær eru þrjár flugfreyjurnar í þessari ferð: Svala, Unnur Elfa Gunnarsdóttir og Sigríður Jónsdóttir. Þær athuga vandlega, hvort allir hlutir eru á sínum stað: matur og drykkur, teppi og koddar, lyfjakassi, skjöl og pappírar, tollfrjáls söluvarningur o. s. frv. Brátt taka farþegarnir að streyma inn í vélina. Svala stendur í dyrunum og býður þá velkomna með bros á vörum, hjálpar þeim í sætin, gætir þess, að allir spenni á sig sætisólarnar. Meðan verið er að hita vélina, grípur hún hljóðnemann og ávarpar far- þegana með nokkrum vinsamlegum orðum, fyrst á íslenzku, síðan ensku og loks á dönsku, en hinar flugfreyjurnar ganga um og útbýta blöðum og brjóstsykri, sem þykir góður til varnar því, að óvant ferðafólk fái hellu fyrir eyrun við flugtak og lend- ingar. Þegar vélin brunar af stað eftir flugbrautinni, spenna flugfreyj- urnar sig einnig í sæti; það er nauðsynleg öryggisráðstöfun, þó vél- arnar taki yfirleitt engar dýfur. Eftir flugtak mega þær smeygja sér úr jökkunum og fara í þægilega inniskó, þær binda á sig svuntur og hefja störf í agnarlitla eldhúsinu. Matarbakkarnir eru tilbúnir í sérstökum skáp, morgunverðurinn er kaldur, svo að ekki þarf að stinga neinu í ofninn, en kaffið verður að vera sjóð- andi heitt. Sem betur fer hreyfist vélin lítið í loftinu, og ekk- ert dembist. Þær eru líka leiknar að meðhöndla bakkana þannig að ekki skoppi neitt til á þeim, jafnvel þótt gólfið taki skyndilega að hallast og hoppa svolítið upp og niður. Þá má ekki gleyma að færa flugmönnunum matinn þeirra. Ekki veltur svo lítið á heilbrigði áhafnarinnar. Það kemur aldrei fyr- ir, að allir flugmennirnir fái sams konar rétti, því að ef eitthvað kynni að vera að matnum, veikist þó ekki nema helmingurinn, svo að nóg verður samt eftir af starfhæfu fólki. Að vísu er afar ólíklegt, að slíkt hendi, en það er ekki útilokað, og aldrei verður of varlega farið. Svala gengur um vélina og lítur yfir farþegahópinn. Hún hefur unun af starfi sínu, þó að það taki stundum á taugarnar og sé mikill sprettur, meðan á ferðum stendur. En henni finnst gaman að kynnast nýju fólki og sjá nýja staði, og flugið hefur lengi heillað hug hennar. Hún var aðeins seytján ára, þegar hún byrjaði að vinna hjá Flugfélagi ís- lands og afgreiddi í kaffi- stofunni á vellinum. Eftir það var hún um tíu mán- aða skeið á lýðháskóla í Svíþjóð, en þegar hún kom aftur heim, fór hún rakleitt til Flugfélagsins og fékk þá atvinnu sem símastúlka og síðar gjald- keri á skrifstofunni. Nátt- úrlega dreymdi hana um að gerast flugfreyja, en aldurslágmarkið er 20 ár, svo að hún varð að bíða þolinmóð, og það var strax bót í máli að vera í nánum tengslum við starfsemina. Flugfreyjur þurfa að kunna ensku aulc eins Norðurlanda- máls, og nokkru seinna hélt hún til Englands og var þar hálft ár. Ekki slitnuðu samt böndin við Flugfélagið, því að hún bjó á heimili Jóhanns Hún ávarpar farþegana áíslenzku, ensku og dönsku og býður þá vel- komna með vinsamlegum orðum. FALKINN 9

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.