Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1965, Page 19

Fálkinn - 11.01.1965, Page 19
Bctldvin Halldórsson er leikstjóri þessarar sýningar, en hann hefur glímt við mörg erfið leikrit og oft náð prýðilegum árangri. Ef miðað er við leikstjórn hans á leikritum Arthur Millers má búast við góðum árangri hjá honum í túlkun á Albee. Baldvin hefur m. a. verið leikstjóri í „Antigona“, „Dag- bók Önnu Frank“, „Horfðu reiður um öxl“, „í Skálholti", „Engill horfðu heim“. Hjá Grímu stjórnaði hann „Bieder- mann og brennuvargarnir" og hjá Leikfélagi Reykjavíkur „Beðið eftir Godot“. Baldvin hefur komið fram í um 80 hlutverkum. Jónas Kristjónsson cand. mag. hefur þýtt leikritið. Jónas hefur þýtt nokkur leikrit, fyrst „Sumri hallar“ eftir Tennessee Williams sem sýnt' var í Þjóðleikhúsinu 1953, þá „Krítarhringinn“ Kirsuberjagarð- inn“, „Táningaástir“ og Kraftaverkið“ sem sýnt var á þessu hausti í Þjóðleikhúsinu. Um þessar mundir vinnur Jónas að þýðingu á hinu nýja leikriti Arthurs Miller „Eftir syndafallið". Jónas er starfsmaður Handritastofnunar íslands. Þorgrímur Einarsson gerir leiktjöld fyrir þessa sýningu. Þorgrímur var í leik- skóla Lárusar Pálssonar um tveggja ára skeið, en hélt síðan til Englands til frekara náms. Árið 1950 réðst hann til starfa hjá Þjóðleikhúsinu, fyrst sem leikari og síðan sýningarstjóri. Þorgrímur hefur lengi haft mikinn áhuga á leiktjalda- geið og segist hafa fullan hug á því að snúa sér alveg að þeirri listgrein, ef tækifæri bjóðast. Þorgrímur gerði fyrstu leiktjöldin er Gríma færði upp „Vinnukonurnar", eftir Jean Genet. Ennfremur gerði hann leiktjöldin í „Andorra“ og i „Amalía", eftir Odd Björnsson. Róbert Arnfinnsson fer með hlutverk Georgs, söguprófessorsins. Róbert gekk í leikskóla Lárusar Pálssonar og fyrsta hlutverkið fékk hann í „Kaupmanninum frá Feneyjum“, sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi 1946. Fyrsta stóra hlutverkið fékk Róbert einnig hjá Leikfélagi Reykjavíkur — í „Ég man þá tíð“ eftir O’Neill. Frá því að Þjóðleikhúsið tók til starfa hefur Róbert leik- ið á sviði þess og farið með mörg og fjölbreytileg hlutverk. Hlutverk hans eru komin á annað hundrað og nægir að nefna nokkur þeirra: í „Tópaz“, „Góða dátanum Sveik“, ,Horft af brúnni“, „Húmar hægt að kveldi“ „Nashyrning- unum“, „Sautjándu brúðunni“ „Gísl“, og „Andorra" Helga Valtýsdóttir fer með hlutverk Mörthu. Helga fékk snemma áhuga fyrir leiklistinni. Hún lék í barnaleikritum og einnig í Herranótt- inni á Menntaskólaárunum. Hún fór í leikskóla Soffíu Guð- laugsdóttur og lék þá í „Veizlunni á Sólhaugum“ sem Gerd Grieg stjórnaði. Eftir þetta lagði Helga leiklistina á hilluna í tíu ár, en hóf síðan nám að nýju hjá Lárusi Páls- syni og hjá Gunnari R. Hansen. Eftir að Helga sneri sér að leiklistinni að nýju lék hún fyrst hjá Leikfélagi Reykjavíkur, fyrst í „Góðir eiginmenn sofa heima“. Síðan rak hvert hlutverkið annað í „Frænku Charleys“, í „Hviklyndu konunni". í „Erfingjanum", „Þrem systrum", „Browning þýðingunni" og „Glerdýrunum“, en fyrir leik sinn í því leikriti hlaut hún Skálholtssveininn. Fyrsta hlutverk hennar hjá Þjóðleikhúsinu var í „Ætlar konan að deyja“ 1955. Haustið 1963 varð Helga fastráðin hjá Þjóðleikhúsinu og lék þá fyrst í „Gísl“ og hefur síðan farið þar með nokkur hlutverk, nú síðast í „Kröfuhöfunum“ eftir Strindberg. Gísli AlfreSsson fer með hlutverk Nicks. Hann fékk snemma áhuga fyrir leiklistinni, lék í útvarpið 12 ára gamall og einnig í Herra- nótt á Menntaskólaárunum. Að loknu stúdentsprófi fór Gísli til Þýzkalands og hugðist stunda verkfræðinám, hvað hann og gerði um tveggja ára skeið, en leiklistin varð sterkari og hann kvaddi verkfræðina fyrir fullt og allt og hóf leiklistarnám í Þýzkalandi. Árið 1962 sneri Gísli heim og réðist til Þjóðleikhússins. Fyrsta hlutverk hans þar var í leikritinu „Gestagangur“ eftir Sigurð A. Magnússon. Gísli hefur farið með nokkur hlutverk hjá Þjóðleikhúsinu síðan og var aðstoðarleikstjóri þegar „Sardasfurstinnan“ var sett á svið Gísli hefur stjórnað nokkrum leikritum, bæði á sviði og í útvarpi, og ennfremur þýtt nokkur leikrit. Anna Herskind sem fær nú sitt fyrsta stóra hlutverk hjá Þjóðleikhúsinu, er dóttir Axels heitins Herskinds, lyfjafræðings, og Ástu Möller. Anna hóf leiklistarnám IV ára hjá Ævari Kvaran, en haustið 1963 hóf hún nám hjá Leiklistarskóla Þjóðleikhúss- ins og lauk þar námi í vor sem leið. Anna, sem stendur nú á tvítugu, hefur hug á að halda utan til frekara náms, en hefur enn ekki ákveðið hvert skal halda. Við óskum henni velgengni í þessu þýðingar- mikla hlutverki — hlutverki Honey. Edward Albee

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.