Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1965, Page 20

Fálkinn - 11.01.1965, Page 20
BATIK, LJOS OG Samtal vii frú Sigrúnu Jönsdóttur um batik og kirkjulega skreytingarlist Texti: Steinunn S. Briem „Batik, ljós og blóm — þetta þrennt finnst mér fallegt saman," segii frú Sigrún Jónsdóttir, sem hélt sýningu fyrir jólin í Gallery 16 á ýmiss konar batikmunum, allt frá smá- dúkum, tehettum og lampaskermum upp í messuhökla og upp- lýst batikaltari. Og hvað er batik? Það er eldforn listgrein, sem er talin eiga upptök sín á eynni Jövu einhvern tíma langt aftur í grárri forneskju. Sumir vilja raunar eigna uppruna hennar Kínverj- um eða Indverjum, en um það er hægt að deila endalaust, þegar óyggjandi sönnunargögn eru ekki fyrir hendi. Svo mikið er víst, að aðferðin krefst austrænnar þolinmæði og vand- virkni, ef góður árangur á að nást. „Batik er unnin á sérkennilegan hátt, líkt og vaxmálverk, þ. e. a. s. myndirnar eða mynstrin nást fram með því að þekja vaxi þá hluta efnisins sem ekki eiga að litast,“ útskýrir frú Sigrún. „Við getum tekið einn af batikkjólunum sem dæmi um aðferðina. Fyrst er að velja í hann efnið — ekta baðmull, ekta silki eða ekta hör, gerviefni eða efnablöndur er ekki hægt að nota. Ég byrja á að þvo úr því alla steiningu og strauja það. Á Jövu var það látið liggja í straumhörðum lækj- um eða ám nokkra daga og síðan barið með bambus, þangað til engin steining var eftir. Eftir strauninguna er það sniðið og saumað að nokkru leyti. Næst geri ég litla uppdrætti að mynstrinu á pappír, og þegar ég er búin að fá þá eins og ég vil, að þeir verði, teikna ég þá á efnið með blýanti, að þessu sinni í réttri stærð. Þá hita ég vaxið í potti og ber það síðan á þá hluta efnisins, sem eiga að haldast hvítir. Til þess nota ég tjanting eða vaxsprautu og pensla. Næst dýfi ég efninu í litarbað — það tekur misjafnlega langan tíma, en lágmark er 20 mínútur — og hreyfi það stöðugt, meðan það er að lit- ast. Eftir á þurrka ég það og vaxber aftur alla fleti, sem ég var búin að vaxbera fyrir litarbaðið. Þá kemur annað litarbað, síðan er efnið aftur þurrkað og vaxborið, síðan þriðja litar- baðið o. s. frv. o. s. frv. Litarböðin geta orðið fimm alls, og á milli þarf alltaf að þurrka og vaxbera efnið. í seinustu um- ferðinni læt ég það liggja í saltbaði í 10 mínútur eða svo. JSíðan þurrka ég það og sýð svo í vatni, sem ég læt í edikssýru. Stundum þarf að sjóða það tvisvar eða þrisvar til að ná vax- inu úr. Þarnæst læt ég vatnið síga úr efninu og strauja það síðan. Þá er ekki eftir annað en að ganga endanlega frá flík- 20 FALKINN inni — við vorum að tala um batikkjól í þessu tilfelli — en aðferðin við batikina er alltaf sú sama, hvort sem um er að ræða kjóla, gluggatjöld eða hvað annað.“ „Þetta hlýtur að vera geysilega seinlegt.“ „Já, ekki skal ég neita því. Það dreymir fæsta um, hvað einn lítill batikdúkur hefur kostað af vinnu og þolinmæði, en þetta er fjarska skemmtilegt, finnst mér, Auðvitað er ég með margt í einu, því að hver dúkur verður að þorna á milli þess sem hægt er að vaxbera hann og mynstrin eru misjafnlega seinunnin, en ég myndi segja, að batiktjald tæki ekki styttri tíma í vinnslu en handofið ullarteppi.“ „Hvers konar batikmuni búið þér helzt til?“ „Það er margt, sem til greina kemur, t. d. kjólar og pils, lampaskermar, tehettur dúkar og servíettur, gardín- ur og ýmiss konar tjöld, bæði veggtjöld og gluggatjöld, gluggaskreytingar og upplýstir rammar, svo að eitthvað sé talið. Batik fer mjög vel sem gluggaskreyting, t. d. í kirkjum á sama hátt og steindir gluggar, og gefur mjúka, þægilega birtu. Og þessir upplýstu rammar, sem ég hef látið búa til, eru fyrst og fremst hugsaðir sem veggskreytingar í skálum og anddyrum. Batikin nýtur sín bezt, þegar ljós skín gegnum efnið og uppljómar mynstrin, og ég geri mér vonir um, að fólk sjái með tímanum, að þetta er listgrein á borð við málaralist og höggmyndalist og þarf að metast á sama hátt og mál- verk og höggmyndir.“ „Finnst yður lítill skilningur á því enn sem komið er?“ „Já; hamingjan góða, og þó er það að færast í rétta átt. Áhuginn er að vakna, og ég held, að árangur sein- ustu sýningarinnar sé jákvæður, a. m. k. hvað snertir heimahús, en af einhverjum ástæðum virðast flestir hálf- hræddir við að setja í kirkjur annað en hluti sem eru gerðir í hefðbundnu formi. Málverk og steindir gluggar þykja betur viðeigandi en batik. Ég bjó til upplýst batikaltari svona rétt til að sýna, hvað hægt er að gera, en ég efast um, að nokkur vilji kaupa það í kirkju. Samt ætti ég ekki að fullyrða of mikið — ég bjó til rauðan messuhökul af gamni mínu og gerði ekki ráð fyrir, að neinn vildi hann, en það fór svo, að konur, sem ætluðu að gefa hökul í Kópavogskirkju, sáu þennan hjá mér og urðu svo ánægðar með hann, að þær vildu ekkert nema batik, og á sama máli var presturinn. Ég bjó þá til annan, sem er grænn, af því að presturinn vildi þann lit heldur; þetta er fyrsti batikhökullinn, sem islenzk kirkja tekur til notkunar, en vonandi ekki sá seinasti.“ „Hafið þér haldið sýningar áður á batikmunum?“ „Já, í Bogasalnum árið 1956, en þá var enginn skiln- ingur á þessu, fólki fannst batikin ljót, og það voru að- eins útlendingar, sem gerðu pantanir. Nú er þetta tölu- vert breytt, sem betur fer, og gleðilegast finnst mér, að fólk sem á annað borð verður hrifið af batik, vill alltaf fá meira og meira af henni. Margir byrja á að fá sér

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.