Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1965, Qupperneq 31

Fálkinn - 11.01.1965, Qupperneq 31
fara á stefnumót við nýjan hatt, hatt sem kostaði meira en þú hefur nokkurn tíma haft undir höndum. Ég vona bara að þú veljir ekki hatt líkan mín- um, því rautt er litur sorgar- innar, eins og þú veizt. Skar- latsrautt fyrir ástina dánu, viss- irðu það ekki? Hún er horfin. Bíllinn heldur áfram og hún er orðin aftur úr um aldur og * eilífð. Hvað skyldi hún hafa hugsað, þegar augu okkar mættust, þegar ævir okkar mættust. Skyldi hún hafa öf- * undað mig, svona unga og ör- ugga, eða óraði hana fyrir því, hve fegin ég kastaði öllu frá mér, ef ég fengi í staðinn hljóða, dauða hjartað hennar. Hún á engar tilfinningar leng- EMI ur, engar óskir lengur, hún er hætt að vona og brenna, ef hún hefur þá nokkurn tíma vonað og brunnið. Þetta er anzi vel sagt, reglulega sniðugt. Hún er hætt að vona og brenna, ef hún hefur þá. — Þetta er bara reglulega skáldlegt. Ojæja. En fegin vildi ég vita, hvort hún hefur rölt áfram ánægðari eða dálítið hryggari, eftir að hún vissi að það var þó ein mann- eskja í heiminum auðnulausari en hún. En þetta er einmitt það sem honum fellur svo illa í fari minu. Ég veit svo sem hvað hann hefði sagt: „í öllum guð- anna bænum“, hefði hann sagt. „Hættu þessari heimskulegu tilfinningasemi. Hvers vegna þarftu að láta svona? Hvers vegna viltu láta svona? Er nokkur ástæða til þess að fara að vola eins og krakki, þó þú sjáir gamla konu labba eftir götunni? Það gengur ekkert að henni, ekki það allra minnsta. Þegar augu ykkar mættust — fyrr má nú vera. Ég er viss um að hún hefur ekki einu sinni litið í áttina til þín. Og hljóða dauða hjartað hennar. Herra trúr. Líklegast hefur hún verið að fá sér eitthvað hressandi á pyttluna og ætlað að gera sér glaðan dag. Allt, sem fyrir þig ber, verður að einhverri hörmung í augum þínum. Hvernig stendur á því að þér finnst æfinlega að allir hljóti að vera hx-yggir og harm- andi? Því ertu með þessa heimskulegu tilfinningasemi? Reyndu að venja þig af þessu Rósa.“ Þetta hefði hann sagt orð fyrir orð. En hann segir hvox-ki eitt eða annað við mig framar, hvorki blítt eða beiskt. Hann er far- inn og kemur ekki til baka. „Auðvitað kem ég aftur,“ sagði hann. „Nei, ég veit ekki ná- kvæmlega hvenær, það hef ég sagt þér. Ó, Rósa, farðu nú ekki að blása þetta út eins og ein- hverja þjóðarsorg, þó ég vei’ði nokkra mánuði að heiman, ef nokkrar manneskjur þurfa þess með að taka sér hvíld hver frá annarri. — Það er engin ástæða til þess að tárast. Ég kem áreið- anlega aftur. Mér hefur aldrei dottið í hug að setjast að í New York.“ En ég vissi, ég vissi. Ég vissi það vegna þess að hann var oi’ðinn mér fjarlægur löngu áður. Hann er farinn og kem- ur aldrei aftur. Hann er farinn og kemur aldrei aftur. Hlustið á hljóðin endurtaka það, aftur og aftur. Heimskuleg tilfinn- ingasemi býst ég við. Hjól segja ekki neitt, hjól geta ekki talað, en ég heyri það. Ég get ekki skilið að það sé ámælisvert að vera tilfinninga- samur. En það er nú svo að fólk bókstaflega fyrirlítur til- finningar. „Hvenær sérðu mig sitja og híma, mænandi út i loftið,“ segir það. Það heitir að „híma“, þegar maður minnist. Fóik er bókstaflega hreykið af því að eiga engar minningar. Það stærir sig af því, sem því er áfátt, í stað þess að fyrir- verða sig. „Ég tek hlutina ekki svona hátíðlega,” segir það. „Mér kæmi aldrei til hugar,“ segir það, „að láta mér þykja svo vænt um neitt milli himins og jai’ðar, að það gæti valdið mér sársauka. Ekki oi’ðið svo háð neinum manni.“ En því í ósköpunum heldur það endi- lega að það hafi rétt fyrir sér? Hver hefur á réttu að standa og hver ekki og hver er kom- inn til þess að skera úr því? Ef til vill hafði ég rétt fyrir mér með gömlu konuna, hún gat vel verið þreytt og hjarta hennar hljótt og dofið. Og hver veit nema að hún, á því augna- bliki, hafi skynjað allt um mig. Það er engin vissa fyrir því að hún hafi verið ánægð og í léttu skapi og bara skroppið út til þess að fá sér vín á pyttlu, þó að hann segði það. Ó, ég gleymdi, ég gleymdi. Hann var ekki hér. Hann er ekki hér. Það var bara ég að gera honum upp oi’ðin og mér fannst ég heyra til hans. Hann er alltaf hjá mér, alltaf, alltaf, með alla sína fegurð og grimmd. En það verður að taka enda. Ég verð að hætta að hugsa um hann. Já, hættu að hugsa um hann, hættu að draga andann, hættu að sjá, hættu að heyra, stöðv- aðu blóðið í æðum þínum. Ég get ekki haldið svona áfram, get það ekki, get það ekki. Ég þoli ekki þessa seig- pinandi kvöl. Ef ég vissi að það liði frá eftir einn dag, eitt ár eða nokkra mánuði, þá gæti ég afborið það. Eða ef það væri dagdraumur, stundum sárara, stundum mýkra. En það er allt- af eins, alltaf, alitaf eins, enda- laust. f hugann húmið læðist, harmur brjóstið sker. Mannveran æpir, grætur, engist og byltir sér. Að morgni rís hún úr rekkju, róleg að starfi fer. Þetta er hvorki uppgjöf eða hreystitak. Það er hvorki að halda í horfið né hörfa aftur á bak. Hvernig er nú næsta erindi, látum okkur sjá. Það er eitt- hvað, eitthvað — eitthvað sem rímar á móti ber. Jæja, hvernig sem það er, þá endar það svona: Mér er sama hverju ég klæðist og hvað ég á fótunum ber. Svona gengur það, það er þó satt og rétt. Mér er sannar- lega sama hvei-ju ég klæðist. „Farðu og kauptu þér stóran rauðan hatt, með skrautlegum blómum — það ætti að hressa þig upp.“ Já, gerðu það og fáðu svo andstyggð á honum. Hvern- ig get ég lifað við þetta, setið og starað og keypt nýja og nýja hatta, stóra rauða hatta, sem ég svo hata, sezt aftur og starað, dag eftir dag, dag eftir dag. Á morgun og hinn daginn. Hvernig ætti ég að halda svona áfram. Hvernig gæti ég haldið svona áfram? „Farðu til vina þinna og styttu þér stundir með þeim,“ segir það. „Þú situr og telur þér harmatölur. Blessuð hættu því.“ Tel mér harmatölur. Ef það er að telja sér harmatölur að finna húmið læðast inn í hugann, finna sorgina nísta hjartað, þá er ég sannarlega að telja mér hai'matölur. Hvað vita þessar smásálir, þessar yfii'boi'ðsmanneskjur um það, hvað þjáning er. Það er ekki hægt að særa þær. Það er of þykkur á þeim skrápurinn til þess. Þau skilja það ekki, þessi innantómu erkifífl, að ég þoli ekki að hitta vini sem við heirnsóttum saman, þoli ekki að koma aftur á þá staði, þar sem við vorum bæði, ég og hann. Því hann er farinn og það er búið að vera, búið að vera. Þegar öllu er lokið, þá eru þeir einir staðir þér bæri- legir, þar sem þú áður hefur fundið til soi'gar. En komirðu aftur þangað sem allt lék í lyndi fyrir þér, þá hlýtur hjarta þitt að bresta af hai’mi. Óþarfa tilfinxiingasemi býst ég við. Óþarfa tih'inningasemi, ef þér hrýs hugur við að koma aftur á þá staði, þar sem ham- ingjan brosti við þér, að þér hrjósi hugur við að minnast fegurðar sem er fölnuð og dáin. Sorgin er friður sem minnst er í geðshræringu. Þetta finnst mér anzi gott. „Friður sem minnst er í geðs- hræringu,“ þetta er smellin mótsetning. Ég vildi óska að ég hefði getað sagt þetta við hann. Ég segi aldrei neitt við hann framar, aldrei framar, aldrei framar. Hann er farinn og ég þoli ekki að minnast dáinna daga. Hugsanir mínar vei'ða að sniglast áfram myrkar og þungar og ég verð ------ Nei, nei, nei. Bílstjórinn má ekki fai'a þessa götu. Þetta er gatan okkar, gatan þar sem við elskuðum og hlógum. Ég get þetta ekki, get það ekki. Ég ætla að loka augunum cg hnipra mig saman. Fela andlit- ið í höndum mínum, svo ég sjúi ekki neitt. Ég verð að stilla vesalings hjartað mitt, og líkja eftir smásálunum, sem miklasí. af því að finna okki til, mikl- ast af því að gleyma. En ég sé, ég sé, jafnvel með aftur augun, já, þó ég væri augnalaus, mundi ég þekkja þessa götu frá öllum öðrum götum. Ég þekki hana eins og mínar eigin hendur og eins og andlit hans. Ó, hvers vegna er mér ekki leyft að deyja meðan ég fer hér um? Nú hljótum við að vera hjá blómabúðinni á horninu, þar Framhald á bls. 43. FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.