Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1965, Qupperneq 38

Fálkinn - 11.01.1965, Qupperneq 38
ÞAU SKIUA HVAÐ EFTIR ANNA að sögii sliíðurdálkahöfunda Lítil stúlka lét hún sig dreyma um að giftast bakara svo fjölskyldan hefði alltaf nóg af kökum að borða. Fjölmennur systkinahópur hennar velti oft vöngum yfir því hvað úr henni yrði. Xágrönn og smávaxin og falleg — slík er Hjördis Genberg. Núorðið hafa systkini hennar gert sér ljóst að áhyggj- ur þeirra af framtíð hennar voru ástæðulausar. Litla stúlkan frá Norðrr-Svíþjóð fékk bæði prinsinn og hálft kóngsríkið alveg eins og í ævintýrinu. Eða bíó. Fimmtán ár eru umliðin síðan Hjördis Genberg hitti prins- inn sinn, David. — Og þetta var enginn barnaleikur í upp- hafi, segir hún alvörugefin. — Ég eignaðist eiginmann og tvo syni á örfáum vikum! Auk þess fluttist ég til nýs lands, til- einkaði mér nýtt tungumál og alla Hollywood! Ég viður- kenni að mig langaði heim til Svíþjóðar á ný og oft var ég að því komin að fara. Oftar en einu sinni varð mér á að spyrja sjálfa mig, hvort ‘ég hefði í raun réttri gert mér ljóst á hvaða forscndum ég hafði gift mig. Sömu sögu er að segja um mig, játar David Niven, ég man til dæmis þegar ég sá þig í fyrsta sinn alvarlega reiða, hvað ég varð óttasleginn! Þarna hélt ég að ég hefði kvænzt 38 FÁLKINN kaldri, norrænni fegurðargyðju — og svo kom í Ijós að þetta var gjósandi eldfjall. Ég lokaði mig niðri í kjallara í þungum þönkum og leizt ekki á framtíðina. — Já, veslingurinn, þarna hafðist hann við hálfan daginn, sagði frú Hjördis og hló. — En í fyrsta sinn sem við mætt- umst, þá varst það þú sem reiddist! Og Hjördis Genberg segir frá heimsókn sinni til nokkurra vina í London, hvernig hún hafði ferðast um og dag nokkurn hafnaði hún í kvikmynda- veri, þar sem verið var að taka litmyndina „Bonnie Prince Charlie,,. Og allt í fullum gangi. David Niven lék aðalhlut- verkið. Nafn hans var þekkt og þó hafði Hjördis aldrei séð hann leika í kvikmynd. — Það var kyrrt og friðsælt í upptökuherberginu þegar við komum inn, segir hún, það virtist vera hlé. Svo við hlömmuð- um okkur í nokkra lausa stóla í einu horninu. Og svo stóð hann þarna allt í einu — Prince Charlie. Hann var svo reiðúr að við lá að hárin á hárkollunni risu. — Var það nokkuð undarlegt, segir David Niven, ég vissi ekki betur en vinnan væri búin þann daginn og ætlaði heim að fá mér ærlegan kvöldverð er mér var sagt að nú þyrfti að endurtaka eitt atriðið. Ég þurfti að setja hárkolluna á mig Framhald á bls. 40.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.