Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1965, Blaðsíða 40

Fálkinn - 11.01.1965, Blaðsíða 40
Þegar enginn er . . . Framhald af bls. 25. Þegar við vorum búin að verzla og komin heim til mín, fékk ég hann til að losa háls- bindið og fara úr jakkanum, því að það gera bræður mínir alltaf. Svo kveikti hann sér í pípu og opnaði útvarpið. Mér féll vel lyktin af tóbakinu hans, en annars var ég of upptekin til að horfa á hann. Ég var mjög önnum kafin við matar- gerðina, því þetta var fyrsta skiptið sem ég fékk heimsókn í ibúðina mína, og ég sem elska að hafa gesti. Þegar kvöldinu lauk, tók hann í höndina á mér og sagði mjög innilega: „Ég vona, að símtalið, sem þú ert að bíða eftir, komi, það geri ég sannar- iega, Joan. En ef það kemur ekki á morgun, má ég þá fá að bjóða þér í bíó?“ „Ég er viss um að það kem- ur,“ sagði ég, ,,en ef það skyldi ekki gera það — þá, jú, jú takk.“ Rónaldó hringdi heldur ekki næsta dag. Við fórum og sáum mynd með Rock Hudson og Doris Day. Við kunnum bæði vel að meta þau. Og það var þá alveg eðlilegt, að við héld- umst í hendur. Daginn eftir var laugardag- ur, og við hittumst strax um hádegi. Þegar við vorum búin að borða hádegisverðinn, geng- um við upp eftir Fimmtugötu og horfðum í búðarglugga, og á eftir fórum við inn í Miðgarð. Þegar klukkan nálgaðist sex, sagði hann: „Við verðum víst að snúa við og bíða eftir samtal- inu þínu.“ Kæri Astró! Mig langar að biðja þig að skyggnast inn í framtíðina fyr- ir mig. Ég er fædd rétt fyrir kl. 12 að kvöldi. Hvenær gift- ist ég. Verð ég ánægð með starfið sem ég er búin að taka að mér? Á það eftir að hafa áhrif á framtíð mína? Hvernig er skapgerð mín? Ég hef skrifað tvisvar áður og ekki fengið svar og vona ég að þú svarir mér í þetta skipti. Svar til Steinu: Þess'im þætti hafa borizt 40 Því hafði ég alveg gleymt, og var eins og ég fengi pínu- lítið slæma samvizku. Þegar við komum að Sweeney-barn- um, vorum víð hætt að tala saman, og við snertum ekki glösin okkar meðan við biðum. Rétt fyrir klukkan hálf sjö hringdi síminn og rétt á eftir laut Sweeney yfir borðið. „Það er sími til yðar, fröken Smith.“ „Til mín?“ svo datt mér Rónald í hug og ég stóð upp. „Viltu afsaka mig augnablik, Barry?" Ég lokaði dyrunum á klefan- um og hélt tólinu að eyranu. „Halló,“ „Halló . .. Trudý?“ sagði rödd Rónaldós. „Trudý, Þetta er Joan Smith.“ Ég heyrði hann hlæja. — Hrossahlátri. Ég gat greint aðr- ar háværar raddir á bakvið. Hann sagði: „Allt í lagi, Joan. Farðu og náðu þér í bíl og komdu. Það er samkvæmi hjá mér. Nú skaltu fá heimilisfang- ið. Ertu með blýant eða vara- lit? það má líka nota augna- brúnalit, ha — ha.“ Ég starði á trektina. Tónninn í rödd Rónaldós, þegar hann sagði Trudý á þann hátt að minnti mig á fulla manninn, sem Barry hafði séð um fyrsta daginn, kom mér til að sjá allt í skýru ljósi. Ég varð sjóðill og sagði: „Mér þykir mikið fyrir því, hr. Bax- ter, en ég er upptekin, og ef yður dettur nokkurn tíma í hug að hringja í mig seinna, þá verð ég líka upptekin.“ — Svo lagði ég tólið á. Þegar ég kom aftur til baka að básnum, stóð Barry upp og beið, og mikið skelfing var ég glöð yfir að hann var þar. En hann brosti ekki þegar ég brosti til hans. „Mig langar til að fá að segja, að þú ert fallegasta og indæl- asta stúlkan sem ég hef nokk- urn tíma hitt, og mér finnst þessi náungi —“ Hann hnykkti höfðinu í áttina að símaklefan- um, — „vera heppnasti náung- inn í allri veröldinni, en ég myndi ekki láta þig sitja al- eina og bíða eftir því að hann hringdi. Ég myndi vera hjá þér.“ Hann kingdi einhverju, og sagði svo: „Nú verð ég víst að fara.“ Ég var með tárin í augunum. Mér tókst að stama. ,,Já en — áttum við ekki að borða saman kvöldmatinn?" Barry settist, eins og fæturn- ir létu undan. „Ertu — ertu ekki að fara út með honum?“ „Var þetta ekki samtalið sem þú varst að bíða eftir?“ „Nei, nei,“ sagði ég, og svo sagði ég honum alla söguna um Rónaldó. Þegar ég þagnaði, sagði Barry: „Láttu mig aldrei nokkurn tíma sjá þennan ná- unga fyrir augunum á mér, Joan, því ef ég sé hann, veit ég ekki hvort heldur ég ætti að myrða hann eða umfaðma." Ég varð skelfing glöð, en samt dálítið smeyk. „Eigum við þá ekki að borða matinn samt saman, Barry?“ Hann tók í höndina á mér og dró mig' upp, svo ég stóð alveg andspænis honum. „í dag og alla aðra daga,“ sagði hann mjög alvarlega. „Og nú hef ég sannarlega alls ekkert með síma að gera, eða hvað?“ mikill fjöldi bréfa og er þar af leiðandi ekki hægt að birta nema sárafá af öllum þeim fjölda semí kemur og eru þá fyrst og fremst tekin þau bréf, sem í eru þær upplýsingar um viðkomandi sem nauðsynlegar eru til þess að hægt sé að reikna út stjörnukort, en það er fæðingardagur ár og stund eins nákvæmt og hægt er og svo fæðingarstaður en allt of margir gleyma að taka hann fram og ég hygg að það sé með vilja gert, og af ótta við að þekkjast, en það er alveg ástæðulaust að óttast það því það er ekki birt ef beðið er um að gera það ekki. Þá er nú bezt að snúa sér að svarinu. Þér er mikils virði að eignast gott og fagurt heimili, og þú þráir frið og fegurð í umhverfi þínu. Og þar sem þú ert fædd í Vogar- merkinu hefur hjónaband og heimilislíf mjög mikið að segja í lífi þínu, það gerir þrá þín eftir félagsskap. Einnig ert þú nokkuð ástríðufull svona undir niðri og hefur löngun til að eignast börn. Þú munt giftast fremur seint. í sambandi við starf hugsar þú hátt og hefur mikinn hug á að komast áfram og öðlast frama í starfi en farðu gætilega í að seilast of hátt, það verður einungis til þess að þú fellur niður aftur og það veitir þér ekki þá hamingju sem þú kýst. Þú ert sjálfkjör- in sem fyrirliði á vettvangi starfs og þér mun fara vel úr hendi mannaforráð. Þér er virðuleiki i blóð borinn og þú hefur góða skipulagshæfileika og hjálpar það þér til að með- Þau skilja ... Framhald af bls. 38. aftur, smínka mig upp á nýtt og fara í fullan búning — og aftur í upptökuherbergið. Og til að bæta gráu ofan á svart, þarna situr bláókunnug mann- vera í mínum einkastól! En á eftir bauð hann mann- verunni og félögum hennar á „pub“ svo fröken Genberg frá Svíþjóð gæti séð hvernig ensk ölkrá liti út að innanverðu. Og þau áttu eftir að hittast oftar og uppgötvuðu von bráðar að þau kunnu hvort öðru vel. Bæði áttu sér lífsreynslu sem ekki var auðvelt að gleyma. Hjördis var nýlega skilin eftir stutt hjónaband með „Playboy númer eitt í Svíþjóð,“ Sá hét Carl Gustav Termeden. David Niven hafði misst sína konu Primula Rollo við hörmulegt slys í Hollywood. Og allt í einu uppgötvuíjSu þau að þau gátu á ný hlegið hvort að öðru og að sömu hlut- unum. Eftir viku bað David hennar. Viku síðar kunngjörðu þau trú- lofun sína og þegar liðin var önnur vika, voru þau gefin saman hjá lögmanni í London. Á leið til vígslunnar fékk Hjördis fyrst nasaþef af því að hún var að giftast frægum manni. Það var fullt af fólki fyrir utan skrifstofuna — áð- dáendum Niven, ljósmyndur- um, blaðamönnum og lögreglan átti fullt í fangi með að ryð’ja brúðhjónunum leið. Þó var Hjördis Genberg ekki alls óvön því að almenningur Framhald á næstu síðu. t höndla atvinnumál þin, og einnig einkalífið. Þú mupt dragast að þátttökú í félagslíf- inu og jafnvel hinu opinberg lífi og ættir að gera allt til að framfylgja þeim málum og leyfðu ekki yfirráðahneigð annarra að hindra þig í þvjí að svo geti orðið. Stundum get- urðu átt í nokkrum erfiðleik- um með að hafa stjórn á skapi þínu, en það er aðallega þegap þér finnst þú vera beitt rang- læti, en undir venjulegum kringumstæðum ertu róleg en kát. Þótt þú sért félagslynd áttu ekki mjög létt með að mynda sambönd sem leitt gætu til giftingar. Samt sem áður muntu lenda í þó nokkrum ástarævintýrum fyrir giftingu en þau munu ekki verða þér til sérstakrar ánægju. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.