Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1965, Qupperneq 42

Fálkinn - 11.01.1965, Qupperneq 42
bök um mannlif i BREIÐAFJARÐAREYJUM Tom Joites . . Framhald af bls. 33. meistari Thwackum, sem gafst nú fyrst tóm til aS átta sig á hvern hann hafði átt í höggi við, féllust hendur af undrun. Tom Jones, sem óttaðist að hann kynni að hafa orðið Blifil unga helzt til þunghöggur, var að stumra yfir honum og reyna að vekja hann til lífsins aftur, þegar hann heyrði hróp West- erns landeiganda og sá Soffíu liggja þarna náföla, sem látna væri. Lét hann Blifil þá eiga sig, laut að ungfrúnni, tók hana 1 fang sér og hljóp með hana sem fætur toguðu að læk, er rann þar skammt frá. Laugaði hann enni hennar og andlit úr svölu vatninu og leið þá ekki á löngu að hún vaknaði af öng- vitinn Þannig geta oft orðið skyndi- leg og óvænt þáttaskil í leik. Þó að Tom Jones teldi áður ósigur sinn ráðinn, hafði hann nú unnið þann sigur, sem hon- um var meiri og kærkomnari en þó að hann hefði lagt báða andstæðinga sína einn að velli, enda áhöld um hvort honum var ljúfara að veita ungfrúnni þessa liðveizlu eða henni að þiggja hana. Og svo mjög fannst föður hinnar fögru ung- frúar um framgöngu hans, að hann faðmaði hann að sér og kyssti, eftir að hann hafði faðmað og kysst dóttur sina, og lýsti yfir því, að hann teldi hann bjargvætt hennar. Kvað hann ekkert það í eigu sinni, að dótturinni og jörðinni und- antekinni, er hinn ungi maður mætti ekki kjósa sér að laun- um — en bætti þó við eftir andartaks umhugsun, að hann undantæki einnig veiðihundana og frú Sokku, en svo kallaði hann hryssu þá, er hann hafði mest dálæti á af reiðskjótum sínum. Og nú lék landeigandinn á alsoddi. „Komdu, drengur minn,“ sagði hann, „okkur veit- ir ekki af að Þvo okkur í fram- an eftir slagsmálin. Það er ljótt að sjá þig, það get ég sagt þér; þú ert allur blár og blóðugur — og treyjan þín öll gauðrifin. Jæja, drengur minn, nú þvo- um við okkur og svo kemurðu heim með okkur; hver veit nema við finnum þar sómasam- lega treyju ...“ Þannig lét landeigandinn dæluna ganga. Þegar þeir höfðu báðir þvegið blóðið framan úr sér — með ljúflegri aðstoð ungfrú Soffíu — héldu þau þrjú saman aftur þangað, sem hestarnir stóðu en þá hafði meistara Thwackum tekizt að vekja lærisvein sinn, Blifil unga, aftur til lífsins og koma honum á fætur. Tók Western landeigandi meistarann tali. rétt eins og ekkert hefði í skor izt; hann var maður bráðlynd' ur að vísu, en langrækni átti hann ekki til og auk þess hafði hann, að minnsta kosti hálft í hvoru, haft gaman af slags- málunum. Varð honum nú fyrst fyrir að spyrja þá félaga hver hefði verið eiginlega orsök átakanna. Þeir Blifil ungi og Tom Jones þögðu báðir við þeirri spurn- ingu, en meistari Thwackum svaraði, og heldur þunglega: „Ég geri ráð fyrir, að orsökin sé ekki langt undan. Þér þurf- ið áreiðanlega ekki að leita hennar langt inni í þykkninu þarna, ef þér kærið yður um að sjá framan í hana .. .“ „Hana?“ endurtók Western landeigandi. „Var það þá stelp- an, sem þú barðist svo hraust- lega fyrir?“ spurði hann og sneri sér að Tom Jones. „Tom, Tom ... þú ert nú meiri karl- inn! Jæja, jæja, hvað um það, þú stóðst þig eins og hetja og það gerðum við allir, og nú komið þið allir heim með mér og þar drekkum við sáttaskál.“ Þá var það, að ungfrú Soffía greip framí fyrir föður sínum, kvaðst vilja komast heim taf- arlaust, það mætti mikið vera, ef ekki væri að líða yfir sig aftur, sagði hún. Landeigand- inn endurtók boð sitt um leið og hann steig á bak, en Blifil hafnaði því, „af orsökum’“ sem hann kvaðst ekki geta tilgreint en meistari Thwackum kvaðst sem slíkur hvergi geta látið sjá sig, eins og hann væri á sig kominn, og þurfti ekki annað en að líta hann til að sannfær- ast um, að hann hafði mikið til síns máls. FJÓRTÁNDI KAFLI. Segir enn frá ungfrú Soffíu, lœrdómi hennar og veraldar- vizku. Soffía var venju fremur al- vörugefin við morgunverðinn daginn eftir; hvarf að honum loknum strax til herbergja sinna og sátu þau þá ein eftir við borðið, frænka hennar og faðir. Veittu bæði því athygli hve breytt ungfrúin var að fasi og framkomu. Spurði frænkan strax, hvað gengið gæti að stúlkunni. Landeigandinn kvað ekkert slíkt koma til greina. Dóttir sín væri fílhraust og skorti ekki neitt. 42 ^ALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.