Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1965, Síða 43

Fálkinn - 11.01.1965, Síða 43
„Má vera,“ varð frænkunni að orði. „En Þú veizt að ég er kona lífsreynd. Og þá skjátlast mér óvenjulega, ef stúlkan er ekki alvarlega ástfangin.“ Eins og áður er skýrt fram- tekið, var landeigandinn mað- ur skapbráður. Og nú reiddist hann. „Ástfangin án þess að ráðfæra sig við mig . . . öskraði að beita hana svo hörðum refs- ingum fyrr en þú hefðir komizt að raun um hver maðurinn er, sem hún leggur hug á. Það er nefnilega alls ekki útilokað, að hann kunni að vera sá maður, sem þér væri sómi að eignast fyrir tengdason. Mundi það ekki að minnsta kosti breyta málunum talsvert?“ einmitt orð á því, að það mundi líða yfir sig aftur, þegar þið mættuð þeim, honum og meist- aranum, og Blifil ungi var all- ur blár og marinn eftir slags- málin? Og hefur hún ekki verið döpur og fá síðan heim kom, þar sem hann vildi ekki þiggja boð þitt og verða ykkur sam- ferða?“ SOLUUMBOÐ HEIMILISTÆKI S.F. HAFNARSTRÆTI 1 - SÍMI: 20455 hann. „Mín eigin dóttir! Komi það á daginn, skal hún fá fyr- ir ferðina, það sver ég. Ég skal gera hana arflausa, reka hana allsbera út á gaddinn. Ég, sem hef elskað hana meir en nokk- uð annað, alið hana upp eins og drottningu — og svo gerist hún ástfangin án þess að spyrja mig leyfis. Þvílíkur flennu- skapur. ..“ „Stilltu þig,“ sagði frænkan. „Ég viðurkenni að þú hefur mikið til þíns máls, það er ekki það. En þar eð þú elskar dótt- ur þína meir en nokkuð annað, þá ættir þú samt sem áður ekki Landeigandinn hugsaði sig um andartak og skap hans sef- aðist. „Jú, vitanlega væri það allt annað. Eiginlega hefði ég ekkert við það að athuga .. . ekki beinlínis .. .“ sagði hann. „Nú talar þú eins og skyn- sömum manni sæmir,“ sagði frænkan. „Það hef ég líka alltaf sagt, að þú værir skynsamur maður, þegar þú létir skapið ekki hlaupa með þig í gönur. Hvernig litist þér til dæmis á að taka Blifil unga sem tengda- son? Leið ekki einmitt yfir hana þegar hún sá hvar hann lá í valnum? Og hafði hún ekki Western landeigandi glápti á konuna góða stund. Sló síðan sér á lær og blátt áfram öskr- aði. „Þarna kemur það! Nú fyrst skil ég hvernig í öllu liggur. Fjandinn hafi það, kona, að ég skyldi geta verið slíkt erkiflón. Ég mátti líka alltaf vita það, að dóttir mín, eins gáfuð og indæl og hún er, mundi aldrei láta sér til hug- ar koma að verða ástfangin af manni, sem mér væri ekki að skapi. Óðalið og landareignin — það er ekki unnt að hugsa sér tilvaldara hjónaband. Svei mér, ef það er ekki eins og for- lögin hafi ákveðið þetta löngu fyrirfram þar sem landamerk- in liggja saman. Og nú verður þú að kenna mér ráð, þú sem ert svo lífsreynd. Hvernig verð- ur þessu bezt komið örugglega í kring — og sem fyrst?“ Konan kvaðst þakka honum traustið, og vona að hún verð- skuldaði það. „Að mínu áliti,“ sagði hún, „gefur auga leið hvað þér ber fyrst að gera. Þú verður að ganga á fund óðals- herrans og ræða málið við hann. Fá hann til að samþykkja ráðahaginn. Þegar samþykki hans er fengið, kemur allt ann- að af sjálfu sér.“ „Þá það,“ sagði landeigand- inn. „Þá það. En veiti hann ekki samþykki sitt, þá skal hann eiga mig á fæti, það sver ég. . .“ „Slíkt kemur ekki til greina,“ sagði sú góða og vitra kona. ,Ekki þegar þú flytur rnálið.*' Landeigandinn virtist sömu skoðunar, því nú var ákefð hans slík, að frænkan átti fullt í fangi við að koma í veg fyrir að hann gengi tafarlaust á fund óðalsherrans og bæri upp bónorðið, hvað hún taldi að vonum ekki viðeigandi. Annað var það, sem hún undi illa í þessu sambandi, en fékk þó ekki að gert; frænka hennar, ungfrú Soffía, vildi ekkert við hana tala en lokaði að sér her- bergjum sínum og sat inni allan þann dag. Gekk Soffíu í raun- inni það eitt til, að hún hugði frænkuna renna grun í hve mjög hún unni Tom Jones, og kveið því, að hún mundi krefja sig sagna. En ungfrú Soffía var gáfuð stúlka, hafði fengið góða menntun og þó að lífsreynsla hennar væri ekki mikil, var henni gefin sú veraldarvizka, sem helzt má að gagni koma. Hún hafði ekki lokað sig lengi inni, þegar hún þóttist sjá, að með því væri hún að renna stoðum undir grunsemdir frænku sinnar. Hún ákvað því, að gerbreyta um framkomu til að villa henni og öðrum sýn. Taka aftur gleði sína, gerast meira að segja kátari en nokkru sinni fyrr — og ekki nóg með það, heldur skyldi hún beina allri sinni athygli að Blifil unga en láta sem hún sæi ekki Tom Jones. Daginn eftir þekkti og enginn hana fyrir sömu ungfrú Soffíu, og landeigandinn, sem veitti dótt- ur sinni sérstaka athygli af áðurnefndum orsökum, lék við hvem sinn fingur þegar hann sá framkomu hennar við Blifil unga. Framhald í næsta blaði.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.