Fálkinn


Fálkinn - 18.01.1965, Blaðsíða 10

Fálkinn - 18.01.1965, Blaðsíða 10
Auk letinnar farast henni illa orð um drykkjuskap íslend- inganna og peningagræðgi, en þó finnst henni þeir vera ráð- vandir og furðulega vel læsir, og hér sér hún engan eins illa klæddan eins og oft má sjá í stórborgum meginlandsins. Ida sætti sig ekki við að vera lengi í Reykjavík. Von bráðar fékk hún sér hesta og leiðsögu- mann og fór að ferðast víða um Suðurlandið. Meðal ann- arra staða heimsótti húnKrýsu- vík, Keflavík, Þingvelli, Reyk- holt, Surtshelli, Kalmanns- tungu og Geysi — hún var mjög hrifin af gosinu — og Heklu. Hún var ekki ánægð fyrr en hún var komin alla leið upp á hæsta tindinn á Heklu. Hvar sem hún fór, gisti hún í kirkjum, ef kostur var. Þótt henni fyndist oft kalt þar og óvistlegt, vegna nálægðar hinna dauðu, vildi hún með engu móti sofa í húsum, ef hægt var að forðast það. Hún segir: Hús bændanna eru flest ótrúlega skitug og daunill, og auk þess lúsug eins og finnst hvergi, nema meðal Grænlendinga og Lappa. Ida skýrir svo frá að kirkj- urnar hafi ekki einungis verið notaðar fyrir guðsþjónustur á þeim dögum heldur einnig sem fata- og vörugeymslur og gisti- hús handa vegfarendum. Um kirkjuna í Krýsuvík, til dæmis, segir Ida: Hún var undirbúin í skyndi handa mér. Reipum, fatnaði, höttum og öðru dóti var kastað út í horn og rúm búið til handa mér með mattressum og koddum á kistu, þar sem presturinn geymdi messuskrúðann sinn, altarisklæði, o. s. frv. Allir lirú yfir Jökulsá. íbúar þorpsins, ungir sem gamlir, þyrptust niður að kirkjunni, stóðu í hring, og horfðu á mig. Þegar ég var búin að borða, reyndi ég þolinmæði áhorfendanna með því að taka upp dag- bókina mína og skrifa. Eng- inn mælti orð í nokkrar mínútur. Þá fóru þeir allt í einu að hvísla hver að öðr- um. ,Hún skrifar. . . hún skrifar ...‘ og þetta endur- tóku þeir í sífellu. Ég heid, að ég hefði setið þar fram að dómsdegi, án þess að þeir hefðu þreytzt. Að lok- um neyddist ég til að biðja elskulegu gestina mína um að fara, því mig langaði að hátta. Þrátt fyrir allt, sem Ida Pfeif- fer varð að þola á ferðalögum sínum, hélt hún áfram að ferð- ast, með ósigrandi sjálfsánægju og aðfinnslusemi. Þegar henni tókst með miklum erfiðleik- um, að komast upp á Hekiu- tind, verkaði stórfenglegt út- sýnið þannig á hana, að hún þakkaði guði fyrir, að hún ætti heima í öðru landi. Manni verður á að spyrja, af hverju Ida Pfeiffer sæti ekki heima hjá sér, þar sem henni geðjaðist svo illa að öllu, sem hún • sá á ferðalögum sínum. Hún segir sjálf: Það hefur oft valdið mér óánægju, að ég virðist sjá en aðrir ferðamenn. Ekki fullyrði ég, að ég hafi á réttu að star.da, en þó held

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.