Fálkinn


Fálkinn - 18.01.1965, Blaðsíða 36

Fálkinn - 18.01.1965, Blaðsíða 36
Hrúturinn, 21. marz—20. apríl: Þú ættir að dvel.iast sem lengst meðal ungs ok skemmtilegs fólks því á þann hátt muntu njóta þín bezt. Tómstundaiðja og önnur áhugamál eru talsvert áberandi í vikunni. Nautiö, 21. april—21. maí: Það væri heppilegt fyrir þig að eyða sem mestu af frístundum þínum innan veggja heimilisins, því að þar or margt, sem þú þyrftir að færa í betra horf. Það væri hagstætt að nota núverandi plánetu- áhrif til að fegra og bæta heimilið. Tvíburarnir, 22. maí—21. júni: Þú ættir að skiptast á skoðunum við þá sem nálægt Þér eru, því líkur eru á því, að góðar hugmyndir skjóti upp kollinum. Forðastu samt að koma af stað deilum, þótt þér kunni að finnast skoðanir annarra stinga i stúf við þínar eigin. Krabbinn, 22. júní—23. júlí: Persónuleg fjármál eru talsvert áberandi hjá þér þessa stundina og Þú getur gert margt til þess að auka tekjur þínar. Þú ættir að hugleiða hvernig bezt verður kom- ið í veg fyrir að aðrir aðilar hafi áhrif á gang mála á fjármálasviðinu. Ljóniö, 2U. júlí—23. ágúst: Þér bjóðast nú óvenju góð tækifæri til að láta á þér bera og þú átt mjög auðvelt með að framfylgja skoðunum þínum, því aðrir munu taka tillit til þeirra og gera sitt til að allt megi ganga þér í hag. Not- færðu þér stjórnarhæfileika þína. Meyján, 2i. ágúst—23. sept.: Þú færð góð tækifæri til að ljúka þeim verkefnum, sem þú hefur byrjað á að undanförnu. Það er einnig athugandi fyrir þig að ljúka af skattaframtali þínu. Notaðu frístundirnar tii hvíldar. Voqin, 2b. sept.—23. okt.: Einhverjar af vonum þinum og óskum munu rætast fyrir tilstilli vina þinna og kunningja. Taktu sem mest Þátt í félags- lífinu og skemmtanalífinu, því nú eru góð tækifæri fyrir þig til að afla þér nýrra vina. Drekinn, 21f. okt.—22. nóv.: Eldri persóna kann að koma mikið við sögu hjá þér fyrripart vikunnar og það er mikilvægt fyrir þig að leysa vel af hendi þau vandamál, sem þessi persóna skapar þJr. Þú munt sjá árangur af því þótt síðar verði. Boqmaöurinn, 23. nóv.-—21. des.: Bréfaskriftir og alls konar uppgjör fyrir síðastliðið ár munu taka nokkuð mikið af tíma þinum þessa vikuna. Það væri heppi- iegt að vera tímanlega í að ganga frá skattaframtalinu Sendu vinum þínum kveðju og þakklæti. Steinaeitin, 22. des.—20. janúar: Það kynni að vera nauðsynlegt fvrir þig að gera nokkrar breytingar á sviði fjár- málanna, til að drýgia tekjurnar. Það er hyggilegt að ieita ráðlegginga annarra í bessu sambandi. Athugaðu með að inn- heimta útistandandi skuldir. Vatnsberinn. 21. ianúar—19. febrúar: Það er athugandi fyrir þig að láta maka binn eða félaga ráða sem mestu um gang mála fyrri hluta vikunnar. því að Þú ert c'-ki eins vel fyrir kallaður nú eins og áður. Vertu samningslipur þegar leysa þarf ákveðin vandamál. Viskarnir, 20. febrúar—20. marz: Þér hættir nokkuð við kvillum fyrri hluta vikunnar og ættir þvi að fara þér varíega, og jafnvel að leita læknis, ef þess gerist börf. Ofneyzla matar og drykkjar kynni að draga alvarlegan dilk á eftir sér. Beindu starfsorku þinni sem mest í þágu atvinnu binnar. FALKINN Hinn heimsfrægi fegurðarsérfræðingur Helena Rubinstein selur hér $ landi hinar dásamlegu snyrtivörur sinar. Helena Rubinstein lætúr sér svo annt um fegurðina að hún hefir helgað líf sitt rannsóknum á húðinni og notkun fegurðarlyfja. Gjörið svo vel að kynna yður snyrtivörur Helena Rubinstein. A Apple Blossom bað- púður og baðsalt. < Apple Blossom ■ gestasápa og ilmolía. Heaven Sent ilmkrem, baðpúður og sápa. A Apple Blossom hand- áburður — sápa og baðsalt. Apple Blossom ilmúðun — Handtösku ilmúðari - Hanaabuxoui A — Baðvökvi — Baðpúður með Velour-svampi — Bað- og andlits- sápa — Hreinsikrem — Næringarvökvi — Silki-andlitspúður — Silki- krempúður og varalitur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.