Fálkinn


Fálkinn - 18.01.1965, Blaðsíða 14

Fálkinn - 18.01.1965, Blaðsíða 14
VAR ÞAÐ DRAUMUR - eða raunvertileg reynsla á öðru tilverustigi ? sem dreginn væri úr mér allur máttur, er ég hugsaði um það vonlausa verk, sem beið mín. ,Ja, ekki er nú glæsilegt fram- tíðarhlutskiptið þitt, Björg mín,“ sagði ég við sjálfa mig og stundi mæðulega. „Var þá ekki meira gagn í aþri guðspekilesningunni, fyrst þetta átti fyrir þér að liggja í hinum heiminum?" En þó að mér fyndist fátt um, sá ég, að ekki þýddi annað en reyna að sætta sig við örlög sín. Ég hlaut að hafa unnið til þess að vera sett í einmanalega þrælkunarvinnu í geðheiminum svonefnda. Jæja, ég paufaðist af stað út í grjótið, og leiðin var löng og örð- ug, þótti mér. Engin fann ég verk- færin. en þegar ég byrjaði að róta til í hrjóstrugri jörðinni og velta grjóthnullungunum til hliðar, tóku blómin að spretta undan höndum mínum. Mér var þungt í skapi, og verkið sóttist seint, enda þótt hvert nýtt blóm gleddi huga minn. Loks minntist ég þess sem ég hafði lesið 1 dulfræðiritum, að mætti hugsunarinnar væri þvínær engin takmörk sett á öðrum til- verustigum. Ég ákvað að ganga úr skugga um það og fór að hugsa mér að ný blóm spryttu upp úr moldinni, í stað þess að beita líkamlegum kröftum ein- göngu. Og mér til undrunar og óumræðilegrar, gleði sá ég gróð- urinn þjóta upp allt í kringum mig, þar til ég sat í yndisfagurri blómabreiðu. En gleði mín varð skammlíf. Það virtist óendanlega þýðingar- laust starf að sitja þarna alein úti í urðinni og gróðursetja blóm, sem enginn fengi að njóta nema ég sjálf. „Til hvers er ég annars að þessu?“ hugsaði ég. „Þetta kemur engum að gagni og er algerlega út í bláinn. Æ, ég vildi, að ég mætti heldur standa og bíða eftir ferjunni, ef ske kynni, að ég gæti eitthvað hjálpað þeim sem með henni koma. Að minnsta kosti ætti ég að geta varað þá við, svo að þeir lendi ekki í sömu ógöng- unum og ég.“ f sömu andrá varð ég þess áskynja, að við hlið mér stóð hvítklædd, björt vera. „Mikið var, að þú fórst að hugsa!“ sagði hún, og glettni brá fyrir í rómnum. Áður en varði stóðum við á ströndinni, og ég sá, að fullur bátur af fólki var á leið til lands. „Hvað á ég að gera?“ spurði ég. „Hvernig get ég hjálpað öðr- um?“ „Hvernig fór með piltinn og stúlkuna?" svaraði veran hvíta. „Stattu kyrr hérna og bíddu eftir bátnum. Þú hjálpar fólkinu bezt með því að láta það þekkja þig.“ Ég hlýddi orðalaust, og þegar báturinn kom nær, fannst mér ég bera kennsl á ýmsa sem í honum voru, meðal annarra nokkra KFUM-menn. „Hamingjan góða,“ varð mér hugsað, „hvernig verður nú þessu heittrúaða fólki við, þegar það sér, að hér er engin kirkja?“ Það var raunasvipur á flestum sem stigu á land, og mér rann til rifja að horfa á þessa ömurlegu fylkingu. Allt í einu minntist ég þess, hvernig ferjumaðurinn hafði sýnt unga fólkinu bóndabýlið, sem þau þráðu að eignast, og ég ákvað að reyna að hugsa mér kirkju. „Það skaltu gera,“ sagði veran. Ég veitti því athygli, að það glaðnaði yfir aðkomufólkinu, er það kom auga á mig. „Nei, ert þú hérna!“ sögðu sumir og þeim virtist ganga betur að sætta sig við orðinn hlut, af því að einhver var kominn að taka á móti þeim. Þá einbeitti ég hugsun minni að kirkjunni, og samstundis var sem breiður vegur birtist fyrir framan okkur. Hann lá upp á hæð þarna skammt frá, og uppi á hæð- inni stóð undrafögur kirkja. Þótt himnarnir hefðu skyndi- lega opnazt. myndi fögnuður fólks- ins naumast hafa getað orðið meiri. Það var unaðslegt að sjá ljómann í augum þess, er það gekk upp veginn í átt til guðs- hússins, og ég horfði á eftir því

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.