Fálkinn


Fálkinn - 18.01.1965, Blaðsíða 13

Fálkinn - 18.01.1965, Blaðsíða 13
Það er alltaf gaman að hlusta á Björgu Guðnadóttur segja frá. Stóru augun hennar glampa, ótal svip- brigði leika um sérkennilegt andlitið, Og dimmklingjandi röddin rifjar upp gömlu dagana, þegar hún var þekkt söngkona og kom oft fram opinberlega á konsertpalli og í útvarpinu. Margt er Björgu vel gefið. en til viðbótar ýms- um jarðneskum hæfileikum býr hún yfir dulrænum gáfum, er ósjaldan hafa vakið furðu vina hennar og kunningja. Ekkert er henni fjær skapi en að flíka þeim að óþörfu, þó að hún sé fús til að „kíkja í spil“ fyrir góða vini og láti ekki ganga eftir sér, þegar raunveru- legt áhugafólk biður hana að segja eitt- hvað frá reynslu sinni. En að jafnaði er hún hlédræg og vill sem minnst úr hæfileikum sínum gera. Ein undantekning er samt á þessari reglu hennar — DRAUMURINN. Um hann vill hún gjarnan tala. Ekki svo að skilja, að Björgu hafi ekki dreymt marga merkilega drauma um ævina, en draumurinn er í sérflokki. Þótt liðin séu átján ár, frá því að hún varð fyrir þessari einkennilegu reynslu, man hún hvert smáatriði jafngreinilega í dag og morguninn sem hún hrökk upp með andfælum, löðursveitt og skjálfandi, steinhissa að vera enn á lífi hér í heimi og sannfærð um að hafa hlotnazt sú náð að kynnast af eigin raun því til- verustigi, er bíður mannanna barna handan hliða dauðans. „Ég hef aldrei hikað við að segja frá DRAUMNUM — mér hefur fundizt það vera skylda mín að miðla hverjum sem heyra vildi af þessari reynslu minni. í hvert sinn er eins og ég lifi hann upp aftur, ég sé enn á ný koldökkan sjóinn og eyðilega ströndina . . .“ Og augnaráð hennar verður fjarrænt. Hún man ekki lengur eftir áheyrend- um sínum, hún talar hálft í hvoru við sjálfa sig, hálft í hvoru líkt og ósjálf- rátt. — Ég var stödd um borð í stóru skipi innan um mikinn mannfjölda. Mér fannst líða langur tími og ég vissi hvorki hvar við vorum ná hvert ferð- inni var heitið. Það skipti kannski ekki máli, ef til vill skipti ekkert máli leng- ur. Allt i einu gerði ég mér grein fyrir, að ég stóð úti við borðstokkinn ásamt ungum pilti og ungri stúlku, sem héld- ust í hendur. Hitt fólkið var horfið, og við þrjú vorum ein eftir í skipinu Ekki kom það mér samt á óvart. Ég horfði út á sjóinn, sem var orðinn kol- svartur. Hvergi sást til lands, en þó vissi ég að við vorum að nálgast strönd- ina. Það var dimmt, himinninn dökk- grár og drungalegur, þykkt mistur lagð- ist yfir okkur og eina birtan var dauf, gráleit skíma. Þá beindist eftirtekt mín að litlum báti, sem barst áleiðis til okkar út úr sortanum. í honum sat maður í hvítri skikkju við árar. Mér varð ljóst, að hann kom þeirra erinda að sækja okkur. Og það skipti engum togum: jafnskjótt sem þeirri hugsun brá fyrir, sátum við öll þrjú hjá honum í bátnum. Ég horfði á hann, og þá flýgur í huga minn: „Þetta getur ekki verið nema eitt... og nú verð- ur ekki aftur snúið.“ Dauðinn hlaut að hafa læðzt að mér óvænt, en ég óttaðist hann ekki. „Það er ekki um annað að gera en taka þessu,“ hugsaði ég með mér, og ég var undarlega róleg, eins og ég væri að feta mig áfram eftir fyrirfram ákveðinni slóð. Við lögðum að landi við bryggjusporð einn lítinn, og ég sé, að ströndin er ekk- ert nema hraungrýti. Hvert sem mér verð- ur litið, mætir auganu ekki annað en grjót, grjót og aftur grjót. Á vinstri hönd stend- ur húskofi rétt við sjóinn, vafalaust dval- arstaður ferjumannsins í hvítu skikkjunni. Við stigum á land, og leiðsögumaður okkar sneri sér að unga fólkinu. „Þið hafið ávallt óskað ykkur að geta eignazt lítið bóndabýli,“ mælti hann þýð- lega. „Sjáið þið nú.“ Og hann lyfti hægri hendi og benti út í grátt mistrið. Ég leit í sömu átt og sá, að þar birtist skyndilega grösug hlíð. í henni stóð indæll lítill bær, og á túninu kringum hann voru sældarleg húsdýr á beit. Og upp að bænum lá beinn vegur frá fótum okkar. Pilturinn og stúlkan horfðu hvort á annað, og ásjónur þeirra geisluðu af gleði og hrifningu. Það duldist ekki, að óska- draumur þeirra hafði rætzt. Þau tókust í hendur og leiddust af stað til nýja heimilisins síns, en ég stóð eftir hjá ferjumanninum, og skyndilega var þetta allt horfið. Ég sá ekki lengur unga fólkið, ekkert býli engan veg, að- eins grátt og kuldalegt hraungrýtið og þungan, dimman himin. Ég sneri mér að ferjumanninum sem enn stóð við hliðina á mér og sagði við hann: „En ég? Hvert á ég að fara?“ Hann leit á mig, eins og hann hefði ekkert hugsað út í það fyrr, benti á grjót- ið og svaraði: „Þú átt að fara og gróður- setja blóm þarna.“ Að svo mæltu gekk hann inn í hús sitt og skildi mig eina eftir á ströndinni. Ég stóð lengi í sömu sporum og virti fyrir mér gráa auðnina og mér fannst Frú Björg Guðnadóttir á yngri árum. Björg er gift Eiríki Pálssyni lögfræðingi, fyrrverandi skattstjóra í Hafnarfirði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.