Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1965, Page 25

Fálkinn - 22.02.1965, Page 25
1 Jónas Jónsson frá Hriflu. Við hlið hans er dóttursonur hans, Sigurður Steindórsson. 2 Og hér fagnar Vigdís Jónsdóttir Jóni Eyþórs' syni. 3 Talið frá vinstri: Valdimar Örnólfsson (for- söngvari); Vigdís Jónsdóttir; Eyþór Einars- son, náttúrufræðingur; Ingibjörg Sigurðar- dóttir, Ijósmyndari (ASIS) og María Sigurðar- dóttir eiginkona Sigurjóns Rist. 4 Frá vinstri: Páll Jónsson, bókavörður; Þor- leifur Guðmundsson; Jón Eyþórsson; Guðrún Markúsdóttir eiginkona Magnúsar Björnsson- ar er starfar hjá Héðni og Guðmundur Jónas- son hinn kunni langferðabílstjóri. Allt er þetta fólk þekkt af dugnaði og áhuga á jökla- og fjallaferðum. 5 Sigurður Jóhannsson, vegamálastjóri; Páll Jónsson og Jónas Magnússon, rafvirkjameist- ari í Ljós og Hita. Hann hefur ferðazt mikið og farið með nokkrum leiðöngrum á Vatna- jökul. 6 Eiríkur Hjartarson, rafvirkjameistari og frú. Þau hafa mikinn áhuga á starfi Jöklarann- sóknafélagsins og mæta á flestum fundum félagsins. 7 Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, ræðir við Þóri Baldvinsson, arkitekt. JÖKLAMANNALJÓÐ Mórall í borginni aflaga er, og ástin á landinu þverrandi fer. „En engan á jöklunum hafa menn hitt, sem hefur ei dásamað föðurland sitt.“ Viðlag: Hollarí-ó, hollarí-ó, hollari hopp-sa-sa, hollarí-ó. Milljónir renna úr rikisins sjóð því redda skal dreifbýli með vorri þjóð. Og Grímsvatnahreppur á heimtingu á fé því hvar ætli dreifbýlið vænlegra sé? Grimsvatnaskálinn er glæsilegt hús þar geta menn lifað í súsi og dús. Þó er hv"er reisa, sem þangað er gerð þekkt undir nafninu „rannsóknarferð". Blásnauður kommi, sem eldrauður er uppiitast stundum, er fátæktin þver, en sólbað á jökli er lækning við því, litinn sinn fær hann þar aftur á ný. Fúll er hann Skarni, menn finna að því, en fúlli er Skeiðará hlaupunum í. Yfir því fljóti telst alls ekki synd inni í flugvél að leysa sinn vind. Ærin er raun fyrir bifur og búk að brölta upp á torfæran Hvannadalshnúk. Þó æða menn þangað og iðra ei par og eru víst sjaldan eins „hátt uppi" og þar. Skellum nú botni í skrykkjóttan brag skáldið er bilað og andlaust í dag. En komist það aftur á Grimsvatnagrund getur svo farið að hýrni þess lund. S. Þ.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.