Fálkinn


Fálkinn - 12.07.1965, Blaðsíða 17

Fálkinn - 12.07.1965, Blaðsíða 17
yrðu konur eða börn, þá var hann viss um, að það kæmi ekki til með að hvíla þungt á honum. Ef herra Jórdan að- eins dæi, þá gæti Myron Hett- inger lifað lífi sínu sem fyrr. Svo einfalt var þetta. Klukkan fimm stóð endur- skoðandinn upp frá skrifborði sínu með alla erfiðleika dags- ins að baki sér. Hann gekk út frá skrifstofunni stóð nokkra stund á gangstéttinni fyrir utan, andaði að sér hreinu loft- inu og íhugaði aðstæðurnar. Hann hafði enga löngun til þess að fara heim. Hann hafði unn- ið afrek, hann hafði leyst óleys- anlegt vandamál... Það kynni að vera þægilegt að eyða kvöldinu heima hjá Elannóru, en ekki að sama skapi hátíðlegt. Það sem hann hafði þörf fyrir var kvöldstund á heimili Sheilu Bix. En hann kærði sig varla um að breyta út af venjunni: Mánudagar og föstudagar hjá Sheilu, annars heima. Á hinn bóginn hafði svo sem breytt út af venju í dag, — út- borgunarvenjunni. Hvers vegna þá ekki að bylta deginum al- gerlega? Hann gekk inn í símaklefa og hringdi til konu sinnar. — Ég verð nokkrar klukku- stundir í bænum, sagði hann. •— Ég hafði ekki tíma til þess fyrr. — En þú ert vanur að vera heima á fimmtudögum, sagði hún. — Ég veit það. En þetta er áríðandi. Konan hans var ekki að spyrja. Hún spurði ekki hvað væri á seyði. Hún var hin full- komna eiginkona. Hann sá, að hún elskaði hann, sem auðvitað var satt, og hann sá að hann elskaði hana, sem auðvitað var haugalýgi. Svo lagði hann tól- ið á, gekk út á gangstéttina og náði sér í leigubíl. Hann bað bílstjórann að keyra í 36. stræti, nokkrar húslengdir frá Central Park . Byggingin var gamalt múr- steinshús með fjórum íbúðum, einni á hverri hæð. íbúð Sheilu var á þriðju hæð. Hún kostaði 120 dollara á mánuði, honum líkaði verðið vel. Myron Hettinger gekk upp tröppurnar og stanzaði til þess að blása mæðinni fyrir utan dyrnar hjá hjákonunni. Síðan tóankaði hann, en það var ekki opnað. Þá hringdi hann, sem hann þó gerði venjulega ekki, en það var heldur ekki opnað þá. Hefði þetta verið á mánu- degi eða föstudegi hefði Myron Hettinger með fullum rétti get- að orðið ergilegur. En hann var rólegur. Sheila Bix átti auðvitað ekki von á honum, svo hann gat ekki vænt þess að hún væri heima. Að sjálfsögðu hafði hann lykil að íbúðinni. Þegar maður hefur fullkomna hjákonu liggur það í augum uppi, að maður verður að hafa lykil að íbúðinni hennar. Enda fór hann inn og lokaði á eftir sér. Hann fann wiskíflösku og blandaði sér drykk, sem Sheila Bix var vön að blanda honum á mánudög- um og föstudögum. Hann kom sér vel fyrir í góðum stól og dreypti á veigunum, meðan hann beið eftir hjákonunni, og hann hugsaði bæði um þær yndislegu stundir sem hann ætlaði að eiga með henni, og um örlög þorparans herra Jór- dans. ------------— Klukkuna vantaði 20 mín- útur í 6 þegar Myron Hett- inger læsti sig inni í íbúðinni og blandaði sér drykk. Og klukkan var 20 mínútur yfir 6, þegar hann heyrði umgang í stiganum. Hann opnaði munn- inn og ætlaði að segja „halló“. En hann sá að sér og þagði. Hann ætlaði að gera hana hissa. Og það gerði hann. Dyrnar opnuðust. Sheila Bix gekk frjálsleg inn í herbergið, Ijóshærð og falleg. Handleggir hennar stóðu beint út í loftið, og Myron Hettinger var ein- mitt að furða sig á því, þegar hann svo greindi ástæðuna. Á höfðinu bar hún böggul á stærð við bók, og var hún að leika sér að halda jafnvægi með jafnvægi með hann. Myron Hettinger var fljótari að þekkja pakkann heldur en hjákonan að þekkja Myron Hettinger. Og bæði skildu þau aðstæðurnar og báðum varð þeim bilt við. Myron Hettinger lagði saman tvo og tvo með sama árangri og venjulega, og það gerði Sheila Bix líka, en ekki með eins góðum árangri. Myron Hettinger gerði til- raun til að komast út úr her- berginu. Hann reyndi að láta kassann vera kyrran þar sem hann var, á hinu síiðandi höfði ungfrúarinnar. Og að lokum g'erði hann úrslitatilraun til að grípa kassann, þegar hann datt af höfði hjákonunnar niður á gólf. Myron Hettinger náði ekki kassanum. Það heyrðist mikill hávaði en Myron Hettinger endurskoð- andi og hjákona hans, Sheila Bix heyrðu aðeins byrjunina ... plasi lil heimilisnota tll ad pakka Inn mat- vörum svo dg öllu ödru sem pakkast þarfinn. óteljandi notkunarmöguleikar i fæsf I næstu matvoruverzlun || vinnuheimilid ad Reykjalundi J sem næglr adhnýta fyrlr tll adfáþéttan og gódan poka. FALKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.