Fálkinn


Fálkinn - 12.07.1965, Blaðsíða 18

Fálkinn - 12.07.1965, Blaðsíða 18
riUGSYH • Tigrisdýrin Framh. af bls. 9. alla leið heim úr borginni. Bush, hugsaði ég, hver sem þú ert, þá ætla ég að finna þig og það fljótt, því ég þoli þetta ekki öllu lengur. Góða nótt, Bush. Sofðu rótt. VII. Koleski hringdi klukkan hálf- niu morguninn eftir. Mér fannst vera miður dagur, svo lengi hafði ég verið á fótum og beðið. Ég sagði honum, hvað Miller og hinir tveir hefðu sagt mér. „Bush,“ sagði hann. „Er það allt og sumt?“ Jafnvel mér fannst það ekki ýkja mikið í kaldri morgunskím- unni. En ég sagði: „Það er samt eitthvað, ekki satt? Það er þó nafn.“ „Ég ætia að spyrjast fyrir um það í unglingadeildinni," sagði hann. „Viljið þér að ég komi niður- eftir?“ „Nei, ég hringi til yðar. Og Sherris, gerið mér greiða. Farið nú ekki að leita uppi alla Busha í simaskránni og berja upp hjá þeim.“ „Ég mun ekki gera það,“ sagði ég, „en það eru samt lí'kur til að þessi Bush búi hérna megin í borginni. Ég gerði að vísu regin skyssu um daginn, með bílinn, en hugmyndin var rétt. Þeir voru á heimleið og óku þennan veg, hingað." „Ég ætla að hafa það hugfast. Verðið þér heima, ef ég þarf að náí yður?“ „Ég verð hér.“ Hann lagði á. Ég lagaði aftur könnu af kaffi og saknaði Tracey eins og hluta af sjálfum mér. og hugsaði um, hve hljótt væri í húsinu án barnanna. Ég leitaði ekki að Bush-um í símaskránni. Þess gerðist ekki þörf. Ég hafði þegar leitað og samið iista yfir þá, sem komu til greina, fleygt honum og samið annan. Ég hafð- ist ekki að. Ég bara beið í of- væni. Um ellefuleytið hringdi sim- inn og það olli allt að þvi von- brigðum, að það skyldi vera Tracey. Þó aðeins andartak. Ég sagði henni hvað væri að gerast og fullvissaði hana um, að allt væri í iagi með mig. „Ég held ekki, að þeir láti til skarar skríða út af þessu með bílinn,“ sagði ég. „Ef þeir ætl- uðu sér það, hefðu þeir komið i gærkvöldi." „Ég vona að það sé rétt hjá þér. Heldurðu að þetta — þetta nafn geti ieitt til einhvers?" „Get ekki sagt um það enn. Ég er að bíða eftir símtali núna.“ „Láttu mig vita,“ sagði hún, einhvern veginn litil og fjarlæg. „Strax og ég get.“ Hún hringdi af. Ég skoðaði huga minn um, hvort ég hefði ánægju af að kvelja hana. Ég gat neitað þvi hreinskilnislega. Ef til vill var ég að reyna að fá hana til að játa, áður en upp kæmist. Ég vonaði, að hún gerði það. Koleski hringdi ekki aftur fyrr en eftir hádegi. „Það getur verið að þér hafið heppnina með yður,“ sagði hann. „Unglingadeildin hefur einn dreng á skrá, sem heitir Bush. Everett Bush, Shenangovegi 10710. Það er yðar megin í borg- inni.“ „Já,“ sagði ég. „Ein af þessum hálfleiðinlegu, nýju götum, u. þ. b. mílu í vestur héðan." Ég reyndi að tala rólega. En Koleski sagði: „Verið ekki of vonglaðir, Sherris. Þetta þarf ekki að vera sá rétti. 1 skýrslu hans er engin árás nefnd. Hann hefur aldrei verið sakaður um neitt alvarlegra en smáþjófnaði og skemmdarverk, og hann hefur aldrei verið á upp- eldisstofnun. Svo ég segi eins og er, þá var hann mjög sam- vinnufús, játaði brot sitt fúslega, lofaði að gera það ekki aftur og var undir eftirliti í eitt ár. Það er þó eitt í sambandi við það, sem vekur athygli mína.“ „Hvað er það?“ „Reynslutími hans var útrunn- inn 18. apríl.“ „Daginn eftir að þeir börðu mig?“ „Já," sagði Koleski. „Þeir hefðu getað verið að halda eitt- hvað fleira hátíðlegt en afmæli stóra piltsins." Hann sagði mér að vera kyrr og lagði á. Og ég beið. Það var hitasvækja, og hver klukkustund var tíu ár að líða. Stundarfjórðung yfir tvö ók Koleski bil sínum upp akbraut- ina. Ég beið hans við dyrnar. Kolsvartar brýrnar voru imykl- aðar og hann var reiður á svip. Með honum var ungur maður, Davenport að nafni, frá unglinga- deildinni, sem hafði haft eftirlit- ið með Bush með höndum. Kol- eski kynnti okkur eins og hann { hataði o'kkur báða, og Daven- port glotti. . „Pete er vanur hóglífi," sagði hann við mig. „Morðingjum, bóf- um, bankaræningjum og svo- leiðis rjómabollum. Hann hefur ekki stangazt á við reiðu mömm- urnar, þegar maður kemur og hvessir augun á litlu englana þeirra. Pabbarnir gefa manni bara einstöku sinnum kjafts- högg, en mömmurnar, — hú-ú!“ Koleski sagði: „Foreldrar eldrar drengsins ætla að koma Framh. í næsta blaði. C.A.V. - LIÍCA8 - Girling Allt í LIICAS rafkerfið Allt í C. A. V. olíu- og rafkerfið Allt í GIRLIIMG hemlakerfið BLOS8I s.f. Laugaveg 176 - Símar: 23285 og 37456 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.