Fálkinn


Fálkinn - 12.07.1965, Blaðsíða 37

Fálkinn - 12.07.1965, Blaðsíða 37
KOIMUM MÍINiUM LDREI LEIÐA8T BING & GR0NDAHL KONGELIG HOF LEVERAN D0R Áfengið hjálpaði henni líka að flýja á náðir draumór- anna. — Þegar Marlon kom til New York, og sló í gegn á Broadway með lítilli fyrirhöfn, reyndi hann að bjarga móður sinni. En það varð honum ekki til mikillar gleði. Hann varð of seinn til að bjarga henni. Sú mynd, sem venjulega hefur verið dregin af Marlon Brando á fyrst og fremst rætur sínar að rekja til þeirra hlutverka, sem hann fékk, þegar hann var að byrja kvikmyndaframa sinn, — sem ungur maður, sem þjáist af minnimáttarkennd, keyrir á mótorhjóli og er fullur af kynórum. — Fólk heldur, að það þekki mig þegar það hittir mig. En ég er sú manngerð, sem keyri á mótorhjóli og geng í leðurjakka og set upp afturgöngusvip, segir Marlon. Sem einstaklingur er Marlon Brancto velklæddur, al- varlegur maður, með hárfína kímnigáfu. Hann hefur þýða rödd, og þeir, sem þekkja hann bezt, vita, að hann er vel greindur, tilfinninganæmur, en þjáist af minni- máttarkennd. Hann hefur oft sagt, að hann vilji hætta kvikmyndaleik, og að hann sé ekki hættur ennþá, skýr- ir hann svo: — Ennþá er ég ekki nógu stór persónuleiki til þess að geta slegið hendinni á móti peningum. Hann hefur andstyggð á því, að verið sé að hnýsast í einkalíf hans, og hefur alltaf reynt að gæta þess, að menn geri það ekki. Honum hefur leiðst Hollywood frá því hann kom þangað fyrst og hvorki frægð hans né peningar geta kvikað honum frá því. Og um kvikmynda- stjórana segir hann: — Jafnvel þótt þeir hafi alltaf verið kurteisir við mig, hef ég ekki siðferðilegan rétt til þess að gleyma, hvernig framkoma þeirra við aðra hefur verið. Venju- leg framkoma þeirra er álíkust fjandsamlegum maurum, sem herja á smáborgarahjón í sumarleyfi. Og um kvikmyndaleikara segir hann: — Þessar undarlegu, leiðinlegu manntegundir, lifa á Framh. á bls. 47. MINJAGRIPAVERZLUNIN BÆNDAHÖLLINNI - SÍMI Z4B6G Heimsfrægt merki, glæsileg gjöf MÁVASTELLIÐ FRÁ BING & GRÖNDAHL ER HÖFUÐPRÝÐI Á HVERJU HEIMILI. VERÐUM MEÐ MIKIEI ÚRVALÁ NÆSTUNNI, ÞAR SEM INNFLUTNINGUR Á PDSTUlTnSVÖRUM HEFUR VERIÐ GEFINN FRJÁLS. ATHUGIÐ! ÞAÐ ER HÆGT AÐ KAUPA EINN DG EINN HLUT í MÁVASTELLIÐ OG EIGNAST ÞAO ÞANNIG Á LÖNGUM tTmA. GJÖRIÐ SVO VEL OG LÍTIÐ INN. BING & GR0NDAHL KONGELIG HOF LEVERAN D0R FALKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.