Fálkinn


Fálkinn - 12.07.1965, Blaðsíða 31

Fálkinn - 12.07.1965, Blaðsíða 31
GLÍMUKEPPIMIN í glímukeppninni voru átta þátttakendur, og urðu glímurn- ar því 28 talsins. Það var at- hyglisvert, að fjórir af glímu- mönnunum voru bræður, en þeir og sá fimmti eru s5rstkina- börn. Þessi fimmti er enginn annar en ókrýndur glímukóng- lír íslands, Ármann J. Lárus- son, enda sigraði hann í keppn- inni, en bræðurnir fjórir urðu í 2.—5, sæti. — Mikil glímu- Eptt, sagði Sigurður Greipsson, sá aldni glímukappi, — mikil glímuætt. Faðir glímubræðr- T anna er Steindór Sigurðsson og hann fylgdist vel með sonum sínum, en var farinn af glímu- palli, þegar blaðamaður ætlaði að spyrja hann, hvaða „t?Jítik“ þyrfti að beita, til að eignast slíkt. Sigurður Steindórsson var sá af bræðrunum, sem náði öðru sæti, og aðspurður kvað hann það „bara skemmtilegt að leggja þrjá bræður sína,“ og hefði greinilega ekkert haft á móti því að leggja frænda sinn einnig. Þessar fjórar blómarósir hitti bla'ðamaður á rölti sínu gegnum tjaldbúðirnar snemma á laugardagskvöld. Þetta eru miklar dansmanneskjur, og átti ein af þeim (önnur frá vinstri) að sýna þjóðdansa daginn eftir. Þær biðu í ofvæni eftir að sjá og heyra Hljóma frá Keflavík. I TJALDBUÐUM Það var mikið um að vera í tjaldbúðum íþróttafólksins rétt áður en kvöldvakan átti að hefjast á laugardagskvöld. Fólk var að útbúa sig, — kannski fyrir dansleikinn, — og auðvitað hlökkuðu allir til. Ekki spillti það fyrir ánægj- unni, að Hljómar frá Keflavik áttu að leika fyrir dansinum, og nær allir áttu það sameig- inlegt að hlakka til að sjá hana og að dansa eftir hljómlist hennar. Allt íþróttafólkið var sammála um, að ekkert vín skyldi þarna um hönd haft, og það stóð rækilega yið bað frá sinni hálfu. Þegar blaðamaður gekk í gegnum tj aldbúðirnar var kallað í hann frá tjaldbúð- um Skagfirðinga, og spurt hvort hann vildi fá mynd af fallegum manni, en því miður hafði blaðamaður eitt síðustu myndinni á filmunni í blómarós frá Keflavík. Á röltinu i gegn um tjaldbúðirnar var rætt við ýmsa keppendur, og virtust all- ir ánægðir með mótið og hlakka til upplyftingar eftir ánægju- legan en erfiða i dag. Klukkan 8 hófst svo kvöld- vakan, og fór hún fram á pall- inum þar sem körfuknattleikur- inn hafði verið um daginn. Svo klukkan rúmlega 10 hófst dans- inn, þegar Hljómar komust loksins út úr bíl sínum, en það virtist ætla að ganga seint vegna fjölda aðdáenda, sem þyrptust þar í kring. Dansinn átti að standa til klukkan 12 en vegna fjölda áskoranna og al- mennrar gleði var hann fram- lengdur til klukkan tæplega 1. Fór kvöldvakan geysilega vel fram, og varð þetta rólegt kvöld fyrir lögregluþjónana, sem þarna voru. Dráttarvélaakstur. 1. Vignir Valtýsson, HSÞ ............... 136% stig 2. Valgeir Stefánsson, UMSE ............. 127 — 3. Birgir Jónasson, HSÞ ................ 126% — 4. Guðni Eiríksson, HSK ................ 126 — 5. Gylfi Ketilsson, UMSE ............... 124% — 6. Jósavin Gunnarsson, UMSE.............. 123 — Ostafat og eggjakaka — Unglingar. — 1. Sigríður Teitsdóttir, USÞ ............. 99 stig 2. Valgerður Sigfúsdóttir, UMSE .......... 92 — 3. Ingunn Emilsdóttir, HSÞ ............... 91 — 4. Bjarney Þórarinsdóttir, HSK............ 89 — Gróðursetning trjáplantna. 1. Ármann Olgeirsson, HSÞ.............. 92 stig 2. Jón Loftsson, UMSK ................. 91 — 3. Davíð Herbertsson, HSÞ .............90 — 4. Sveinn Jónsson, UMSE ............... 89 — 5. Birgir Jónasson, HSÞ ............... 87 — 6. Helgi Garðarsson, HSK .............. 81 — Hrossadómar. 1. Sigurður Sigmundsson, HSK........... 93% stig 2. Theodór Árnason, HSÞ ............... 91Y4 — 3. -4. Ari Teitsson, HSÞ .............. 89% — 3.-4. Haraldur Sveinsson, HSK .......... 89% — 5. Halldór Einarsson, UMSK ............ 88% — 6. Jón G. Lúthersson, HSÞ ............. 87% — 31 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.