Fálkinn


Fálkinn - 12.07.1965, Blaðsíða 21

Fálkinn - 12.07.1965, Blaðsíða 21
Oddrún. 3 neitt að raði fyrir þetta mót, en byrjaði að æfa íþróttir árið 1951 og hefur tekið þátt í lands- mótunum síðan. Oddrún tók einnig þátt í kringlukasti og hreppti þar 5. sæti. Oddrún sagðist keppa fyrir heimahérað sitt, Skagafjörð, eða nánar til tekið Héraðssamband Skagafjarðar, en hún væri bú- sett í Reykjavík núna. KLLUVARP KARLA Sigurþór. Sigurvegarirm í kúluvarpi karla kom nokkuð á óvart, en menn höfðu búizt við að ein- hver hinna eldri og reyndari myndu sigra í þessari grein íþróttanna eins og oftast áður. En sá sem sigraði er aðeins 21 árs gamall og heitir Sigurþór Hjörleifsson, frá Hrísdal í Miklaholtshreppi og keppir þess vegna fyrir Héraðssam- band Snæfells- og Hnappadals- sýslu. Sigurþór kvaðst hafa æft nokkuð vel undir þetta mót, enda er árangurinn eftir því, en hann náði 14.35 metrum í kúlu- varpinu. Sigurþór sagði að þetta væri annað landsmótið sem hann tæki þátt í, en hann tók þátt í hástökkinu að Laugum og varð í fimmta sæti. Hann hreþpti 6.—7. sæti í hástökki nú. Erling. KRBMGLLKAST KARLA Erling Jóhannesson sigraði í kringlukasti, en hann varpaði 2.30. Erling kvaðst hafa stund- að íþróttir í u. þ. b. 10 ár og tók m. a. þátt í landsmótinu að Laugum, en þar varð hann 3. í kringlu og 4. í kúluvarpi. Bezti árangur Erlings í kringlukasti er 43.80. Erling Jóhannesson er frá Eiðshúsum í Miklaholtshi’eppi, og keppir því fyrir Héraðssamband Snæ- fells- og Hnappadalssýslu. Emil. SPJÓTKAST KARLA Emil Hjartarson, 29 ára, kennari á Flateyri, vqnn spjót- kast með 52,10 m kasti. Hann sagðist æfa eftir beztu getu og þá fremur stökk en spjót, enda tók hann einnig þátt í hástökki (á bezt 1.82 m), en stökk ekki nema 1.65 m. Emil hefur keppt og æft undanfarin 15 ár og ætl- ar að halda áfram eins lengi og hægt er, ,,því að ég hef ekki nema gott af því,“ sagði hann. Emil hefur kastað spjóti lengst 54,26 m og reiknaði með að kasta því nú eina 55 m, en of sterkur vindur í fangið spillti fyrir. 400 IVI HLALP KARLA Helgi Hólm, 24 ára, kennari í Keflavík vann 400 m hlaup á 54.0. Bezti tími hans í 400 m hlaupi er 52,6, er hann náði í Reykjavík fyrir tveim árum. Annars kvaðst Helgi lítið hafa Helgi. hlaupið 400 m, en aftur á móti hefði hann æft meir 400 m grindahlaup og er bezti tími hans á þeirri vegalengd 57,0. — Það er skömm frá því a3 segja að ég hef lítið æft nema tvær síðustu vikurnar, sagði Helgi, en mig hefur alltaf lang- að til að keppa á landsmóti UMFÍ. í hlaupinu nú hugsaði ég aðeins um það eitt að hleypa engum fram úr mér, og það tókst. Helgi tók einnig þátt í há- stökki, stökk 1.75 og hlaut 3. sæti. Helgi hafði áður stokkið 1.75 m utanhúss og 1.80 m inn- anhúss. 1500 IU HLALP KARLA Sigurvegari í 1500 m hlaupi varð Þórður Guðmundsson UMSK. Hann hljóp vegalengd- ina á 4.15,2 og var það góður tími miðað við aðstæður. Fyrir- fram var búizt við að Halldór Jóhannsson HSÞ myndi vinna hlaupið, og leit lengi vel út fyr- ir að sú spá myndi rætast, en þegar hann átti um 150 m eft- ir var hlaupamátturinn þrot- inn og Þórður geystist fram úr honum. i' 4X50 metra frjáls aðferð karla. 1. Sveit UMFK Guðmundur Sigurðsson, Þór Magnússon, Sigmundur Einarsson, ■ Davíð Valgarðsson ............... 2. Sveit UMSS ..................... 3. Sveit HSS ...................... 4. Sveit HSK ...................... 5. Sveit HSÞ ...................... 6. Sveit UMSE ..................... 2:02.9 mín, 2:05.5 — 2:11.0 — 2:11.6 — 2:18.5 — 2:42.9 — 100 metra frjáls aðferð kvenna. 1. Ingunn Guðmundsdóttir, HSK ,. 1:14.1 mín. 2. Sólveig Guðmundsdóttir, HSK . 1:21.4 — 3. Ásrún Jónsdóttir, HSK , . 1:24.7 — 4. Ingibjörg Harðardóttir, UMSS .. 1:28.0 — 5. Auður , Ásgeirsdóttir, UMFK , . 1:28.9 — 6. Halífriður Friðriksdóttir, UMSS . . 1:30.2 — 200 metra bringusund karla. 1. Einar Sigfússon, HSK . . 2:57.4 mín. 2. Birgir Guðjónsson, UMSS .. 3:02.0 — 3. Þór Magnússon, UMFK .. 3:03.6 — 4. Sigm. Einarsson, UMFK .. 3:05.2 — 5. Sveinn B. Ingason, UMSS . . 3:07.5 — 6. Ingim. Ingimundarson, HSS . . 3:11.3 — FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.