Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1966, Blaðsíða 6

Fálkinn - 28.03.1966, Blaðsíða 6
Falkinn 12. TÖLUBLAÐ — 28. MARZ 1966. EFNI Svarthöfði segir — Pósthóif 1411 ............... 6— 7 AHt og sumt..................................... 8— 9 Heimsókn í Húsmæðrakennaraskólann, grein og myndir .......................... ........ .. 10—13 Er hugsanaflutningur vísintlaleg staðreynd? grein 14—15 f sviðsljósinu ................................. 16—17 Maðurinn sem dó ellefu sinnum, grein og myndir 18—19 Hvers vegna einmitt í búðingnum? framhaldssaga eftir Agatha Christie .................... 20—21 Unga stúlkan og kynlífið, grein ...................... 22 Hvernig vinnur Nóbelsskáldið? myndafrásögn . . 23—26 Líf og heilsa, eftir Ófeig J. Ófeigsson lækni .... 27 Sendibréf úr fortíðinni, eftir Jón Helgason, um atburði fyrir fjörutíu árum ................. 28—31 Ég er saklaus, framhaldssaga úr Dölum í Svíþjóð eftir Astrid Estberg ................... 32—33 Stjörnuspá ........................................... 34 Kvenþjóðin ........................................ 42—43 Barnasagan ........................................... 44 Orð af orði og Astró ................................. 45 Forsíða: Halldór Laxness. — Ljósm.: R. G. Stúdíó Guðm. f NÆSTA BLAÐI er meiningin að birta viðtöl við tvo kunnustu söng- kennara hér á landi: MARÍU MARKAN og VINCENZO M. D E M E T Z Höfundur er Steinunn S. Briem, en myndirnar taka Rúnar Gunnarsson og Oddur Ólafsson. ★ Þá verður grein um fljúgandi diska, amerískur major telur sig vita fyrir víst að þeir séu farartæki er byggjast á valdi yfir þyngdarlögmálinu. ★ Ennfremur birtum við grein um kyn- villu, nokkrir kynvillingar lýsa lífi sínu. ★ Síðari hluti greinarinnar, .Hálfa öld á hafinu“ eftir Svein Sæmundsson. ★ Og auðvitað verða hinir nýju föstu þættir: Svarthöfði segir og Líf og heilsa, eftir Ófeig J. Ófeigsson, ásamt mörgu fleira til fróðleiks og skemmtunar. Ritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson (áb.). Blaöamaöur: Steinunn S. Briem. Ljósmyndari og útlitsteiknari: Rúnar Gunnarsson. Fram- kvœmdastjóri: Hrafn Þórisson. iuglýsingar: Fjóia Tryggvadóttir. Dreifing: Kristján Arngrimsson. Útgef.: Vikublaðið Fálkinn h.f. Aösetur: Ritstjórn, afgreiösía og auglýsingar: Grettisgötu 8, Reykjavík. Símar 12210 og 16481. Pósthólf 1411. — Verð i lausa- sölu 30,00 kr. Áskrift kostar 90,00 kr. á mánuði, á ári 1080,00 kr. Setning og prentun kápu: Féiagsprentsmiðjan h.f. Prentun megin- máls: Prentsmiðja Þjóðviljans. Myndamót: Myndamót h.f. 6 FÁLKINN Ráðherrastóll í boði T^AÐ ætti að þurfa töluverðan kjark til að verða ráðherra hér á fslandi. En reyndin hefur orðið sú að menn taka við þessum háu embættum, eins og þeir væru útvaldir snill' ingar og láta aldrei reyna á kjark sinn. En þurfi kjark til að verða ráðherra mætti ætla að til þyrfti hetjulund að neita ráðherrastól. Samt gerðist slíkur atbúrður alveg nýlega og fór ekki hátt. Ríkisstjórn sú, sem nú situr að völdum í landinu, hefur valið þann kost að þrauka. í rauninni má segja að það sé hennar meginstefna. Hún hefur lifað af ýmsar merki- legar sviptingar og alltaf komið sigruð úr hverjum leik. Fram- undan eru stórfelld átök í stóriðjumálinu. Hún verður sjálf- sagt borin ofurliði í því máli — in a way, og mun sitja áfram- Samt hefur þetta mál sett þann hroll að forsætisráðherra, að hann hefur í fyrsta sinn, síðan stjórn hans hóf göngu sína, boðið lausan ráðherrastól. Hugmynd hans var að bæta þess- um ráðherra við þá sjö sem fyrir eru i stjórninni, en maður- inn, sem fékk boðið um stólinn, sagðist hafa í öðru að snú- ast þessa stundina og afþakkaði. Maður þessi er Hannibal yaldimarsson. Ýmiss konar vindar hafa leikið um Hannibal. síðan honum var skipað út í Bolungarvík í gamla daga. Sagt hefur verið að sófamaðurinn, bróðir hans í Kópavogi, hafi löngum drýgt honum örlög, en réttara er, að Hannibal er sinn eigin örlaga- valdur. Hann er sagður valdaminnsti stjórnmálamaður lands- ins. Þrír synir HEFÐI Hannibal þegið boðið um ráðherrastólinn, taldi foi- sætisráðherra, að tæknilega séð hefði hann bundið verka- lýðshreyfinguna í stóriðjumálinu. Eins og ríkisstjórn hans hefur tæknilega setið af sér hvern ósigurinn af öðrum, eins átti að vera mögulegt að komast tæknilega í gegnum stóriðju- málið með forseta Alþýðusambandsins í ráðherrastól. Eftir nokkra vafninga komst. forsætisráðherra að þeirri niðurstöðu, að Hannibal mundi ekki fáanlegur til samninga um þetta. Bréfaskóli S.Í.S. Kæri Póstur! Mig langar til að biðja ykkur að gefa mér upplýsingar um Bréfaskóla S.I.S. Ég hef lokið iandsprófi, en ætla ekki í skóla. Ég hef mikinn áhuga á að læra ensku. Getur maður fengið bækur við sitt hæfi hjá Bréfa- skólanum? Bára. P.S. Hvernig er skriftin? Svar: ÞaÖ er hœgt aö fá námsefni keypt hjá Bréfaskólanum, en þaö er líka hœgt aö ganga inn l fullkomiö námskeiö þar sem maöur fær verkefni send og stööugar leiöbeiningar eftir þörfum. Aö toknu slíku nárni fær maöur svo próf og aö lok- um fullnaöarpróf ef svo lenfji er haldiö áfram. — Skriftin et nokkuö góö, töluvert fyrir ofan meöallag, skýr og fremur létt. Bréf þitt er ódagsett, en viröist hafa veriö nokkuö lengi á leiS- inm! Frímerkjaskipti Til vikublaðsins Fálkans. Ég leyfi mér hér með að spyrja um hvort blað yðar geti orðið mér hjálplegt með að út- vega nokkra frímerkja skipti" vini á Islandi. Ég get skipt á frimerkjum frá flestum lönd- um en hef sjálfur mestan hug á islenzkum frímerkjum. Ég get skrifað á ensku, þýzku eða

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.