Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1966, Blaðsíða 18

Fálkinn - 28.03.1966, Blaðsíða 18
Hvernig er að deyja? Þeirri spurningu getur Delroy Outhouse að minnsta kosti svarað, því að hann hefur hvað eftir annað verið kominn langa leið inn í eilífðina, og það er eingöngu nútíma læknavísind- um að þakka, að hann hefur lifað af og er þess umkominn að segja frá, hvernig það er að horfast í augu við dauð- ann . .. Eins og í draumi heyrði hinn hálffimmtugi Delroy Outhouse einhvern segja: — Nú líður óðum að lokum. Hann getur ekki átt langt eftir. Við getum ekkert gert meira. Outhouse, sem var eigandi lítillar sjónvarpsviðgerðarstofu og átti tvö uppkomin börn, lá þarna og vissi, að í þessu hafði verið kveðinn upp yfir honum dauðadómur. Einn skurðlækn- anna sem stóð við rúmið hans í hjartasjúkdómadeild Victoria General sjúkrahússins í Hali- fax, Nova Scotia, hafði mælt orðin. En sjúklingurinn lá þarna magnþrota. Eitthvað herti að brjóstinu á honum eins og um það lægi stálspöng, sem þrýsti loftinu úr lungunum. Heili hans var glað- vakandi, en hann megnaði ekki að opna augun né hræra nokk- urn vöðva til þess að gera læknunum ljóst, að hann væri með fullri meðvitund og hefði skilið, hvað þeir sögðu. Það hlaut að koma að því, þessu endanlega, örlagaríka hjartaslagi. Það hafði aðeins verið tímaspurning, og þegar hann bar þetta þunga sjón- varpstæki upp tvo stiga til íbúðar eins viðskiptavinarins, kom kastið sem læknir hans hafði varað hann við. Kolsvört bylgja flæddi yfir hann, og hann hneig niður í lífvana hrúgu í stiganum. Þegar hann komst aftur til meðvitundar var hann staddur í hjartasjúkdómadeild sjúkrahússins, en hann vissi það ekki sjálfur. Hann vissi það eitt, að við rúm hans stóðu einhverjir menn og sögðu, að hann væri dauður, enda þótt hann vissi, að hann var enn lifandi. Hann fann, að verið var að hagræða einhverju á brjósti hans, síðan sársaukafulla stungu; voldugur rafstraumur fór eins og elding um allan líkama hans og önnur fylgdi á eftir nærri viðstöðulaust, þar eð læknarnir beindu 450 volta spennu að hjarta hans til þess að reyna, hvort raflost kæmi því ekki til að slá aftur. Allt í einu opnaði Outhouse augun og starði á læknana. Þeir störðu vantrúaðir á hann á móti, því þeir sáu, að hann, sem þeir héldu dauðan, lifði enn. Delroy Outhouse varð merki- legur kafli í sögu læknavísind- i anna, þegar hann dó hvorki meira né minna en ellefu sinn- um samanlagt. í mörg skiptin var hann læknisfræðilega lát- inn í meir en tvær mínútur. Aðrir hafa einnig verið vaktir aftur til lífsins eftir að hafa látizt f hjartaslagi, en aldrei, hvorki fyrr né síðar, hefur nokkur maður verið lífgaður við ellefu sinnum. Outhouse býr í Dartmouth í Nova Scotia. Fyrir nokkrum árum fékk hann að vita, að hann hefði gallaða æðaloku í Aorta, hjartaslagæðinni. Ef hann ekki hlífði sér við hvers konar líkamlegri áreynslu væru dagar hans taldir. Honum var ráðlagt af lækni, að ef hann vildi njóta lífsins nokkur ár til viðbótar, gæti hann lagzt inn á sjúkrahús til skurðaðgerðar og látið leggja í sig rafal, sem stjórnaði hjarta- samdrættinum og myndi létta undir með hinu veika hjarta hans, sem væntanlega gat stöðvazt hvenær sem vera skyldi og eftir minnstu áreynslu, eins og t. d. að ganga upp stiga. Outhouse ræddi málið við konu sína og börnin tvö, hina tvítugu Söndru og William, sem var fjórtán ára. Heimilislæknir þeirra, dr. Donald Weir, hafði beðið hann að leita til hjartasérfræðings- ins dr. Paul Landrigan í Hali- fax, og sérfræðingurinn sagði honum sannleikann umbúða- laust. — í því ástandi, sem þér eruð nú, herra Outhouse, sagði dr. Landrigan, tel ég að þér eigið í mesta lagi þrjá mánuði eftir ólifaða, ef þér haldið kyrru fyrir. En þér getið farið hvenær sem er. Ef þér viljið Delroy Outhouse, maðurinn, sem dó í ellefu skipti, hefur nú miklar vonir um að geta lifað tiltölulega eðlilegu lífi, og er það að þakka hinni rafhlöðudrifnu vél, sem heldur hjarta hans í gangi. Hér sést hann ásamt hinum vélræna lífgjafa sínum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.