Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1966, Blaðsíða 26

Fálkinn - 28.03.1966, Blaðsíða 26
,,Já. verkin skapast á laungum tíma, hugmyndirnar koma smátt og smátt, maður viðar að sér eíni úr ýmsum áttum, gerir uppköst og sumt kemst aldrei leingra. Annað nota ég oítar en einu sinni, eins og t. d. Dúínaveisluna sem kom út í fyrra sem smásaga, en nú er orðin að leikriti. Þetta er sama hug- myndin, en þó er víst varla nokkur setning eins í báðum verkunum.“ ,,Já, afköstin eru mjög misjöfn eftir daginn. Að meðaltali held ég að þau séu ekki nema hálf blaðsíða S bók. Ég margskrifa hvert handrit, og þá fer mikill tími í að ritstýra, stytta og strika út. Ég lœt ekkert frá mér sem ég er ekki búinn að fara yfir amk. fjórum sinnum. Til dœmis, Gerplu hafði ég á prjónum í G—7 ár, og það eru til af henni sex til sj ö handrit, sum á annað þúsund síður.** „Ég skrifa alstaðar þar sem ég hef nœði, stundum meira að segja til sjós, eða í útlöndum, eða úti á landi, á sumarhótelum, og stundum hér áður á prestsetrum eða öðrum sveitabœum þar sem ég fékk að setjast upp.** ,,Til hvíldar þykir mér best að reika um úti í náttúrunni, yfir holt og hœðir, hvort sem er á sumri eða vetri. Það er mín besta skemmtun. lífsnautn sem ég get ekki án verið.** IfSS

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.