Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1966, Blaðsíða 31

Fálkinn - 28.03.1966, Blaðsíða 31
Albertson. Því fór fjarri, að hann lifði og hrærðist einvörð- ungu í hænsnarækt, og var hann „meðal annars sérfræð- ingur í Jónasi frá Hriflu“. „Jónasareðlið“ og „Hriflumennsk- una“ bar líka oft á góma á síðum Varðar, og raunar ekki síður í Morgunblaðinu, og ekki var farið dult með það á þessum grannbæjum, að Tíminn var siðlaust blað: „Tíminn hefur skensað menn.með fátækt þeirra, peningaleysi, atvinnu- leysi, heilsuleysi, með elli, með líkamslýtum — með geð- veiki“. Menn voru sem sagt bæði tannhvassir og hótfyndnir árið 1926, og kannski hefur það ekki spillt, að þetta var talsvert kosningaár. Það átti að kjósa menn í nokkrar bæjarstjórnir, þingmann í einu kjördæmi og nokkra landskjörna þingmenn. En raunar þurfti ekki kosningar til þess, að mönnum hitnaði í hamsi, því að ekki var þurrð á deilumálum. Landstjórnin hafði fengið því framgengt, að landsverzlun með tóbak og steinolíu var afnumin um áramótin, og hún hafði borið fram frumvörp um varalögreglu og breytingar á skattalöggjöfinni, þótt þau hlytu ekki samþykki._ Tíminn sagði, að farin hefði verið „stærsta betliför í sögu íslands” til þess að fá afnum- inn þann skatt, sem réttlátastur væri allra skatta, „eftir mesta gróðaár, sem komið hefur yfir þetta land... Ríkustu menn landsins fóru ferðina, og landstjórn íslands bar fram fyrir þá erindið á alþingi“. Varalögreglan var þó enn meira hitamál: „Eitthvert mesta flasræðið sýndi landstjórnin, er hún bar fram frumvarp um að stofna pólitíska varalögreglu, sem átti að setja niður kaupdeilur með valdi“. Var í því þjarki stundum vitnað til stjórnarferils Estrups í Danmörku fyrir síðustu aldamót. f þessum málum báðum fylgdust Framsóknarflokk- urinn og Alþýðuflokkurinn að. Loks var mikill ágreiningur um gengisskráninguna. Fram- sóknarflokkurinn taldi atvinnuvegina verða fyrir þungum bú- sifjum vegna gengishækkunarinnar. En þar var Alþýðuflokk- urinn á öðru máli og hlynntari fjármálaráðherranum, sem beitti sér manna rrjest fyrir því, að krónan hækkaði. Jón Baldvinsson vildi krönu, sem væri gulls ígildi, enda vantaði hana ekki nema hálfan nítjánda eyri til þess að ná gullgengi. Það voru samt ekki þessi deilumál, sem ollu fyrsta hvirfil- bylnum á árinu. Hnippingar höfðu orðið um utanför Árna frá Múla, sem framsóknarmenn töldu að minnsta kosti, að hefði átt að fara til Vesturheims til þess að reyna að fá lækk- aðan innflutningstoll á ull í Bandaríkjunum, en fór ekki lengra en til Kaupmannahafnar. Skyndilega skall fárviðrið á. Jónas Jónsson skrifaði Magnúsi Guðmundssyni dómsmálaráð- herra opið bréf, þar sem hann vék að orðsendingu, sem hon- um hafði borizt: „Orðsendingin var ósköp blátt áfram sú, að ef skrifað yrði um þetta hneyksli yðar, þá yrði einn framsóknarmaður drep- inn. Og það var tilgreint mjög skilmerkilega, hvern ætti að myrða og hvaða íl^aldsmaður yrði morðinginn. Svona ítalskt er þá ástandið“. Vörður svaraði um hæl: Sá sem átti að myrða, var Jónas frá Hriflu, bóndinn á Reykjum, Bjarni Ásgeirsson, var beð- inn fyrir skilaboðin, morðinginn var Árni frá Múla, og orðin sendi „Kristján Albertsson ritstjóri, til heimilis í Túngötu 18 hér í bænum" En sjálfa orðsendinguna taldi hann hafa hljóð- að upp á eitthvað vægara en aftöku, þótt ekki dyldist hann hins, að hörðu hefði verið hótað. | ETTA varð óþvegin senna. og hvaða ár sem væri, gæti verið fullsæmt af henni. Hér átt- ust við þeir stjórnmálamenn landsins, sem hvað vígfimastir voru á ritvellinum, og þetta varð sannkallað kjarnorkustríð. Það hefur ekki í annan tíma verið beitt hvassari fleinum, Kosningabaráttan var í algleymingi, er hér var komið. Framsóknarflokkurinn stóð þá að miklu leyti utan við hana. því að hann bauð ekki fram í öðrum kaupstöðum en á Akureyri. íhaldsflokkur- inn og Alþýðuflokkurinn áttust yfirleitt einir við. og í Gull- bringu- og Kjósarsýslu, þar sem þingkosningar fóru fram vegna þess, að Ágúst Flygenring sagði af sér, voru ekki held- ur nema tveir frambjóðendur, Ólafur Thors og Haraldur Guð- mundsson. Margir mætir menn létu til sín taka í þessari hríð og meðal annarra kom Þorgeir goði fram á síðum Morgun- blaðsins og mótaði kjörorðið: „Með eða móti sósíalistum og bolsum“ AMLI maðurinn var harðsnúnari heldur en þegar hann kom undan feldinum á Þingvóll- um fyrir 926 árum til þess að greiða hinum nýja sið veginn: „Varizt byltingarmennina!“ Verkföll og verkbönn voru hér og þar um þetta leyti, og einn daginn skýrði Alþýðu- blaðið frá því, að verkamenn hefðu sigrað í slagsmálum í Vestmannaeyjum. Morgunblaðs- mönnum varð hugsað til formannanna og út- vegsbændanna á Suðurnesjum: „Hvað segið þið nú, kjósendur í Kjósar- og Gullbringusýslu, sem eigið að fara að velja ykkur fulltrúa á þing? Hvernig geðjast ykkur að boðskap Alþýðu- blaðsins, stuðningsblaðs frambjóðandans Haraldar Guðmunds- sonar — boðskapnum, sem lýsir sér í þessari setningu: Handa- lögmál, sem endar með sigri verkamanna?" En svona nokkru var auðsvarað: Þeim fórst, sem vildu stofna her til þess að undiroka verkalýðinn og níðast á póli- tískum andstæðingum sínum. Sitthvað fannst nú líka viðsjárvert í fari þeirra, sem gengu undir fána Þorgeirs goða. Alþýðublaðið gat ekki stillt sig um að tæpa á því, að Sigurbjörn Þorkelsson í Vísi hefði fært Kjósaringum kaffi og sykur á framboðsfundinn á Reynivöll- um. Þar höfðu menn það, hvernig auðvaldið lék sér að al- þýðunni, sem það kúgaði. Frambjóðandanum gazt samt ekki alls kostar að þessari frásögn — taldi tana tæpast veiðilega. Hann lét getið næsta dag, að honum væri ekki kunnugt um neinn gjafasykur frá Sigurbirni í Vísi, „enda komið Kjósarbú- ar svo fyrir sjónir sem slíkar gýligjafir myndu eigi hafa áhrif á afstöðu þeirra til kosninganna.“ Loks vitnaði Ólafur Thors sjálfur í þessu sykurmáli. Það var sem sé með hans leyfi og samþykki, að Guðmundur bóndi Hansson í Þúfukoti hafði fengið fluttan varning, sem hann átti í geymslu hjá Sigur- birni, með kosningabílnum upp í Kjós. Sjá, auðvaldið stóð eftir allt saman óflekkað í sínum hvíta skrúða. Auðvitað voru stórfundir í Bárunni og málin sótt og varin af kappi miklu. Þar vék Guðjón múrari Benediktsson — „Guðjón skáld“, sagði Morgunblaðið — að því, að gróðavæn- legt myndi fyrir Reykjavíkurbæ að byggja íbúðarhús. En þegar Ölafur Thors vildi rekja garnirnar um jafnaðarstefn- uná, fór hann „að tala um hænsnarækt“. Hænsni hefur sem sé borið talsvert á góma löngu fyrir daga Gunnars Bjarna- sonar. Ekki voru allir þeir Reykvíkingar, sem áhugasamir voru um stjórnmál, á fundinum í Bárunni, þó að margt væri þar um manninn. Þetta fundarkvöld voru rifnar niður tófugirðing- ar Ólafs Friðrikssonar á Skildinganesmelum og lágfótum gef- ið bæjarleyfi, einmitt þegar eigandinn hafði naumastan tíma Framh. á bls. 38. Saltkjötið lækkað, koslar nú að eins 60 aura */a kg„ ódýrara í heilum tunnum. Kaupfélagið. /WWWWWVWWVWWWWWVWVVVWWWWWWWVWWWVWWV'WWV'WVWV’WVW’WV \ Annar kafli eftir mánuð \ l 1 WWVWWWWVWWWWWWWWVWWVVWWWVWWWVWWWWWWWWWVWWWW' FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.