Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1966, Blaðsíða 43

Fálkinn - 28.03.1966, Blaðsíða 43
APPELSfNUR MÁ NOTA TIL MARGS APPELSÍNU- APRÍKÓSUMARMELAÐI. Appelsínur og apríkósur fara vel saman og úr þeim er hægt að búa til ferskt marmelaði. Þar eð það er hrátt er það vítamínauðugt. % kg apríkósur 1 barnaskeið rot- 750 g sykur varnarefni 6 appelsínur (Betamon). Aprikósurnar lagðar í bleyti yfir nótt. Appelsínurnar þvegnar vel, flysj- aðar og börkurinn saxaður ásamt aprí- kósunum einu sinni í hakkavél. Þetta hrært með safanum úr 6 appelsínum og sykrinum, þar til hann er uppleystur. Rotvarnarefninu hrært saman við. Sett í hrein glös, bundið yfir. Geymist um mánaðartima á köldum stað. FLJÓTLAGAÐ APPELSÍNUMARMELAÐI NR. I. 6 appelsínur 1 kg sykur 2 sítrónur i/2 msk. rotvarn- nál. % 1 vatn arefni Appelsínur og sítrónur þvegnar vel og skornar í 4 hluta eftir lengdinni og því næst í næfurþunnar sneiðar. Ávext- irnir látnir liggja í vatni yfir nótt. Kjörnunum haldið til haga, látnir í grisju, sem sett er með ávöxtunum (f þeim er hleypir). Sett í pott og soðið nál. 40 mínútur. Sykri hrært saman við, soðið áfram í nál. 10 mínútur. Slökkt undir pottinum, rotvarnarefn- inu hrært út í. Marmelaðið látið í glös, bundið strax yfir. FLJÓTLAGAÐ APPELSÍNUMARMELAÐI NR. II. 6 appelsínur 800 g sykur 3 sítrónur y2 msk. rot- 4 dl vatn varnarefni Ávextirnir þvegnir vel, saxaðir gegn- wm hakkavél. Soðið með vatninu í 15 mínútur. sykri bætt út í, soðið í 45 mmútur í viðbót. Rotvarnarefninu hrært út í. Látið strax í glös, bundið strax yfir. SYKRAÐUR APPELSÍNUBÖRKUR. Sykraðan appelsínubörk er gott að nota i kökur f stað súkkats, einnig í ábætisrétti og svo til skrauts. Nctið þykkan börk, þvoið hann vel og skerið 1 ræmur. Sett í skál, hulið með köldu vatni og látið standa í 24 klukkustundir. Þá er börkurinn tekinn upp úr vatninu og vigtaður. Notið síðan sama magn af sykri (notið kristalls- sykur ef til er). Sykurinn settur í þykk- botnaðan pott, ásamt helmingnum af vatninu, suðan látin koma upp, hrært í á meðan. froðan veidd vel ofan af. Börkurinn settur út í, soðinn þar til hann er meyr. Sett í glös. Getur geymzt nokkuð lengi. Einnig er gott að geyma rifinn appel- sínubörk og nota síðan sem krydd í kökur. Rífið aðeins það yzta gulrauða af berkinum á finu rifjárni, blandið því rifna saman við sama magn af sykri og setjið í lítil glös, sem siðan er bund- ið yfir. APPELSÍNUKREM. „Orange Curd“ kalia Englendingar það og þeir bera það fram með tei og ætla ofan á ristað brauð, skonsur og annað hliðstætt. Það er einnig ágætt sem fylling í kökur. Kremið er búið til úr 100 g af smjöri, 100 g af sykri, safa úr 4 appelsínum, rifnum berki af 1 appelsinu, 1 msk. sítrónusafa og 5 eggjum. Smjörið sett í skál, linað dálítið. Skálin sett í vatnsbað — þ. e. a. s. ofan á pott með vatni i, öllu öðru hrært saman við pvoin ^evtt saman fvrst. Þeytt þar til það er samfellt, við væg- an hita. Rötvarnárefni hrært saman við ef vill. APPELSÍNUÁBÆTIR. Skerið flysjaðar appelsínur í þunnar sneiðar, hellið yfir þær dálitlu sherryi. Sett í lögum í skál ásamt útbleyttum, soðnum steinalausum sveskjum. Hellið góðu eggjakremi yfir, kryddið það með appeisínusafa. Skreytt með þeyttum rjóma, appelsínubátum og ristuðum möndlum. APPELSÍNU- MAKKARÓNUÁBÆTIR Skerið 6 appelsínur í þunnar sneiðar, athugið að hreinsa allt það hvíta af appelsínunum. Raðið sneiðunum á flatt fat og stráið dálitlum sykri yfir Sett í skál með 8—10 stórum makkarónum og 3 dl þeyttum rjóma. 3—4 msk af sherryi dreift á milli laga. Þarf að bíða um 1 klst., áður en það er borið fram. Skreytt með dáiitlum aukarjóma og gróft söxuðu suðusúkkulaði. TERTUKREM. Þeytið 4 eggjarauður, þar tii þær eru léttar og ljósar ásamt 3 msk. af flór- sykri. Hrærið 1 dl af appelsínusafa og 2 msk. af sherryi saman við, Bræðið 2 matarlímsblöð og hrærið saman við. Framh. á bis. 41 FALKINN 43

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.