Fálkinn


Fálkinn - 04.07.1966, Blaðsíða 7

Fálkinn - 04.07.1966, Blaðsíða 7
SVART HÖFÐI SEGIR þjóðhátíðardags, saug upp í nefið við hljóðnemann, svo allir útvarpshlustendur, jafnt á Eskifirði sem Önundarfirði máttu heyra, og sagði að sinnepsmistur væri nú lagzt yfir hið glaða mannfagnaðarfólk við Lækjartorg. Þeir sem sátu við útvarps- tæki sín heyrðu síðan litlar fréttir af Reykjavíkurhátíðinni. Það var ekki fyrr en blöðin komu út á eftir, að upplýst var að hátíðin hafði leyzt upp í skrílsæði um nóttina. Kannski sinnepið hafi haft einhver áhrif í að æsa upp hugi manna, en mest var þetta að kenna ölæði í unglingum. Nú mundi það, undir venjulegum kringumstæðum, ekki koma öðrum við en Reykvíkingum, hvernig til tekst með hátíðahald hjá þeim. En Ríkisútvarpið sá við þeim leka, með því að útvarpa dyggilega öllum þeim skrækjum, búkhljóðum og hrópum, sem út gengu af munni hátíðargesta á þessu eina landshorni. Þó verður það ekki fyrr en sjónvarpið kemur, sem lands- menn fá að sjá allar hliðar þjóðhátíðarhaldsins í borginni. Það er nefnilega orðinn siður hér, að halda ekki svo hátíð, að ekki sé séð um að einhver fái að græða. Um allt skemmti- svæðið í miðborginni er dritað niður tjöldum, þar sem seldar eru pylsur og blöðrur. Pylsan og blaöran ENGU er líkara en pylsan sé þjóðarréttur og blaðran eigi heima í skjaldarmerki landsins, ef marka má þá áherzlu sem forstöðumenn hátíðarhaldsins leggja á það, að nóg sé til af þessu tvennu. Brennivínsins verða menn sjálfir að afla sér, og með nokkurri fyrirhöfn og forsjá, en hana virðist ekki skorta. Pylsan og blaðran er ákaflega þunnur þrettándi á þjóð- hátið. í mín eyru hefur verið sagt, að svona hátíðahald gæti átt við búskmenn, enda væru þeir því vanir að dansa undir berum himni. Hvort þeir éta pylsur eða hafa gaman af blöðr- um veit ég ekki. Gunnarshólmi steins Ö. Stephensen á Gunnarshólma, eftir Jónas. Allt í einu fylltust allir bæir og allar stofur af sannri hátíðarstemmningu, þegar þessi ágæti leikari hóf upp raust sína og sagði „Skein yfir landi sól á sumarvegi". Flutningur þessa eina ljóðs skar sig svo úr að það næstum bjargaði þessum degi frá þeirri niður- lægingu, sem hann er kominn í, að því er tekur til kvöld- skemmtunar. Og raunar vísar flutningur kvæðisins á leiðina, sem Ríkisútvarpið verður að fara, hvað sem hátíðarhaldi í Reykjavík líður. Við höfum átt skáld, öld eftir öld, sem ortu með sams konar upplyftu hugarfari, og okkur ber að ástunda þennan dag. Flutningur Gunnarshólma var viðburður 17. júní síðastliðinn. Menn geta gert sér í hugarlund, hvílíkur viðburð- ur það yrði, ef útvarpið flytti dagskrá á þjóðhátíðardaginn, sem bæri keim af þessu ljóði. Hér heyrast aldrei flutt Ijóð okkar beztu skálda. Það er eins og ljóð þeirra séu eitthvert feimnismál. Hvers vegna ekki að gera þennan dag að tíma minna og upprifjunar. Það yrði ánægjulegri keimur af slíku en sinnepi og pylsu. Ráðamenn hér í Reykjavik verða að endurskoða afstöðu sína til þjóðhátíðarhaldsins. Hátíðinni verður að breyta þann- ig, að hún verði í senn einföld og sönn minning um það sem bezt hefur verið gert lýðræðinu til framgangs og heilla. Ein- ungis virðuleiki á við á þessum degi. Pylsur, blöðrur og skríls- æði geta haft yfirhöndina einhvern annan dag, sem ekki er eins áríðandi, enda eru þeir menn langflestir, sem líta á þjóð- hátíðardag okkar sem okkar stærstu stund ár hvert. Slíkan dag má hvorki peningagræðgin né brennivínið ata auri. -x EN upp úrsinnepsmistrinu og blöðrugrúanum og kábojhött- unum rois einn atburður á þessari þjóðhátíð með fullri reisn og varpaði bjarma yfir sviðið. Það var flutningur Þor- ég að láta piltinn sigla lönd og leið. Frosta. Svar: Nei, finnst ]>ér ]>aOt Skiptir lengdin á hárinu svo miklut Kunningjabréf Komdu sæll og blessaður kæri Fálki! Langt er síðan ég hef séð þig, ein þrjú — fjögur ár. En nú fyrir stuttu skrapaði ég saman aurunum og spanderaði I eitt eintak vegna þess að ég héit að það væri einhver „draugur utan úr geimnum" á forsíðunni, en það reyndist þá vera Snorri Sturluson eða ein- hver svoleiðis karl. Annars finnst mér Fálkinn bara ágætur nú til dags og að miklar framfarir hafi orðið síðan í garrUa daga, bara fjári margar sprellfjörugar sögur og greinar og brandararnir eru alveg passlega góðir og margir. Þó sakna ég margs síðan í gamla daga m. a. CTrklippu- safnsins og sendi ég af þeirn sökum nokkrar úrklippur, sem ég kom ekki i verk að senda í gamla daga. Svo ætla ég að spyrja hann þarna Svarthaus, sem hefur svo voða mikið vit á stjórn- málum hver hafi eiginlega unn- ið í síðustu borgarstjórnarkosn- ingum í Reykjavík og hver tapað. Sérhvert stjórnmálamái- gagn fullyrðir að sinn flokkur hafi unnið stórsigur, stórglæsi- lega, en allir hinir tapað, og allir eru ánægðir. Bless og fyrirgefðu skriftina. F. P. S. Hvað þýðir P. S.? Svar: Já, ]>a0 getur verið aö Svart- liðföi taki þetta fyrir. Allt % lagi með skriftina. P. S. þýöir post • scriptum, eöa eftirskrift. -K PC3ST HÖLF 1411 FALKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.