Fálkinn


Fálkinn - 04.07.1966, Blaðsíða 8

Fálkinn - 04.07.1966, Blaðsíða 8
JAMES BOIVD Á EFTIRLAlilVLM Hann er 61 árs gamall og lifir á eftir- launum. Hann heitir James Bond og er að fróðra manna sögn, fyrirmyndin að hinum fræga 007 skáldsagnanna og kvikmyndanna. Blaðamenn hafa með hnýsni sinni komist að raun um að gamli maðurinn var samverkamaður Ian Flemings í brezku Ieyniþjónustunni. Varla er þó hægt að ímynda sér ólík- ari menn, en 007 og Janies Bond. Hr. Bond býr með konu sinni í raðhúsi í S-London og dútlar við frímerkjasafn- ið sitt og er þögull sem gröfin um störf sín í þágu kóngsins og föðurlandsins. Ekki er hann samt allur þar sem hann er séður. í herþjónustubók hans stend- ur svart á hvítu, að hann sé við hesta- heilsu, en þrátt fyrir það fékk hann lausn úr þjónustu af heilsufarslegum ástæðum. Samkvæmt vegabréfi hans, hefur hann aldrei komið út fyrir land- steinana, en allir vita að njósnurum er tamast að sigla undir fölsku flaggi. Frí- merkjasafnið hans nýtur góðs af ótölu- legum fjölda bréfa, sem hann fær frá ólíklegustu afkimum heimsins. „Skelfileg fífl gátu þeir verið” „Þeir voru ósköp indylir allir með tölu,“ sagði konan hér á myndinni fyrir rétt- inum, en bætti svo við: „En mikil skelfi- Jeg fifl gátu þeir verið!“ Hún heitir Ánna Koskinen og er ákærð fyrir að svíkja fé út úr 60 karlmönnum með hjúskaparloforðum og naut hún til þess dyggilegrar aðstoðar auglýsingadálka dagblaðanna. Það var ekki fyrr en hún stakk af með fjármuni finnskættaðs Bandaríkjamanns, sem ekki var beint ánægður með meðferðina og sneri sér til lögreglunnar. Óhætt er að bæta því við, að Anna Koskinen er finnsk að þjóðerni. Greinir sjúkdóminn eftir 2000 ár Bandaríski prófessorinn Abner I, Weisman opnar innan tíðar sýningu í Stokkhólmi á fornsögulegum leirbrúðum frá Kólumbíu í Suður Ameríku. Það merkilcga við þessar, leirbrúður er, að eftir þeim getur prófessor- inn sagt nákvæmlega til um alls konar sjúk- dóma sem kólumbískir læknar hljóta að hafa þekkt fyrir 2000 árum, því að hver brúða er gerð með greinilegum sjúkdómseinkennum.; Visindamenn hafa furðað sig mjög á þekk- ingu þessara starfsbræðra. Meðal gesta við opnun sýningarinnar verður Gústaf Svíakóng- ur, en hann er kunnur af áhuga sínum á fornleifafræði. ÞYZKT UPPELDI í stríðslokin hurfu þúsundir Þjóð- verja daglega. Gufuðu hreinlega upp og margir höfðu til þess ærna ástæðu. Fjöldinn allur hefur ekki fundizt enn þann dag í dag, þrátt fyrir ítarlega leit. Einn af þeim, sem enga ástæðu hafði til að hverfa, var Alfred Held, 13 ára gamall skóladrengur. En hann hvarf nú samt. í tuttugu ár sam- fleytt Icituðu foreldrarnir að hinum týnda syni án árangur. Svó var það nú fyrir skömmu að hann barði dyra hjá þeim og gaf sig fram 33ja ára gamall, uppgötvaði Þjóðverjinn loks- ins, að hann hefði ekkert að óttast hcima fyrir, þó að hann hefði fciig- ið slæma einkunn í skólanum fyrir tuttugu árum! Myndin er af föðurn- um og syninum 13 ára. 8 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.