Fálkinn


Fálkinn - 04.07.1966, Blaðsíða 25

Fálkinn - 04.07.1966, Blaðsíða 25
UNDARLEGIR HLUTIR r r EGYPZK PRINSESSA sem uppi var um 1500 árum fyrir Kristsburð var að þeirrar tíðar hætti lögð í skreytta tré- kistu er hún andaðist, smurð og vafin. Síðan var trékist- unni holað niður djúpt í grafhvelfingunum í Luxor í Efra- Egyptalandi, skammt frá bökkum Nílar. Þá hefði sögu hennar auðvitað átt að vera lokið, en svo var ekki, annar þáttur og öllu skelfilegri átti eftir að eiga sér stað á þessari öld um 3400 árum síðar. í tíu ár, fyrsta tug þessarar aldar, og þó frílega það, flutti hún með sér dauða og skelfingu 'hvert sem kista hennar var flutt. Það er sagt að fáar sagnir um svo kallaða yfirnáttúru- lega hluti séu eins vel vottfestar og sagan um múmíuna skelfilegu. Rétt fyrir aldamótin voru fjórir auðmannsynir frá Bret- landi staddir í Luxor. Fengu þeir þá tilboð um að kaupa kistuna með líkamsleifum prinsessunnar. Þeir vörpuðu hlutum um hver þeirra skyldi hi'eppa hnossið, og sá sem vann greiddi nokkur'hundruð pund fyrir. Hann lét flytja kistuna til hótels síns. Daginn eftir sást hann reika — eins og sér til skemmtunar — út í eyðimörkina . . . og sást aldrei eftir það. Daginn þar eftir varð annar af þeim félögum fyrir því fárlega slysi að egypzkur þjónn hans skaut á hann og særði hann svo illa á handlegg að það varð að taka af hon- um handlegginn. Þriðji maðurinn í samkundunni fékk þessu næst fregnir af því að banki hans hefði orðið gjaldþrota. Og hinn fjórði veiktist, missti atvinnuna og farnaðist svo illa að hann varð að draga fram lífið á að selja eldspýtur á götunni. Seinna komst kistan til Englands og kaupsýslumaður nokkur eignaðist hana. En honum var nóg boðið er þrennt úr fjölskyldu hans hafði slasazt alvarlega í umferðarslysi og húsið hans hafði skemmzt stórlega af eldi. Hann gaf bví British Museum prinsessuna. Og þó að orðspor hennar væri ekki sem bezt fengust yfirráðendur safnsins til að veita gjöfinni viðtöku. Samt vildi hún ekki liggja kyrr. Þegar kistan var tekin af vöruflutningavagni framan við safnbygginguna rann vagninn allt í einu aftur á bak og slasaði alsaklausan veg- faranda sem þarna var staddur af hreinni tilviljun. Þegar svo kistan var borin upp í bygginguna datt annar burðarmaðurinn og fótbrotnaði. Hinn, maður á bezta aldri, andaðist litlu síðar. En þegar kistan með múmíunni var komin á sinn stað ' safninu fór fyrst að taka í hnjúkana. Næturverðir heyrðu stöðugt högg og ekkastunur úr kistunni. Aðrir safngripir í sömu deild fengu ekki að vera í friði, þeim var kastað til og frá og einn safnvörður fullyrti að andi sem stokkið hefði upp úr kistunni hefði ráðizt á sig og reynt að stjaka sér fram af veggbrún. Hreingerningafólk neitaði að koma nálægt kistunni. Sagt var að einn mannanna hefði hrist rykþurrku ögrandi í átt- ina til prinsessunnar, og þá hefði hann misst barn úr mislingum nokkru seinna. Að lokum var ákveðið að flytja múmíuna niður í kjallara þar sem hún gæti engan skaða gert. En áður en vika var liðin var einn mannanna sem hafði flutt hana niður í kjallarann orðinn alvarlega veikur, og einn af yfirmönnum safnsins er ákveðið höfðu að setja hana niður í kjallarann fannst steindauður við skrifborð sitt. Nú var svo komið að blöðin voru byrjuð að þefa málið uppi og ljósmyndari var sendur til að taka mynd af múmí- unni í kjallara safnsins. En þegar hann framkallaði mynd- irnar uppgötvaði hann að myndin sem máluð var á kistu- lokið var orðin að lifandi andliti, skelfilegu ásýndum. Ljós- myndarinn fór heim og skaut sig. Eftir þetrta seldi safnið múmíuna einkasafni sem kom henni fyrir í kvistinum á húsi sínu. Nokkru seinna vildi svo til að frægur okkúlisti kom í húsið. Hún (þetta var kona) hafði enga hugmynd um múmíuna, en varð sfrax vör við einhver vónd áhrif, fannst sem einhver bölvun hvíldi yfir húsinu. Er hún hafði orð á þessu bað húsráð- andi hana að rannsaka húsið til þess að finna hvaðan þessi illu áhrif væru runnin. Hún fór herbergi úr herbergi ,0(*: staðnæmdist loks við kistuna á kvistinum. — Getið þér rekið' út þennan illa anda? spurði hús- ráðandi. — Nei, svaraði hún, en ég grátbæni yður um að losa yður strax við þennan grip. En ekkert safn á Englandi vildi taka við kistunni með múmíunni. Það var ómótmælanleg staðreynd að um 20 ’manns er eitthvað höfðu við hana átt, höfðu annað hvort látizt eða lent í bílslysum og hörmungum. Loks kom amerískur fornleifafræðingur og keypti hana. Hann taldi öll slysin vera tilviljanir einar. Hann undirbjó brottflutning múmíunnar, kom henni á skip — frægast allra skipa — sem átti að sigla til Bandaríkjanna í apríl 1921. 14. apríl um kvöldið sökk þetta skip, eftir að hafa rekizt á ísjaka, og með því fór múmían skelfilega niður á botn Atlantshafsins, en 1500 manns létu lífið. Skipið hét Titanic. FALKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.