Fálkinn


Fálkinn - 04.07.1966, Blaðsíða 12

Fálkinn - 04.07.1966, Blaðsíða 12
DAUÐINN BEIÐ VIÐ DYRNAR ÞESSI BEKKUR ER EKKI LENGUR TIL Hann ók banavaldinum Hann var búinn að vinna Iangt fram yfir eðlilegan vinnutíma og var dauðþreyttur, og hann hafði 2,5 pró mill af alkóhóli í blóðinu. í þessu ásigkomulagi sat atvinnubílstjórinn Emiel Biebaut, 44 ára, undir stýri á flutningabíl sínum. Samkvæmt frásögn sjónarvotta hefur hann ekið á nálægt 100 km hraða inn í barna- hópinn, sem stóð á gangstéttinni. Biebaut hefur ekið bíl í 20 ár, án þess að valda slysi. Yfirmaður hans lýsir honum svo, að hann sé traustur og áreiðanlegur maður. Hins vegar kemur sú lýsing illa heim við þá staðreynd að aka með 100 km hraða gegnum þéttbýli. Lögreglan varð að taka þennan mann (sem sjálfur á fjögur börn) undir sinn verndarvæng, til þess að foreldrar drengjanna sem létust dræpu hann ekki án dóms og laga. f Belgíu er hámarksrefsing við afbroti Biebauts tveggja ára fangelsi. Hann vantaði í skólann Eddy De Boeck var einn af drengjunum 15 í bekkn- um sem nú hefur verið leystur upp. Faðir hans sendi liann ekki í skólann þennan dag, af því að hann var slæmur í maganum. Fyrir bragðið er hann heill á húfi. 12 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.