Fálkinn


Fálkinn - 04.07.1966, Blaðsíða 45

Fálkinn - 04.07.1966, Blaðsíða 45
e?Sa fimm i takinu, sem voru fiegnir að koma hiaupandi ef ég kallaði... Hefurðu hugsað þér að giftast honum eða er þetta of mikið einkamál?" Milly sagði ekkert. „Gerðu það ekki,“ sagði móðir hennar, „nema þið hafið efni á eigin íbúð. Gerðu það ekki nema hann geti séð fyrir þér. Ekkert með það að vinna úti eftir gift- inguna vegna þess að þegar börn- in fara að koma og maður verð- úr að hætta að vinna, þá verða þeir alltaf súrir — vegna þess að þeir sakna aukapeninganna og vilja ekki viðurkenna það. Og sparaðu ekki peningana á ódýrum húsgögnum, það. borgar sig ekki þegar til lengdar lætur. Ekki máluð — ósvikinn hnotu- eða kirsuberjavið. Ég skal gefa þér helminginn af silfrinu mínu ... Var þetta George sem þú hringdir í áðan?“ „Já.“ „Ég heyrði ekkert vegna þess að þú lækkaðir röddina. Ég veit ekki hvað þú þarft að segja karl- manni, sem þín eigin móðir má ekki vita um?“ „Þú heyrðir ekkert vegna þess að ég sagði ekkert. Hann var ekki heima — eða vildi ekki svara símanum." „Tannpína!" „Góða nótt mamma.“ Milly lagði af stað til dyra. „Hef ég sagt eitthvað rangt?“ sagði Mrs. Sills angurvær. „Ekki orð.“ Milly kyssti mömmu sína og faðmaði hana að sér. „Ég ætla að koma við hjá Marge og skila bók á safnið. Síðan fer ég beina leið til góða veika barnsins mins og ég vil engin önnur enn um langan tíma. Nú veiztu það og ég skrepp til þín eftir hádegið á morgun í frítímanum. Ef ég get. Vertu nú góða telpan." Hún lét aftur útidyrahurðina og gekk niður Stuttan stíginn að gangstéttinni. Regnið streymdi niður án af- láts, það skall á götunni með lágu suði en seig hljóðlaust nið- ur I gegnsósa grassvörðinn ... Það var rétt eins og það ætti sér Samastað undir grasinu, hugs- aði hún. Maður gæti haldið að það hefði einhvern ákveðinn stað að íara í. Ormar. Ekkert Úndir grasi nema ormar. Én undir þessu grasi, undir einmitt þessu sérstaka gæða grasi Mrs. Nathaniel Sills og dóttur, eru einnig bein. Katta — hunda — kanarífugla og guilfiskabein, í skókössum og eldspýtustokkum, öil rotnuð og horfin ... Síðan lá of beitin við að hugsa um annað gras, vel hirf eins og í skemmti- garði, þar sem sama rignjngin seig niður í jörðina og fann ... Hún hljóp fram hjá uppiýstri lyfjabúðinni á horninu, beygði og hijóp fram með endilangri húsaröðinni að verzlun Marge Fosters. „Hæ,“ sagði hún and-. stutt og reyndi að setja kæru- leysishijóm í röddina. Marge, sem var að raða láns- kortum við vinnuborð sitt, leit upp. „Láttu þessa regnhlif I tunnuna áður en þú drekkir mér. Hvað kemur þér til að fara út í hvaða veður sem er?" Milly ýtti bók sinni yfir borð- ið. „Mér reiknast að skuldin sé orðin tuttugu og fjögur sent. Hérna eru tuttugu og fimm og ég vil fá til baka.“ „Þú verður minn bani,“ sagði Marge. „Ég man þá dagá er þú stundaðir Carnegie safnið. Hvers vegna ferðu ekki aftur þarigað? Fáðu þér sæti. Hvernig líður þér elskan?“ „Svona og svona.“ Milly dró fram stól. • Otlánsbókásafn og gjafabasar Miss Foster . voru mannlaus, Milly og forstöðu- konan voru einar. „Hræðilegt veður í kvöld. George ér, ýeikur. Segir hann. -Mamma ætíar að gefa mér helmipginn 'af silfrinu •sinu. Segir húri.jHyernig lizt þér á, Marge?“' ■ „Hvernig mpr lizt á það? Það er þitt líf.“ „Ég hef þyngzt — þau ala mig ágætlega. Sums staðar er manni gefið í skál með hundinum." „Þú ert heppin. Þú lítur dá- samlega út.“ Marge horfði met- andi á regnvotar rúðurnar. „Mig langar ekki í meiri viðskipti, mig langar til að tala við gamlan skólafélaga. Leggðu fæturnar upp á borð og slappaðu af. Hún gekk yfir að dyrunum, læsti þeim og kom aftur. „Og svo er ég kölluð aurasál." Milly hvildi fæturna uppi í bókahillu. „1 rauninni ætti ég ekki að stanza. Ég á ekki að vera komin aftur fyrr en tólf, en hún hefur verið hálf ein- kennileg I kvöld. Áttu síga- rettu?" „Hérna." Marge ýtti boxinu yfir borðið til hennar. „Milly þú veizt að mér er algjörlega treyst- andi. Ég myndi aldrei segja orð um neitt sem þú kannt að trúa mér fyrir." „Ég hef ekki frá neinu að segja. Eldspýtu? Þakka þér fyr- ir. Hvað gengur að þér? Það er engu likara en að þú trúir mér ekki." „Vissulega trúi ég þér. Móðir George Perry kom hingað síð- degis i dag og var að leita að „litilli ástarsögu, ekki nýtízku- legri." Allan tímann sem hún var hér inni talaði hún hástöfum um í hve miklu uppáhaldi sonur sinn væri hjá Mrs. Manson. Er hann það?“ ' „Vitaskuld ekki. Hún horfir ekki einu sinni á hann helming- inn af tímanum þegar hann er hjá henni. Ef ég .þekki þig rétt, þá sagði Mrs. P. eitthvað fleira og þú ert að reyna að koma þvi að. Hvað er það?“ „Jæja, hún vildi fá að vita svo lítið bæri á, hve vel ég þekkti þig. Hún spurði orðrétt: ’Eruð þér kunnugar litlu hjúkrunar- konunni hjá Mrs. Manson? Ég held að Mrs. Man$on sé orðin töluvert háð henni! Ég held ekki að hún elski þig beinlínis.” „Hún þekkir mig ekki einu * Guaranteed by ^ Good Housekeeping i 4DVfRTIStD HAIR STDRKOSTLEG LÆKKUN Á ÞES5U VINSÆLA HÁRLAKKI SAMA STÆRÐ. SEM ÁÐUR KDSTAÐI 1GB. KGSTAR NÚ AÐEINS KR. BB.GO LAUGAVEGI 2G SNYRTIVDRUR HF. SIMAR: 11D20 - 11021 - 35033 FALKINN 45

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.