Verkalýðsblaðið - 01.05.1978, Blaðsíða 2

Verkalýðsblaðið - 01.05.1978, Blaðsíða 2
2 VERKiOÍÐSBIABIÐ 8. Tbl.4- árg. l.-ló. maf 1978 c IkvERKALÝÐS BLAÐID MMKMKCtUMM tilMlMUU SAMEINIST! " EINING i GRUNDVEXLI STÉTTA- BARJtTTUC" Mtta kjörorð er í rauninni leiðarví sir kommújjista og allra baríttusinna. Það er undirstaöa pðlitískrar einingar meöal verkalýös og 'vinnandi al- þýðu í falandi. Einingarsamtök komnúnista (■arx-lenínista) eru boðberi þeirrar einingar. I EIK (m-1) er skipulagt það afl sem er vísir þess volduga forystu-*_ liðs verkalýösins sem kommún- ískur verkalýðsflokkur er. Við vinnum markvisst að uppbyggingu slíks flokks og víst er, að verk okkar vinnast vel. Baráttu— hefðir verkalýðs á íslandi eru ríkar, en þær eru að sama skapi ekki lifandi í dag. I hæsta lagi sjást örfá dæmi um nýja .baráttu eða baráttu byggða á "gamla arf- inum" sem Alþýðubandalagið hefur skrumskælt. EIK(m-l) hafa orðið að troða nýjar slóöir. Hvaða slóðir eru þetta? X okkar dögum er háð nauðsyn- leg og mikil barátta gegn nú- t£ma endurskoðunarstefnu. Sú stefna er runnin undatn rif jum falsmarxista og svikara við alla alþýðu, sem undir forystu Nikita Krúsjeff umbreyttu Sovét- ríkjunum úr sósíalísku ríki £ fas£skt þjóðafangelsi. Þessi stefna á sér öfluga talsmenn £ Alþýðubandalaginu og Fylking- unni og þar með £ £slenskri verkalýðshreyfingu. Hún þýðir, að heimsvaldasinnað risaveldi á sér þar beina talsmenn. EIK(m-l) er eina pólitfska aflið sem berst einarðri baráttu gegn auð- valdi,allri heimsvaldastefnu og hvers kyns svikurum við hag al- þýðu. X löngum velmektartfma s£num hefur forysta verkalýðs og vinnandi alþýðu náð að festa svo í sessi skipulega samvinnu auðstéttar og verkalýðs, að verkafélki finnst það ekki leng- ur undrunarefni þétt þeir sitji við sama borð og dreypi á hana- stéli forsetar ASÍ&VSI. Þetta eru góðir vinir - það er satt. En betur væri raunin önnur, þvf auðstéttin þjarmar sannanlega að vinnandi fólki. Til þess að knésetja stéttasamvinnustefn— una, er nauðsynlegt að virkja allt baráttufúst fólk f stétt- arfélögunum. Barátta gegn stéttasamvinnu f verkalýðs- hreyfingunni merkir, að skipu- leggja verður andstöðulið innan félaganna. 1 þá veru hafa EIK (m-1) þegar hafið umtalsvert starf. ALÞ J ÖÐAMáLIN 1 Afrfku og vfðar berst fátæk alþýða hetjulegri baráttu gegn vfgvélum heimsvaldasinna, eink- um risaveldanna tveggja, Banda- rikjanna og Sovétrfkjanna. Sov- étrfkin, sem áður voru sósfalísk og Kúba standa með lið sfn and- spænis alþýðufólki og murka það niður. Þegar Bandarfkjamenn myrtu alþýðufólk f Indókína, þá gengu EIK(m-l) fram, Ifkt og milljónir baráttusinna um allan heim og veittu alþýðunni stuðn- ing. Okkar kjörorð er, að al- þýðan og þjóðir fái að ráóa sér sjálfar. Enn göngum við fram og veitum f þetta sinn alþýðu landanna f Afrfku og víðar stuðning okkar. EIK(m-l) hafa staðið mótmælastöðu utan við sendiráð innrásarrfkisins, Sovétrfkjanna, og krafist þess að þau hefðu sig á brott frá NA-Afríku. STOFNUN KOMMIÍNISTAFLOKKS EIK(m-l) hafa sett sér það markmið að stofna kommúnfskan baráttuflokk fyrir árslok 1979- Sá flokkur verður gjörólíkur öllum öðrum flokkum, enda smíðaöur úr ólfkum efnivið. Flokkurinn verður vopnaður marx-lenfnismanum og kenningum Maós Tsetungs, en svo köllum við þjóðfélagsvísindi verkalýðs- ins, eins og helstu leiðtogar hans um vfða veröld hafa dregið þau saman f aðgengilegt form. 1 flokknum verður þá þegar kjarni baráttufúss verkafólks úr íslenskri verkalýðsstétt. Við vitum nú þegar, að þetta lið verður margfalt meira að vöxtum skömmu eftir flokks- stofnun. Kommúnistaflokkurinn er flokkur beinnar fjöldabar- áttu og vinnur öfugt við allt sem borgarastéttin segir að sé okkur alþýðufólki eðlilegt. Einn liöur f smfði kommún- istaflokksins er uppbygging VERKALfBSBLABSINS sem öflugs málgagns. Núna leggur EIK(m-l) mesta áherslu á að safna sem flestum áskrifendum og ná yfir- ráðum yfir öllum þáttum blaðs- ins. Verkalýðsblaðið hefur staóið fyrir umfangsmikilli söfnun fjár til kaupa á prent- smiðju. Hún er um það bil að taka til starfa og söfnunin heldur áfram. Verkalýðsblaðið hálfsmánaðarlega er ekki nógu áhrifaríkt. En til þess að standa undir tfðari útgáfu verður kommúnfska hreyfingin að vaxa talsvert að styrk. Það mun samt ekki lfða á löngu þar til blaðið verður vikulegt málgagn. Sérhver nýr áskrifandi er lóð á þá vogarskál. SÖSÍALISMI ER TAKMARKIÐ! ástand stéttabaráttunnar heima og heiman kallar á það að öllum kröftum verði varið f að skapa verkalýðsstéttinni komm- únistaflokk, hið nauðsynlega forystuafl stéttarinnar. ástand- ið einkennist fyrst og fremst af vaxandi auðvaldskreppu og vax- andi styrjaldarhættu. Fyrir tveimur árum var stofnaður "flokkur" sem kallaði sig "kommúnískan". Þessi stjórn« málasamtök hafa sett margan steininn fyrir vel brýnda ljái marx-lenínista og tafið uppbygg- ingu raunverulegs kommúnista- flokks. Þrátt fyrir erfiða stöðu, hefur rétt afstaða EIK (m-1) til þessa falska "flokks" leiðbeint stórum hluta félaga hans til uppgjörs við hann og hefur þorri þessa fólks gengið til liðs við EIK(m-l). Þannig er "flokkurinn" ("KFÍ/ML") lít- ill hentistefnuhópur, sem til- búinn er til allra málamiðlana - nema nytsamlegra. Þannig leiða EIK(m-l) péli- tíska baráttu verkalýðs og ann- arrar alþýðu til sigurs. Þann- ig munu EIK(m-l) vinna að þvf að samfylkja fjöldanum f státta- baráttunni um réttar kröfur og baráttuaðferðir. Fjöldinn mun hljóta sigur f baráttu sinni - brjóta niður auðvaldsskipulagið á Islandi, verja sjálfræói þjóðarinnar og hagsmuni vinnandi fólks - reisa sósfalfskt Island og stéttar- veldi verkalýðsins f bandalagi við vinnandi alþýðu aðra! I.maí ávarp EIK(m-l) Eining á grundvelli stéttabaráttu KENNSLU- STUND Frh. af forsíðu koma AB-foringjamir á péli- tískum svifflugum og setjast fyrirvaralaust í mitt fjalla- virki Framsóknarflokksins. Þar yfirbjóða þeir öll loforð og allt lýðskrum Framsöknar- og Sjálfstæðisframbjóðenda og lofa bændum gulli og grænum skógum ef þeir kjósi Alþýðubanda- lagið! "Það er engin offramleiðsla á búvörum," segir Lúðvík. "Al- þýðubandalagið mun bara ein- faldlega hækka verkamannakaup- ið og þá stóraukast búvörukaup- in." En hann fer auðvitað ekki ofan í hlutverk og viðleitni svikullar verkalýðsforystu (sem Abl. ræður yfir að mestu) að halda niðri kaupmætti og berja niður alla baráttu verkalýðsins gegn auðvaldinu. Og hann fer auðvitað ekki heldur niður í saumana á því að það er auð- valdsskipulagið sjálft sem á sök á versnandi hag bcaida og verka- fólks, en ekki það hvaða stjórn situr við völd. Þorri bænda á samstöðu með launafólki f kjarabaráttunni og litill kaupmáttur launafólks er ein mikilvæg orsök fyrir sölu- tregðu landbúnaðarvara. En hvorki Alþýðubandalagið né neinn annar borgaralegur stjórnmála- flokkur mun berjast fýrir hags- munum bænda, fremur en verkalýðs- ins. 1 kosningunum gildir það sama um bændur og aðra sem EIK (m—1) beina máli sínu til: SKILUM AUÐU! Brýnasta verkefni smá- og meðalbænda nú er það að berjast gegn svikastefnu Stéttarsambands- forystunnar og byggja upp virkar stéttarfélagseiningar vfða um land, þar sem stefna skal mótuð . Brýnar kröfur er m.a.: Afnem- um söluskatt af búvörum! Aukn- ar niðurgreiðslur á búvörum! Ekkert verðjöfnunargjald af smærri búuml Eflum innlenda fóðurframleiðslu! Baendakonum reiknist sama kaup og körlum! Fréttaritari 200 áskrifendur fyrir l.mai Nú vantar aðeins 30 nýja áskrifendur til að ná markinu. Þessum áskrifendum verðum við að ná í sameiningu fyrir 1. maí og endahnútinn rekum við 1. maí. Stuðningsfólk! Notum vel baráttudag verkalýðsins til að selja blaðið og bjóðum áskrift um leið! I næsta blaði birtum við svo niðurstöður og gerum upp söfnunarstarfið að einhverju leyti. Eflum Verkalýðsblaðið! VERKALÍÐSBLABIB VIKU HVERJA! on. Söfnunin verður framlengd til 20; maf - og þá skal hún f höfn! f maímánuði þarf að greiða mikla fjárfúlgur sem borgun fyrir prentvólina. Þvf, fél- agar, stuðningsmenn og áskrif- endur ! Tryggið framtfð marx- lenfnískrar hreyfingar með því að gefa f prentvélarsöfnunina. Takmarkið er að Verkalýðsblað- ið verði prentað að öllu leyti í eigin prentsmiðju. Verkalýðsblaðið þakkar öllum þeim sem gefið hafa f söfnunina fram að þessu. Við heitum á alla að styðja blaðið því nú verður lokaspretturinn hlaupinn í átt til eigin prentsmiðju. gerist áskritendur Lærum af söfnunarstarfinu Nií líður að lokum í þessari safnanalotu okkar. Við munum gera grein fyrir niðurstöðum f næsta tbl. og þá fjalla ýtar- lega um ganginn f söfnununum. Nauðsynlegt er að meta söfnunar- starfið nákvæmlega til að forð- ast að endurtaka þær villur sem við höfum gert og til þess að byggja áfram á þeirri góðu reynslu sem við vissulega höf- um öðlast. SfFELLT FLEIRA FOLK TEKUR ÞATT í STARFINU Þegar er Ijóst að sífellt fleira fólk tekur þátt í söfn- unarstarfinu. Það að gefa reglulega í söfnun til uppbygg- ingar komnnínísku hreyfingar- innar og til styrktar öðru framsæknu starfi, er að verða fastur liður hjá mörgum. Aðrir hafa enn sem komið er látið sér nægja að gefa stærri uppbæð- ir einu sinni eða sjaldan. Við þurfum að fjölga þeim sem gefa reglulega f baráttu- sjóðina. Upphæðimar þurfa ekki að vera stórar, en það að gefa reglulega þýðir að komm- úníska hreyfingin hverfur aldrei úr huganum. Að gefa reglulega peninga er ein aðferð til að tengjast framsæknu starfi. Að kaupa áskrift að Verkalýðsblaðinu er önnur. Að taka þátt í nám- skeiðum EIK(m-l) í marx-lenfn- ismanum og skipuleggja sig í kommúnísku samtökunum er svo lokaskrefið í því að tengjast forystusveitinni í baráttunni. SKIPULAGNINGIN ÚTRAUST Til þess að safnanir geti gengið vel, er nauðsynlegt að skipuleggja þær í smáum atrið- um sem stórum. Ekki er nægi- legt að ákveða hve miklu skal safna og á hve löngum tíma. Gera verður áætlun um allt söfnunarstarfið. Þar brást okkur bogalistin f yfirstand- andi söfnunum. Við vanmátum skipulagsstarfið og því hafa safnanimar ekki náð sér nægilega á flug. Þrátt fyrir það höfum við náð árangri og félagar og stuðningsmenn hafa lagt hart að sér undanfarnar vikur til að fylla söfnunar- kvótana. Við höfum öðlast reynslu, sem mun nýtast síðar. Brýnt er að draga reynsluna saman og gefa út á prenti, til að leiðbeina um safnanir fram- vegis. Vbl. mun síðar fjalla nánar um söfnunarmálin og hvetur lesendur til að senda lfnur þar að lútandi. Kveðja til SAMFYLKINGAR Lrnaí EIK(in-l) senda SAMFYLKINGU 1. MAX eftirfarandi kveðju: "Einingarsamtök kommúnista (marx-lenínista) senda SAM- FYLKINGU 1. MAÍ hugheilar bar- áttu- og stuðningskveðjur. Samtökin fagna dugnaði alls starfsliðs og stuðningsmanna samfylkingarinnar og baráttu- skipulagningar sem miðar að þvf að gera 1. maí að raunveru- legum baráttudegi íslensks verkalýðs og annarrar alþýðu. Með starfi sínu og stefnu- mótun hefur SAMFYLKING 1. MAf sýnt að hún er eina framsækna baráttufylkingin sem beinist gegn innlendri auðstétt, allri erlendri ásælni, báðum risa- veldunum og stéttasamvinnu falskra verkalýðsforingja. EIK(m-l) heita SAMFYLKINGU 1, MAÍ stuðningi sínum nú og f framtíðinni. Lengi lifi SAMFYLKING 1. MAÍ og alþjóðlegur baráttudag- ur verkalýðsins!"

x

Verkalýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsblaðið
https://timarit.is/publication/352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.