Verkalýðsblaðið - 01.05.1978, Síða 7

Verkalýðsblaðið - 01.05.1978, Síða 7
8. Tbl.4- Xrg. 1.- ló. maí 1978 vnuusæuya f Varaformaður KÍM Sýnir undarlegt þekkingarleysi Laugardaginn 15. apríl s.l. birtist í Vísi opnuviðtal við Jakob Benediktsson, varaformann Kínversk-íslenska menningarfél- agsins. Viðtal þetta fjallaði að mestu um aðra hluti en Kína, svo sem mikið og merkt framlag Jakobs til málvísinda og mál- rannsékna á Islandi, en Jakob hefur verið forstöðumaður Orða- bókar Háskólans um langan aldur og unnið þar gott starf. j'akob hefur einnig verið formaður KÍM var það allar götur frá árinu 1953> er félagið var stofnað og allt til ársins 19753 eða í 22 ár. Ekki þarf að efa að Jakop hafi gert margt gott á þessum tíma, en þvx er ekki að neita að virkni félagsins var mestan hluta þessa tíma í algjöru lág- marki, jafnvel aðalfundir voru með höppum og glöppum. Félagið reis nokkuð úr láginni, er Kristján Guðlaugsson var kosinn formaður árið 1975, en best starf hefur þé niíverandi stjém undir forystu Amþórs Helgason- ar sýnt. KIM er að sjálfsögðú póli- tískt félag. Annað er ekki hægt ef félagið á að vera raunveru- legt vináttusamband Islands og hins sósíaliska ríkis Kína.Það er hvorki íslenskri alþýðu né Kínverjum neitt gagn að starf- rækt sé tannlaust "ópólitískt" fólag til að sjá um þessi sam- skipti landanna. Enda hefur fél- agið tekið afstöðu í pólitískum málum, þ.e.a.s. til sósfalismans í Kfna. Það er því heldur klaufalegt af varaformanni KlM að lýsa því yfir í þessu viðtal- i, að KÍM hafi ekkert pólitískt hlutverk. Þetta álit varafor- mannsins kann að skýra ýmislegt varðandi starfsleysi félagsins undir stjórn hans. á aðalfundi fólagsins fyrir skömmu beitti Jalco’o Benedikts- son sór gegn tillögu sem af- marka skyldi pólitíska stöðu fólagsins við þau mál er varða Kfna beinlínis eða samskipti íslands og Kína, en fólagið vsri að öðm leyti pólitfskt óháð. Hvers vegna gerði for- maðurinn þetta? Jú, hann taldi tillöguna "óþarfa", efni hennar lægi f augum uppi. I 1jósi við- talsins í Vísi er þó hægt að Jakob Benediktsson varaformaður KlM geta sér til um aðrar ástæður. Eitt af því sem KlM verður að taka afstöðu til er deilur Sovétríkjanna og Kína. á af- stöðu Kína til Sovétríkjanna hvílir mikill hluti af utanrík- isstefnu Kínverja,m.a. kenning Maós um hina þrjá heima. Kín- verjar hafa greint Sovétrfki nú- tímans sem fasískt heimsvalda- ríki. Og fasískt heimsvaldaríki getur að sjálfsögðu ekki verið "sósíalfskt". Deilur Kfna og Sovétríkjanna grundvallast þvf á gjörólfku pólitfsku viðhorfi og gjörólfku þjóðskipulagi í löndunum tveim. Eftir lát Stalíns varð gagnbylting í Sovótrfkjunum undir forsæti Krúsjoffs og legáta hans, m.a. fasistans sem nú rfkir þar austur frá, Brésnef. Það er því beinlínis sögulegar blekkingar sem varaformaður KlM ber á borð í Vísisviðtalinu, er hann segir: "I sambandi við ágreining þessara tveggja ríkja verðum við að hafa í huga að þau hafa gjörólíka sögu að baki, og hafa búið við mjög ólíkar aðsta>ður. Þess vegna hefur þróunin líka orðió allt önnur í Kína heldur en í Sovétríkjunum.Þaó er eóli- legt miðað við aðstæðurnar." Jakob Benediktsson segir að KlM sé ópólitfskt. En það sem hann segir um deilumar er póli- tfkí Og það mergjuð pólitík! Þetta fellur glæsilega inn í þann áróður borgaralegra afla, að Kína sé áðeins styttra komið f þróuninni, og að "aðstæðurnar ráði því að Kína sé ekki orðið fasískt ríki eins og Sovétríkin. Það þarf ekki að efa að Jakobi Benediktssyni gengur aðeins gott til. En hann er einn þeirra allt of mörgu sem ekki getur né vill skilja að Sovét- ríkin eru ekki lengur það for- dæmi sem þau eitt sinn voru. Svona er hægt að staðna í póli- tískum skoðunum, læsa sig inni í röngum hugmyndum og vera svo alla ævi í sífelldri leit að af- sökunum og röksemdum fyrir sín- um ranga skilningi. En sem betur fer, fer þeim sósíalistum mjög fjölgandi sem gera sér grein fyrir glæpsamlegu eðli Sovétríkjanna í dag. Félagi í KÍM Almenn kreppa auðvaldsins Almenn kreppa auðvaldsins er kreppa I heimskerfi auðvaldsins sem heild og nær til allra hliða f efnahag, stjórnmálum og hug- myndafræði borgaralegs þjóðfé- lags. I almennri kreppu auðvalds- ins felst "algjört hrun auðvalds- ins og fæðing sósíalfsks þjóðfól- ags" (Lenfn, Ritsafn, 27. bindi bls. 106, rússn. útg.). Hún einkennist af styrjöldum og bylt- ingum, af baráttu milli deyj- andi auðvalds og uppvaxandi sósíalisma. Þessi kreppa nær yfir tiltölulega langt tímabil upplausnar og eyðingar auð- valdsins, frá fæðingu sósíalism- ans og fram til sigurs hans á heimsmælikvarða. Tímabilið er langt vegna þess að forsendum- ar fyrir umbyltingu í sósíal- iskt. kerfi þróast með mismunandi hraða í hverju landi um sig. Nokkur mikilvægustu einkenni almennrar kreppu auðvaldsins eru þessi: 1) Nýlendukerfi heimsvaldastefnunnar kemst f kreppu, undirokaðar þjóðir rísa upp hver á hæla annarri og brjóta af sér fjötra heimsvalda- stefnunnar. Mikilvægust megin- andstæðna f heiminum nú um stundir er einmitt andstæðan milli lcúgaðra þjóða og heims- valda- og sósíalheimsvaldastefn- unnar. 2) Markaðsvandamál auð- valdsins verða sífellt djúp- stæðari, þeim fylgja að fram- leiðslugetan er ekki nýtt að fullu og stöðugt fjöldaatvinnu- leysi í auðvaldslöndunum. All- ar innri andstæður auðvaldsins skerpast og dýpka. Stríðshætt- an eykst óhjákvæmilega. 3) Þegar fram í sækir er mikilvæg- asta einkenni almennrar kreppu auðvaldsins, að heimurinn skipt- ist í tvö algerlega andstæð þjóðfólagskerfi, kapítalisma og sósíalisma. Þetta ein— kenni var mjög skýrt fram til gagnbyltingarinnar í Sovét- ríkjunum á Krúsjoff-tfmabil- inu. Eftir hana varð það minna áberandi um tíma. Almenn kreppa auðvaldsins byrjaði í fyrstu heimsstyrjöld- inni í tengslum við sigur Októ- berbyltingarinnar í Rússlandi 1917. Októberbyltingin hafði í för með sér stórkostleg umskipti í mannlegu samfélagi, frá auð- valdskerfi til sðsíalisma, og boðaði tímabil öreigabyltinga í auðvaldslöndum og nýlýðræðis- byltinga í nýlendunum. For- damii Sovétríkjanna þá sýndi vinnandi alþýðu um allan heim að þróa má nýtt efnahagskerfi án auðherra og að þetta efnahags- kerfi, sósíalisminn undir alræði öreiganna, þróast hraðar og árangursrfkar en auðvaldskerfið. Mjög hröð þróun sósíalismans í Sovótríkjunum undir forystu Leníns og Stalíns, sigur sovét- Greinaflokkur um efnahagsmál Kökukeimingin er blekking 3.grein herjanna yfir fasismanum og árangursrík barátta gegn heims valdastefnunni, gerði það allt að verkum, að almenn kreppa auð- valdsins dýpkaði enn og skerpt- ist. X heimsmælikvarða var sigur kínverskrar alþýðu yfir inn- lendu afturhaldi og heimsvalda- sinnum og svo stofnun Kínverska alþýðulýðveldisins sérlega mikil- vægt. Um leið og Sovétríkin breyttust í fasískt auðvalds- ríki á 6.og 7* tug aldarinnar yfirtók Kína hlutverkið sem höfuðvígi byltingarinnar og traust stoð og stytta kúgaðrar alþýðu um allan heim í frelsis- og byltingarbai'áttu hennar. Nú síðast hefur sigurinn yfir gagn- byltingarklíku fjórmenninganna enn á ný staðfest þetta hlutverk Kína. Almenn kreppa auðvaldsins er sá rammi, sem mynd dagsins í dag og um all langa framtíð fellur í. Hvernig sú mynd lítur nánar út um þessar mundir má lesa um í Xlyktun um alþjóðaástandið í Verkalýðsblaðinu 14- tbl. 1977 og í Baráttuleið alþýðunnar, Leiðin framundan er bugðótt, en vfst er að auðvaldið fær ekki sín örlög flúið. En meðan auð- valdsskipulagið er við lýði, munu kreppur ætíð verða óhjákvæmilegir fylgifiskar þess. Ein algengustu viðbrögð við baráttu ýmissa hópa launþega fyr- ir bættum kjörum er þetta: "Ef þið fáið hærri laun getur það ekki leitt til annars en stór- lækkaðra launa annarra. Við höfum ekki nema ákveðna köku til að skipta á milli launafólks." Þetta er kökukenningin svonefnda. Marx og Engels þekktu líka þessa kenningu. Hún var þá sem nú ein sterkasta röksemd auð- herra og um leið uppgjafarsinna í röðum verkalýðs. En Marx og Engels sýndu fram á fánýti og ósannindi þessarar kenningar á vel rökstuddan hátt. Þess vegna er þessari kenningu oft þvælt inn í fínt orðskrúð og af- bakanir. Borgaralegir hagfræð- ingar búa til "vísindalegar" nýkenningar sem byggjast á því einu að klæða þessa kenningu einhverri nýrri skikkju. For- ysta Alþýðubandalagsins hefur hallast að þessari kenningu - ásamt ASl-forystunni og öðrum - og kallar sig þó sósíalíska. En þessar senditíkur eru ekk- ert annað en endurskoðunarsinn- ar, svikarar við fræðikenningu verkalýðsins, marxismann. Lítum á hvernig marxisminn hrekur kökukenninguna. Gildi vöru Gildi eða verðmæti fullunninn- ar vöru skiptist I þrennt: 1. Verðmæti vinnuaflsins, þ.e. laun launamannsins að frádregnum sköttum og opinberum gjöldum. Þetta er sá kostnaður sem auð- herrann hefur af því að hafa fólk í vinnu. 2. Hráefni og viðhald fram- leiðslutækja, þ.e. sa kostnaður sem auðherrann hefur af að halda framleiðslutækjum sínum gangandi. 3. Gildisauki, þ.e. sú við- bót við verðmæti vörunnar sem fer fram úr beinum útlögðum kostnaði við framleiðslu hennar. Gildisaukinn Gildisaukinn skiptist I eft- irfarandi þætti: 1. Skattar, sem renna til rxkisvalds auðstéttarinnar. 2. Auglýsinga- og stjórnun- arkostnaður, sem að hluta - rennur til annarra auðherra (t. d. fjölmiðla) fyrir veitta þjón- ustu, að hluta í ýmsan skrif- stofukostnað auðherrans sjálfs, þ.á.m. laun skrifstofufólks, mútur og yfirborganir til "þægra" verkamanna. 3. Nýjar fjárfestingar, þ.e. eignaaukning auðherrans. Oft er fyrirtæki bein nauðsyn að þenjast út til að veröa ekki undir í samkeppninni, en það breytir því ekki að hér er auð- herrann að auðga sjálfan sig. 4- Lúxusneysla auðherrans. Hér kemur inn I - auk beins óhófs auðherrans sjálfs - að oft auðherranshópum skyldmenna og vina hans haldið uppi af auð- fyrirtækjum. Þetta kemur fram í alls kyns risnu, bílakaupum, húsakaupum, utanlandsferðum o.fl. 5- Verslunarágóði, þ.e. sá ágóði sem fæst við sölu vörunn- ar, ágóði vegna verðbólgu, ágóði vegna gengisfellinga o.s.frv. 1 sumum tilvikum gengur hluti þessa ágóða til annarra auðherra t.d. heildsala og kaupmanna, en £ öðrum tilvikum til auðherrans sjálfs, sem hefur þá sjálfur á hendi dreifingu og sölu fram- leiðslunnar (sbr. SÍS-einokun- arhringinn). Hvernig er hægt að hækka launin? Það sem þarf að hækka til að bæta kjör verkalýðsins er lið- urinn "verðmæti vinnuaflsins", þ.e. laun að frádregnum skött- um. Stærð þessa liðar er alls ekki föst. Hins vegar er lág- marksstærð þess föst, þvl að verkafólk framfleytir sér ekki nema fá ákveðin lágmarkslaun. Auðherrar reyna alltaf að halda launaliðnum eins nærri þessu lágmarki og unnt er. Hér á íslandi hefur þeim orðið talsvert betur ágengt í því efni en v£ða annars staðar. Liðurinn "hráefnis- og við- haldskostnaður" er oft fastur, en getur £ ýmsum tilvikum hækkað eða lækkað, oft án þess að auðherrann einn ráði nokkru þar um, sbr. t.d. verðhækkanir á olfu frá OPEC-löndunum. Auð- herrann reynir þó alltaf að notfæra sér slfkar verðbreyting- ar til aukins arðráns á verka- fólki. Allir liðir gildisaukans eru mjög breytanlegir. Með lækkun þeirra er unnt að hækka laun verkafólks. Rfkisvaldið má knýja til að lækka skattana. Auglýsingakostnaður og stjórnunarkostnaður er tföast geysihár hjá stærri fyrirtækj- um og getur þvx vel lækkað. Kostnaður vegna nýrra fjárfest- inga er einnig liður sem stór- lega má skerða, einkum þegar þess er gætt að svonefndar "af- skriftir" eigna auðhenrann gera miklu meira en að standa undir viðhaldi og endurnýjun þeirra tækja sem fyrir hendi eru. Lúxusneyslu auðherrans er auðveldlega hægt að minnka eða nema brott (sem verður þð varla fyrr en f sósfalismanum) án mikillar neyðar fyrir auð- herrann, fjölskyldu hans og ættingja. Loks er hægur vandi að minnka verslunarálagningu. Þetta sýnir að kökukenning- in er blekking. Launahækkanir einstakra hópa þurfa alls ekki að verða á kostnað annarra hðpa verkafólks. Hitt er svo annað mál að auðstéttin og senditfk- ur þeirra reyna alltaf að koma þv£ svo fyrir að grðði þeirra, óhófsneysla og eignasöfnun verði ekki fyrir hnjaski. Til að breyta þessu þarf baráttu, baráttu á grundvelli stétta- baráttunnar f þjóðfélaginu, baráttu gegn auðvaldinu og blekkingaráróðri þess, baráttu gegn þeim sem reyna að breiða yfir stéttaandstæðurnar £ þjóðfélaginu, - m.a. með þvf að samsinna kökukenningarfjasinu £ einhverri mynd þess. (1 þessari grein átti einn- , ig af fjalla um vfsitölur Það verður að b£ða næsta blaðs, en þá verður einn- ig fjallað um gengisfell- ingar.) "KFI/ml"ad baki Gvendi "Ötflutningsbannið er öflug aðgerð"!, segir Stéttabaráttan,. málgagn "KFl/ML" £ ló.tbl. Þar skrifa samferðamenn Guðmundar J. og Dagsbrúnarforystunnar á þing Verkamannasambandsins £ fyrra, Benedikt Kristjánsson og Sigurð- ur Jón ðlafsson, um skrfpaleik þann sem ASl-forystan kallar"út- flutningsbann" og mega vart vatni halda af hrifningu yfir "öflug- um aðgerðum"! Ekki lætur Stétta- slæðst inn £ leiðarann hér og hvar. Innan Alþýðubandalagsfor- ystunnar f Reykjavfk heyrast sffellt magnaðri raddir um að "útflutningsbannið sé ekki alveg nógu sannfærandi aðgerð" og sé ekki beint vel fallið til að afla flokknum fylgis £ kosning- unum f vor. Þá á að "negla" Guðmund J. og kenna honum um allt saman og reyna að útvega einhvern happadrýgri stéttasam- vinnupáfa. Fyrstu daga "útflutn- ingsbannsins" hampaði Þjóðviljinn Guðmundi J. á annari hverri s£ðu, en upp á sfðkastið sést honum minna hampað. Endalokin gætu orðið þau að Stéttabarátt- an sæti ein uppi með að hylla Guðmund J. Það væri svo sem verðugur kross á leiði "KFl/ML".

x

Verkalýðsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkalýðsblaðið
https://timarit.is/publication/352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.