Verkalýðsblaðið - 04.07.1978, Blaðsíða 2

Verkalýðsblaðið - 04.07.1978, Blaðsíða 2
| 2 | VERKALÍÐSBLADIÐ 12.tbl. 4.árg. Sumarbúdir Marx-leníníska hreyfingin eflist jafnt og þétt. Nýtt merki um það eru sumarbúðir þær, norðan og sunnan- lands sem VERKALÍÐSBLAÐIÐ hefur skipulagt í samvinnu við EIK(m-l). Sumarbúðir sem þessar eru nýlunda í fi'amsækinni og kommúnískri verkalýðshreyfingu hárlendir. Um er að rctóa fjölmenn mót kommúnista og framsækinna einstakl- inga þar sem pólitxskum umræðum, útiveru og menningar- iðkan er fléttað saman. Sumarbúðirnar eru þarrnig lifandi kennslustaður í baráttufræðum kommúnismans, staður til þess að kynnast starfsháttum EIK(m-l) og vettvangur þar sem menn fá innsýn í raunverulegt lýð- ræði og stjórnun. Að þessu sinni standa sumarbúðirnar í þrjá daga, 5.,6.. og 7. ágúst- um verslunarmannahelgina - nálægt Reykjavík og Akijreyri. Auk íþrótta, gönguferða, kvöld- vaka o.fl. eru tvö umræðuefni á dagskrá: Framsækið starf í fjöldahreyfingum, einkum verkalýðshreyfingunni, og alþjóðaástandið. Vönduð barnagæsla verður í búðunum og allt starf mið- að við að bæði kommúnistar og þeir sem standa utan kommúnisku samtakanna geti tekið fullan þátt í öllu búðarstarfinu. VERKALÝÐSBLAÐIÐ og EIK(m-l) hvetja lesendur blaðs- ins til að hugleiða þátttöku í sumarbúðunum og minnir á fylgirit VBL. í ll.tbl. þar sem efni og allar upp- lýsingar er að finna. Fólaga EIK(m—1) og stuðnings- menn hvetjum við til þess að afla þátttakenda með því að ræða við ættingja, fólaga og vini. Farið verður með rútum, því venjulegir fólksbílar komast ekki á mótssvæðið. Þátttökutilkynningum er veitt móttaka í pósthólf 5186, lo5 Rvk. og 641, 600 Akureyri eða í Október-búðinni ððinsgötu 3o, Rvk. 21. ágúst - dagur baráttu 21.ágúst n.k. eru rétt lo ár liðin síðan hin kapitalísku Sovétríki hernámu Tékkóslóvakíu, í nafni "sósíalismans". Þessi ógnaraðgerð sannfærði marga um að Sovétrxki Lenlns, Stalíns og vinnandi alþýðu höfðu skipt um eðli - í stað sósíalisma og alþjóðaliyggju ríkir þar ríkiskapitalismi og fasískt stjórnarfar. Tékkneska þjóðin mátti þola hernám nasista rúmum 3o árum áður, en að þessu sinni gar alþýðan ekki veitt verulegt viðnám, m.a. vegna rangrar stefnu og starfs- aðferða Dubceks — hópsins, sem ætlaði aðeins að endur— vekja nokkra þætti lýðræðis. Tékkóslóvákía hafði í raun fylgt þróun Sovétríkjanna til kapitalisma og orðið æ háðara þeim. 1 dag hrærist andstaðan við hernámið meðlal Tékka og Slóvaka. Hún spannar allt frá borgaralegum lýðræðis— sinnum á borð við þá sem standa að Charta '77 — mann- rcttindastefnuskránni — og til leynilegra marx—lenín— fskra hópa. Ber kommúnistum að styðja alla andstöðu við Sovétríkin og leppa þeirra í Tékkóslóvakíu. Sl. tv8 ár hafa kommúnistar og and- heimsvaldasinnar staðið fyrir mótmælaaðgerðum hérlendis gegn sovéska hernáminu. í fyrra tókst 21.ágúst-nefndinni, sem EIK(m-l) studdu, ekki að ná samvinnú við Séuntök her- stöðvaandstæöinga á jafnréttisgmnni .þar eð þau neituðu henni. Slík andstaða samraonist ekki hag þorra tékkneskrar og slóvakískrar þjóðar. Nd er enn hafinn undirbúningur að aðgerðum á vegum 21.ágúst-nefndarinnar. Þar er með talið til— boö til Samtaka herstöðvaandstæðinga um samvinnu. Flestir vita að innan samtakanna eru öfl sem hvorki vilja berjast gegn báðum risaveldunum né smíða virkar fjöldafylkingar. Vegna þess er óvíst hvort samstaða náist um eina aðgerð 21.ágúst. EIK(m-l) hvetja félaga sína og. stuðningsmenn aö taka fullan þátt í störfum 21.ágúst-nefndarinnar og berjast fyrir samvinnu hennar og Samtaka her^töðva- andstæðinga. Fram til 21.ágúst þarf að afla mál- staönum fylgis meðal fjöldans, dreifa dreifiritum, auglýsa aðgerðir, tryggja þátttöku í þeim, taka þátt í fundum 21.ágúst-nefndarinnar og annarri vinnu á hennar vegum. Takmarkið er að gera 21.ágúst að öflugum baráttu- degj. gegn Sovétríkjwafturhaldsins, gegn báðum risaveldunum og til stuðnings fre1sisbáráttu TÓkka og Slóvaka. Framkvasndarnefnd miðstjórnar 26.6 Sumarbútfaefni Sú gagnrýni hefur komið fram á sumarbúðaefnið sem fylgdi síðasta blaði, að les— efnið væri allt of mikið, sem ætlast væri til að fálk læsi. Þessi gagnrýni er að hluta til réttmæt. Framsetningin á þessu efni í blaðinu var klaufaleg. A listanum og for- málanum að honum mátti skLlja að þetta væri eitthvert skyldu- lesefni, og þeim sem ekki læsu þetta efni yrði jafnvel allt að því meinaður aðgangur að sumarbúðunum 1 Þetta er að •• sjálfsögðu okkur að kenna. Ætlun okkar var alls ekki að gera málið svo flúkið. Til- gangur listans yfir lesefni . var eingöngu sá að benda fúlki á lesefni, sem mjög gagnlegt væri að lesa fyrir sumarbúðim- ar. Þetta átti að vera n<?kk- urs konar heimildarskrá. En við viljum engu að síður leggja áherslu á að það er mjög gagnlegt að fólk lesi þetta efni, eða svo mikið af því sem það getur. Aðeins þannig verðum við sem best und— irbúin undir sumarbúðimar og umræöumar þar. Og það er eng- in ástæða til að láta fjölda greina. sem bent er á. hræða sig frá því að nota tímann vel. Sumar þessara greina eru mjög stuttar, og flestar þeirra er hægt að lesa mjög hratt yfir og fá úr þeim öll meginatriði. Ef við tökum okkur til og les- um að jafnaði £ 15-20 m£n. á hverju kvöldi áður en við för- um að sofa, verðum við búin að lesa allt það efni sem bent var á, fyrir sumarbúðirnar. Að þessu sögðu viljum við benda á eina bðk enn, sem mundi falla undir efnið um flokkinn og fjöldastarfið. y Það er bðkin "Hvað ber að gera?" eftir Lenfn. Þar eru ýmsir kaflar sem vert er að lesa. 1 þessu tbl. Verkalýðsblaðs- ins hefst greinaflokkur, sem standa mun a.m.k. fram að sum- arbúðum. Yfirskrift þessa flokks er "Stofnun kommúnista- flokks!" og verða £ honum ýms- ar tilvitnanir f frumkvöðlana, úr greinum sem annaðhvort eyu ekki til á fslensku eða eru mjög illfáanlegar. - Framsókn: Btílar ekki á félagsfundi Frá fréttaritara Verkalýðs- blaðsins £ Verkakvennafélaginu Frarasðkn f Reykjavfk: "Enn þá hefur ekki verið haldinn félagsfundur f Framsðkn um kjaramálin, eins og lofað hefur verið frá því í febrúar f vetur. Aðalfundur'hefur enn ekki verið boðaður, en nú eru reikningar félagsins í endur- skoðun og þegar þeir koma þaðan mun eiga að halda aðal- fund. Má vera að það komi forystu félagsins vel að mjög margar félagskonur verða þá trúlegast komnar í sumarfrf. Þá er athyglisvert að áður hefur forystan notað það sem rök fyrir drætti á aðalfundar- haldi aö gild félagsskfrteini vantaði (fullgild félagsskfr- teini gilda við atkvæðagreiðslu/ inngöngu á aðalfundi, en full- gild verða þau ekki fyrr en fél- ágið hefur fengið yfirlit yfir greiðslu viðkomandi á félags- gjöldum. Er það síðan stimplað . inn í skírteinið). Nú hafa engir | stimplar sést og allt f einu er það engin hindrun fyrir því að halda aðalfund. En nðg um það. Skrifstofa Framsðknar er rekin á grundvelli fáfræði skrifstofufólksins um störf for- manns og varaformanns, sem einar virðast geta svarað spurningum um túlkunaratriði kjarasamninga. Þðrunn Valdimarsdðttir hefur lagt blátt bann við því að skrif- stofufðlkið svari nokkru sem það er ekki loo % viss um. Alltaf er vísað á Þðrunni. Að lokum fáein orð um frysti- húsið á Kirkjusandi: Þangað hefur nú verið ráðið mjög margt skólafólk sem þýðir það að alltaf er nægilegt vinnuafl til að vinna f aflahrotum, en sfðan er hægt að senda það heim kauplaust þegar um hægist. Það hefur enda gerst nokkrum sinnum. Kirkjusandur hefur tvisvar fengið undanþágu frá "útflutn- ingsbanni" VerkaLmannasambands- ins, samtals fékkst leyfi til útflutnings á 2o.ooo kössum! " Leiðrétting I síðasta tbl. Verkalýðs- blaðsins eru 2 villur eða mis- sagnir f greinum frá Akureyri. 1 fyrsta lagi er í greininni "Aðgerðir f Slippstöðinni" gef- ið f skyn að yfirvinnustöðvun stðrs hluta starfsmanna sem hðfst 1. júní hafi haldið áfram mánudaginn 5. júní. Misritaða setningin á að vera svona: "Fáir mættu f laugardagsvinniuia 3. júnf, en mánudaginn 5. júní hættu fáir eftir að dagvinnu--' tíma lauk". 1 öðru lagi er villandi frá- sögn f greininni um Abl-menn: "Þora ekkL f kappræður". EkkL er rétt sem skilja má af grein- inni, að Abl-menn hafi ekkL ætlað að svara boði um andmæl- anda á fund EIK(m-l) um kosn- ingarnar. Samþykkt var þar ger^ f st jðm, en svarið ðsent þegar við inntum eftir því munnlega. En svarið var alger og órökstudd hundsun á tilboði okkar. Þessi atriði em hér með leiðrétt. Innihaldslega eru báðar greinamar í fullu gildi. Fréttaritari. Sumarbúðirnar: Leiðrétting: Þátttakendur þurfa ekki að hafa með sér diska/hnffa— pör o.þ.h. Slfkt verður á staðnum. Gott væri ef fólk tæki með sér vasa-/tjaldljðs. Fðlk er hvatt til að skila inn þátttöku- tilkynningu sem fyrst og í síðasta lagi fyrir 20.júlí. Foreldrar eru beðnir um að gefa upp aldur barna., Einnig hvetjum við fólk til að hafa með sér menningarefni hvers konar, til að flytja á kvöldvökum sumarbúðanna. TILKYNNING UM ÞÍTTTÖKU A SUMSRBOÐUM VERKALÝÐSBLAÐSINS VERSLUNARMANNAHELGINA 5. - 7.'AG(tST 1978. Heimilisfang:.... Fjöldi fullorðna: Fjöldi barna:.............Aldur bama: (Klippið út) Tilkynningin sendist til: (BÚðir sunnanlands) Verkalýðsblaðið, ððinsgötu 30, pésthólf 5186, Rvk. (Búðir norðanlands) Verkalýðsblaðið, pðsthðlf 541, 602 Akureyri. I07S Notuð til at kvæðaveiða Mánudaginn 19. júnf s.l. gengust nýstofnuð samtök, Leigjendasamtökin, fyrir al- mennum fundi f Reykjavfk. Var þangað boðið fulltrúum allra flokka sem bjóða fram til Al- þingiskosninganna. I tilkynn- ingu sem samtökin sendu frá sér um fundinn var þess getið að markmiðum samtakanna verði ekki náð nema eftir pðlitískum leiðum og með stuðningi stjórn- málamanna og flokka og því hafi þótt viðeigandi nú rétt fyrir kosningar að kanna hug flokkanna til þessara mála. KOSNINGABEITA I fundarboði þessu er reynt að láta lfta svo út að hags- munir leigjenda séu hafðir að leiðarljðsi. - Leigjendur hafi þama tækifæri til að koma skoðunum sfnum og baráttumálum á franfæri við frambjóðendur og geti sfðan vcmtanlega kosið þann sem býður best til að koma málunum f höfn á Alþingi. Þannig verði baráttan leikur einn. Slfkar blekkingar eru á engan hátt leigjendum f hag. Hins vegar beita metorðagjam- ir frambjóðendur þeim f þeim tilgangi að nýta sér samtökin f auglýsingaskyni og til atkvæðaveiða. Þar er fremstur f flokki formaður Sðknar Aðalheiður Bjamfreðsdóttir, sem hefur að undanförnu notað hvert tækifæri til að láta félagasamtök launafðlks fleyta sér inn á þing. ftöldabarAttan FÆRIR SIGUR Með því að leggja slíka áherslu á að tengja baráttu leigjenda Alþingiskosningunum er einnig verið að setja þing- ræðisleiðina f fyrirrúm fyrir fjöldabaráttunni og auka trúna á að sigrar geti unnist ein- göngu fyrir tilstuðlan "vinsam- legra" þingmanna eða flokka. Gegn slíkum falsáróðri verða leigjendur að skera upp herör hvar sem hann kemur fram. Setja veröur fram kröfu um að samtök leigjenda verði skipulögð á grundvelli fjölda- baráttu og því algerlega hafn- að að treysta á loforð "hag- stzeðra'þingmanna". Alþýðufðlk hefur of oft rekið sig á haldleysi þeirrar leiðar. Vissulega verða lagabreyt- ingar sem varða húsnæðismál eins og t.d. leigulöggjöf og breytingar á skattalöggjöfinni sem eru meðal brýnna hagsmuna- mála leigjenda að hljóta endanlega samþykkt Alþingis. En slíkt mun þð aðeins ná framað ganga fyrir tilstuðlan virkrar baráttu fjöldans utan þings. Arangurinn mun fyrst og fremst ráðast af styrk fjöldahreyf- ingar leigjenda en ekki af suðningi einstakra þingmanna eða flokka. TILLESENDA Eins og lesendur Verkalýðs— blaðsins hafa veitt eftirtekt, hefur þessu tölublaði seinkað um viku. Er það vegna sumar— frfa vinnslumanna blaðsins, og láðist að geta þess f síðasta blaði. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum Vænta má, að seinna f sumar muni einnig lfða 3 víkur milli blaða af sömu orsökum, en þá mun þess verða getið í blaðinu með fyrirvara.

x

Verkalýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsblaðið
https://timarit.is/publication/352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.