Verkalýðsblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 2

Verkalýðsblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 2
2 Kínversk skáldsaga í vændum efnægir áskrifendur fást Bókaútgáfan Skjaldborg á Akureyri hyggst gefa út kínversku skúldsöguna "Þorp í dögun" sem þýðandinn Guð- mundur Sæmundsson las í út- varpið í fyrravor. Ötgáfan er þó bundin því að 300 áskrifendur fáist að bókinni fyrirfram. Hámarks- verð yrði 12.000 kr. fyrir nálægt 200 • bls. bók í fallegu bandi, að meðtöld- um sendingar- og póstkröfu- kosnaði. Hægt er að gerast áskrif- andi með því að hafa sajnband við Guðmund Seemundsson s. 96-25745 á Akureyri eða Arnþór Helgason, formann KÍM, s. 91-12943 í Reykja- vík. Auk þess munu áskrif- tarlistar leggja frammi í Októberbúðinni, Bóksölu stúdenta, Mál og menningu og Versluninni Panda. Verkalýðsblaðið-Stétta- baráttan hvetur lesendur sína til að taka þessu kostaboði - og tryggja jafn- framt útgáfu fyrstu kín- versku nútímaskáldsögunnar í mörg ár. Framhald af forsíðu íslenskir ráöamenn: VIÐURKENNIÐ PLO! Ég held að f hreyf- ingunni séu einstaklingar sem áður hafa verið tengdir hryðjuverkum. En það væri rangt að halda að friður geti komist á í þessum löndum (Mið-Austurlöndum) án þess að taka PL0 með í reikninginn." Það virðist því sem Bretland, sém á sínum tíma gaf síonfsku nýlenduherr- unum Palestfnu, sé á góðri leið með að viðurkenna PLO. Palestínumenn og PL0 þurfa á stuðningi að halda og nú er sá stuðningur helst í því fólginn að PL0 verði viðurkenndur full- gildur fulltrúi Palestínu- þjóðarinnar. Þann 26. maí lýkur viðræður um sjálf- stjórn Palestínumanna á Vesturbakkanum. ísrael neitar PL0 um þátttöku í þessum viðræðum og á meðan svo heldur fram gerist ekki neitt. Alþjóða viðurkenning á PLO mun þvinga ísrael til að samþykkja þátttöku PL0 í viðræðunum. Ef íslenskir ráðamenn hafa til að bera einhvem vilja til að taka þátt í að leysa málin. fyr- ir botni Miðjarðarhafs ættu þeir nú þegar að lýsa yfir viðurkenningu á PL0 sem fulltrúa Palestínuþjóðar- innar. VIÐURKENNIÐ PLO. Æ VERKALÝÐSBLAÐÍÐ-STÉTTABARÁTTAN Meira um öryggismálin: Atriði sem brotin eru daglega I seinasta tbl. birtum við viðtal við Garðar Norðdahl, rafsuðumann. Hann gaf ekki fagra lýs— ingu á framkvæmd laga og reglugerða um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum, og benti á slæ- lega frammistöðu stéttarfélaganna. Stéttarfé- lögin sinna hvorki því að fylgja eftir laga- og reglugerðarákvæðum um þessi efni, né kynna mönnum rétt þeirra. Síðan er allt traust sett á lagafrumvarp það sem liggur fyrir um aðbúnað. hollustuhætti og.öryggi á vinnustað. Við fyrstu yfirsýn virðist þetta frumvarp vera til béta. Ákvæði þess eru þé almenn og býsna teygjanleg og nauðsynlegt að setja reglu- gerðir til að fylla út í þau. En ný lög ein séh breyta engu, ef ekki fylgja á eftir framkvaandir. Eftirtalin ákvæði hafa verið í gildi, svo árum eða jafnvel áratugum skiptir. Hvað segja lög og og reglugerðir? Ör reglugerð um húsnæöi vinnustaða: í tíundu grein segir m.a.: "Innanhússtörf, sem valda óhollustu, loft— mengun, eldfimri eða sprengifimri efnablöndu, skulu aðeins framkvæmd þar, sem unnt er að loftræsa þannig að mengaða loftið sé sogað burt strax frá þeim stað sem það myndast á án þess að það dreifist til umhverfisins. áður en öryggiseftirlitið samþykkir loftræstibúnað, skal sannað að hann sýni nægjanlega árangursrík afköst." í þriðju grein segir: "Allar umferðarleiðir manna og véla skulu vera greiðar og afmarkaðar eftir því sem unnt er....Starfsmenn skulu hafa nægjanlegt at- hafnarými við störf sín, án þess að vera á umferðar- svæðum........." í 9* grein segir: "Vinnu- rými skulu vera hæfilega hlý eftir eðli verksins, sem þar fer fram. Þar sem vinna fer fram í kyrrstöðu eða kyrrsetu má telja hæfilegan hita 18-22° C. Hiti skal vera sem jafn- astur um allr vinnurýmið." I 14 grein: "Búnings- herbergi skulu vera á hag- kvaemum stað, með hliðsjón af vinnustað, þvotta og baðklefum." 1 29. grein: "Sé vinna óþrifaleg, eða valdi veru- legum óhreinindum, skal vera ein þvottaskál fyrir hvem starfsmann. Þar sem menn þurfa steypiböð vegna óhreininda eða svita, er þeir verða fyrir við störf sín, skulu vera minnst 2 steypiböð fyrir hverja 10 starfsmenn." í 34» grein: " I matstofu skal verkamaður bæði geta matast og hvílst frá vinnu sinni. Matstofa skal því vera björt, þægilega skipu- lögð og tíjóða góðan þokka, bæði að litavali, þrifum og þægindum." Öryggisráðstafanir Ör iögum um öryggisráð- stafanir á vinnustöðum: 7. grein: "Trúnaðarmaður verkamanna skal líta reglu- lega eftir því að allur öryggisútbúnaður sé í góðu lagi og hann notaður á réttan hátt.......Sömuleiðis skal trúnaðarmaðurinn vekja áhuga verkamanna á notkun alls þess er til öryggis má' verða og leiðbeina þeim um allt það er að öryggisút- búnaðinum lýtur." 15. grein: m.a. "á sér- hverjum vinnustað.... skal vera tiltækilegur útbúnaður til hjálpar í viðlögum og skal útbúnaðurinn vera í samræmi við nánari fyrir- mæli öryggismálastjóra.... í fyrirtækjum, þar sem slysahætta er veruleg, skal einn eða fleiri af verka- mönnum hafa tekið þátt í námskeiði í hjálp í viðlög- um og hafa þá sá eða þeir verkamanna einir umráð yfir útbúnaði þeim, sem er fyrir hendi til hjálpar í við- lögum." 1 48. grein segir, að brot gegn lögum þessum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim, varða sektum frá 50- 5000 kr. svo ekki taka at- vinnurekendur mikla áhættu• Sjálfsagt mætti tína til Framhald á síðu 7. Þjóðaratkvæði í Þann 23= mars sl. fór fram hér í Svíþjóð þjéðaratkvæðagreiðsla um nýtingu kjarnorku. Samkvæmt blaðafregnum greiddi allstér meiri- hluti kjósenda atkvæði með áframhaldandi notkun kjarnorkunnar, aðeins tæp 40% þeirra studdu lokun allra kjarnorkuvera. Hér á eftir verður reynt að gera lesendum VBL^STB nokkra grein fyrir helstu þáttum þess- um málum. Hvað er kjarnorka Allt efni er uppbyggt af frumeindum (atómum). Sér- hver frumeind býr yfir gíf- urlegri orku, sem leysa má úr læðingi með því að kljúfa frumeindina. Orka þessi er kölluð kjarnorka. í kjarna- ofni má koma af stað hæg— fara klofningi í geisla- virku úrani. Við þetta skap- ast hitaorka sem látin er breyta vatni í gufu, sem síðan er notuð til að knýja rafala. Sem sagt: kjarnorku er breytt í hitaorku sem síðan er breytt 1 raforku. 1 þessu ferli fer stærstur hluti orkunnar til spillis, aðeins um 5% af orku úrans- ins nýtist til gerðar hita- orku, af hitaorkunni fara 2/3 hlutar til spillis. Um hvað snerist þjóðaratkvæðiö? Kjarnorka er víða um heim ákaflega umdeild sem orkugjafi, fyrst og fremst vegna þess að slys í kjam- orkuverum, sem aldrei er fullkomlega hægt að útiloka, myndu valda gífurlegum skaða á öllu lifandi á stóru land- svæði. Hversu mikil þessi hætta er, er stóra spurning- in. Hér í Svíþjóð olli af- staðan til kjamorkunnar falli ríkisstjórnar Thor- björns Fálldins haustið 1978 og eftir atburðina á Þriggjámílnaeyju í Banda- ríkjunum, þar sem lá við alvarlegu slysi, var ákveð- ið að efna til þjóðarat- kvæðis þess sem nú er af- lokið. í atkvæðagreiðslunni vom þrír valkostir í boði: Lína 1: Afstaða íhalds- manna. Þau kjarnorkuver sem em í gangi og þau sem ver- ið er að byggja verði full- nýtt, þ.e. verði látin starfa um það bil 25 ár, sem er sá tími sem kjarn- orkuver er nothæft (eftir þann tíma er geislavirknin orðin svo mikil að ekki er hægt að reka verið lengur). Þessi afstaða fékk 18%. Lfna 2: er samhljóða línu 1, nema hvað hún kveð- ur á um að kjarnorkuver skuli vera í samfélagslegri eign. Þetta er lína sósíal- demókrata, fyrst og fremst tilkomin af taktískum á— stæðum þar sem kratar vildu ekki styðja sömu línu og íhaldsmenn. Þessi lína fékk 40% atkvæða. Lina 3: Þetta er lína kjarnorkuandstæðinga. Sam- kvæmt henni skal öllum kjarnorkuverum lokað á næstu 10 ámm og bygging þeirra sem enn em ekki tilbúin stöðvuð. Andstæð- ingar kjarnorkunnar fengu 38% atkvæða. Afstaða vinstri hreyfingarinnar Vinstrihreyfingin hér x Sviþjóð studdi með vissum undantekningum nei-línuna (línu 3)* Vinstri flokkur- inn - kommúnistaflokkurinn (VPK, flokkur af "alþýðu- bandalagssortinni") beitti sér af miklum krafti gegn kjarnorkunni og liggur nærri að segja megi að her- ferðin gegn notkun kjarnork- unnar hafi verið bohiö uppi af liðsfólki VPK. Flest önnur vinstri samtök studdu sömuleiðis nei-línuna. Svíþjóð Marx-lenínistar, SKP, styðja línu 3, en þó mun vera all- sterkur minnihluti innan flokksins sem er hlynntur notkun kjarnorku. Hinn þekkti rithöfundur Jan Myrdal, sem stendur SKP nærri, mun vera stuðnings- maður kjarnorkunnar, en hann beitti sér hins vegar ekki í kosningaslagnum vegna þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar. Skoðanakannanir hafa gefið til kynna að nei-lín- an eigi mestu fy"1.gi að fagna meðal menntafólks, hluta millihópanna, meðal ungs fólks og meðal kvenna. Lína 1 hefur fylgi meðal hægri fólks og borgarastétt- arinnar, lína 2 hefur mest verkalýðsfylgið. Meirihluti verkafólks hér í Svíþjóð er hlynntur notkun kjamBirku. 1 . meðal iðnverkafólks er þessi meirihluti enn stærri. Uppskipti á flokkakerfinu? Látið hefur verið að því liggja í fregnum fjölmiðla af úrslitum atkvæðagreiðsl- unnar að hún geti haft í för með sér t.d. klofning í Sósíaldemókrataflokknum. Hér verður ekki tekið undir þessa afstöðu athugasemda- laust. Það er þó víst að þeir flokkar sem studdu nei- lín- una náðu langt út fyrir raðir sínar. Þeir munu vafa- laust styrkjast mjög í fram- haldi af því. - /j-

x

Verkalýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsblaðið
https://timarit.is/publication/352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.